Við erum öll stórgölluð en stórkostleg Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2021 13:31 Á kaflaskiptri ævi segist Halldóra hafa rekist á marga veggi. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen starfar í dag sem þingmaður fyrir Pírata, þrátt fyrir að hafa aldrei geta séð fyrir sér að vinna á þeim vettvangi á sínum tíma. Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á kaflaskiptri ævi segist hún hafa rekist á marga veggi, sem hafi afhjúpað galla hennar og veikleika. Til að mynda segist Halldóra hafa verið undir miklu álagi á námsárum sínum, eftir langan skóladag hafi hún unnið fram á nótt, og fyrir vikið hafi hún leitað í örvandi efni til að halda sér gangandi. Hún hafi að endingu áttað sig á því að það gengi ekki til lengdar og sagt skilið við efnin, með stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Þau hafi fengið hana til að átta sig á því að hún væri komin á endastöð, þetta væri ekki jafn skemmtilegt og hún héldi. Í stað þess að rífa sig niður segist Halldóra hafa tekið bresti sína í sátt og notað þá til frekari vaxtar. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í mínu lífi að draga lærdóm af hlutum. Allir sem að ég hitti, allt sem ég lendi í, ég hugsa alltaf hvaða lærdóm ég dregið af því,“ segir Halldóra. Það noti hún til að styrkja sig sem manneskju. „Ég hef verið opin fyrir því að skoða mína eigin galla. Frekar heldur en að vera í endalausri baráttu við gallana mína, að reyna að laga þá, að taka þá svolítið í sátt. Taka utan um sjálfa mig, þykja vænt um mig - þrátt fyrir mína galla,“ segir Halldóra. „Við erum öll stórgölluð, en við erum öll líka stórkostleg. Það er er ekkert hægt að aðskilja fólk frá því sem það gerir illa, við þurfum bara að læra að hafa meiri þolinmæði hvort fyrir öðru.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn. Einkalífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á kaflaskiptri ævi segist hún hafa rekist á marga veggi, sem hafi afhjúpað galla hennar og veikleika. Til að mynda segist Halldóra hafa verið undir miklu álagi á námsárum sínum, eftir langan skóladag hafi hún unnið fram á nótt, og fyrir vikið hafi hún leitað í örvandi efni til að halda sér gangandi. Hún hafi að endingu áttað sig á því að það gengi ekki til lengdar og sagt skilið við efnin, með stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Þau hafi fengið hana til að átta sig á því að hún væri komin á endastöð, þetta væri ekki jafn skemmtilegt og hún héldi. Í stað þess að rífa sig niður segist Halldóra hafa tekið bresti sína í sátt og notað þá til frekari vaxtar. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í mínu lífi að draga lærdóm af hlutum. Allir sem að ég hitti, allt sem ég lendi í, ég hugsa alltaf hvaða lærdóm ég dregið af því,“ segir Halldóra. Það noti hún til að styrkja sig sem manneskju. „Ég hef verið opin fyrir því að skoða mína eigin galla. Frekar heldur en að vera í endalausri baráttu við gallana mína, að reyna að laga þá, að taka þá svolítið í sátt. Taka utan um sjálfa mig, þykja vænt um mig - þrátt fyrir mína galla,“ segir Halldóra. „Við erum öll stórgölluð, en við erum öll líka stórkostleg. Það er er ekkert hægt að aðskilja fólk frá því sem það gerir illa, við þurfum bara að læra að hafa meiri þolinmæði hvort fyrir öðru.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn.
Einkalífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira