Við erum öll stórgölluð en stórkostleg Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2021 13:31 Á kaflaskiptri ævi segist Halldóra hafa rekist á marga veggi. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen starfar í dag sem þingmaður fyrir Pírata, þrátt fyrir að hafa aldrei geta séð fyrir sér að vinna á þeim vettvangi á sínum tíma. Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á kaflaskiptri ævi segist hún hafa rekist á marga veggi, sem hafi afhjúpað galla hennar og veikleika. Til að mynda segist Halldóra hafa verið undir miklu álagi á námsárum sínum, eftir langan skóladag hafi hún unnið fram á nótt, og fyrir vikið hafi hún leitað í örvandi efni til að halda sér gangandi. Hún hafi að endingu áttað sig á því að það gengi ekki til lengdar og sagt skilið við efnin, með stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Þau hafi fengið hana til að átta sig á því að hún væri komin á endastöð, þetta væri ekki jafn skemmtilegt og hún héldi. Í stað þess að rífa sig niður segist Halldóra hafa tekið bresti sína í sátt og notað þá til frekari vaxtar. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í mínu lífi að draga lærdóm af hlutum. Allir sem að ég hitti, allt sem ég lendi í, ég hugsa alltaf hvaða lærdóm ég dregið af því,“ segir Halldóra. Það noti hún til að styrkja sig sem manneskju. „Ég hef verið opin fyrir því að skoða mína eigin galla. Frekar heldur en að vera í endalausri baráttu við gallana mína, að reyna að laga þá, að taka þá svolítið í sátt. Taka utan um sjálfa mig, þykja vænt um mig - þrátt fyrir mína galla,“ segir Halldóra. „Við erum öll stórgölluð, en við erum öll líka stórkostleg. Það er er ekkert hægt að aðskilja fólk frá því sem það gerir illa, við þurfum bara að læra að hafa meiri þolinmæði hvort fyrir öðru.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn. Einkalífið Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á kaflaskiptri ævi segist hún hafa rekist á marga veggi, sem hafi afhjúpað galla hennar og veikleika. Til að mynda segist Halldóra hafa verið undir miklu álagi á námsárum sínum, eftir langan skóladag hafi hún unnið fram á nótt, og fyrir vikið hafi hún leitað í örvandi efni til að halda sér gangandi. Hún hafi að endingu áttað sig á því að það gengi ekki til lengdar og sagt skilið við efnin, með stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Þau hafi fengið hana til að átta sig á því að hún væri komin á endastöð, þetta væri ekki jafn skemmtilegt og hún héldi. Í stað þess að rífa sig niður segist Halldóra hafa tekið bresti sína í sátt og notað þá til frekari vaxtar. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í mínu lífi að draga lærdóm af hlutum. Allir sem að ég hitti, allt sem ég lendi í, ég hugsa alltaf hvaða lærdóm ég dregið af því,“ segir Halldóra. Það noti hún til að styrkja sig sem manneskju. „Ég hef verið opin fyrir því að skoða mína eigin galla. Frekar heldur en að vera í endalausri baráttu við gallana mína, að reyna að laga þá, að taka þá svolítið í sátt. Taka utan um sjálfa mig, þykja vænt um mig - þrátt fyrir mína galla,“ segir Halldóra. „Við erum öll stórgölluð, en við erum öll líka stórkostleg. Það er er ekkert hægt að aðskilja fólk frá því sem það gerir illa, við þurfum bara að læra að hafa meiri þolinmæði hvort fyrir öðru.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn.
Einkalífið Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira