Aldraðir verði fyrir miklu ofbeldi og jafnvel frá eigin börnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. mars 2021 14:11 Jenný Kristín Valberg ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Ísland í dag Jenný Kristín Valberg segir að það sé oft falið leyndarmál að börn beiti foreldra og jafnvel aldraða foreldra ofbeldi, þetta sé algengara en fólk grunar. Skömm fylgi oft slíkum málum hjá körlum og því komi þetta ekki alltaf upp á yfirborðið. „Þetta er hópur sem kannski elst upp við önnur viðmið heldur en gilda í dag.“ Jenný er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis 18 ára og eldri, og ræddi við Sindra Sindrason í Ísland í dag. Hún segir að eldra fólk sé ólíklegra til að stíga fram og tala en þeir sem yngri eru. „Þegar þetta eru börnin þín þá flækjast málin kannski enn fremur,“ útskýrir Jenný. „Þú ert kannski að hugsa, brást ég sem foreldri? En aldraðir eru að verða fyrir miklu ofbeldi, við vitum það . Það er þá jafnvel á milli hvors annars eða þá hugsanlega frá börnum og þá getur þetta verið fjárhagslegt ofbeldi, það geta verið alls konar stýringar og í verstu tilfellunum þar sem velferð og öryggi er ógnað.“ Ekkert friðhelgi eða einkalíf Jenný segir að töluvert sé um að íslenskar konur sem eigi eiginmenn annars staðar frá, þori ekki að stíga fram og segja frá ofbeldinu. „Það virðist oft vera þannig að þegar fólk er af ólíkum uppruna þá er oft verið að skrifa alls konar aðstæður á menningarlegan mismun. Það er kannski verið að afsaka hegðun út af því að viðkomandi kemur kannski frá aðstæðum sem eru ólíkar okkar og það er þessi samfélagslegi munur. Fólk kannski afsakar þetta svolítið lengi en svo kemur líka oft þessi skömm.“ Hún lýsir því þannig að fólki finnist það kannski bera ábyrgð á þessum einstaklingi af því að viðkomandi hafi komið þeirra vegna til landsins. „Svo eru það konur af erlendum uppruna sem koma til landsins og mennirnir sem þær giftast, þeir bera ábyrgð á þeim og hafa allar þessar upplýsingar um þær.“ Mátti ekki tala við karlmenn Jenný segir að þessar konur upplifi sig oft berskjaldaðar í aðstæðunum og eigi ekkert friðhelgi lengur. Í nýrri myndbandaherferð af Þekktu rauðu ljósin má heyra reynslusögur einstaklinga sem orðið hafa fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Í broti úr einu myndbandi herferðarinnar er haft eftir Shantaye Brown: „Ég er ekki klikkuð. Ég hefði ekki sagt já eða flutt til annars lands ef mér fyndist hann ekki vera frábær náungi. Hann semsagt þóttist vera það og var mjög góður því að þykjast.“ Lýsir hún því að hann hafi helst ekki viljað að hún hitti annað fólk án hans og að rauðu flöggin hafi verið mörg. „Hann bannaði mér að tala við aðra karlmenn og hann varð líka pirraður út í mig ef karlmaður horfði til mín. Hann vildi ekki að ég ætti neina vini“ Ekki bara einn ákveðinn hópur Jenný segir líka að fatlaðar konur og fatlað fólk yfir höfuð sé viðkvæmur hópur sem verði fyrir ofbeldi af hálfu maka og annarra í fjölskyldunni og viti ekki hvernig eigi að bregðast við. „Það geta allir orðið fyrir ofbeldi, þetta er ekki bara þetta kynbundna ofbeldi. Foreldrar beita börn ofbeldi, börn beita foreldra ofbeldi. Fatlaðir verða fyrir ofbeldi. Fólk af erlendum uppruna verður fyrir ofbeldi. Fólk í transsamfélaginu og samkynhneigða samfélaginu. Í öllum þessum samfélögum er alltaf ákveðin prósenta sem verður fyrir ofbeldi.“ Jenný segir að hún hafi áhyggjur af eldri borgurum sem ekki séu aldir upp við að tala um tilfinningar og einnig gagnkynhneigðum karlmönnum sem þori ekki að stíga fram. Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Ofbeldi gegn börnum Eldri borgarar Heimilisofbeldi Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Skömm fylgi oft slíkum málum hjá körlum og því komi þetta ekki alltaf upp á yfirborðið. „Þetta er hópur sem kannski elst upp við önnur viðmið heldur en gilda í dag.“ Jenný er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis 18 ára og eldri, og ræddi við Sindra Sindrason í Ísland í dag. Hún segir að eldra fólk sé ólíklegra til að stíga fram og tala en þeir sem yngri eru. „Þegar þetta eru börnin þín þá flækjast málin kannski enn fremur,“ útskýrir Jenný. „Þú ert kannski að hugsa, brást ég sem foreldri? En aldraðir eru að verða fyrir miklu ofbeldi, við vitum það . Það er þá jafnvel á milli hvors annars eða þá hugsanlega frá börnum og þá getur þetta verið fjárhagslegt ofbeldi, það geta verið alls konar stýringar og í verstu tilfellunum þar sem velferð og öryggi er ógnað.“ Ekkert friðhelgi eða einkalíf Jenný segir að töluvert sé um að íslenskar konur sem eigi eiginmenn annars staðar frá, þori ekki að stíga fram og segja frá ofbeldinu. „Það virðist oft vera þannig að þegar fólk er af ólíkum uppruna þá er oft verið að skrifa alls konar aðstæður á menningarlegan mismun. Það er kannski verið að afsaka hegðun út af því að viðkomandi kemur kannski frá aðstæðum sem eru ólíkar okkar og það er þessi samfélagslegi munur. Fólk kannski afsakar þetta svolítið lengi en svo kemur líka oft þessi skömm.“ Hún lýsir því þannig að fólki finnist það kannski bera ábyrgð á þessum einstaklingi af því að viðkomandi hafi komið þeirra vegna til landsins. „Svo eru það konur af erlendum uppruna sem koma til landsins og mennirnir sem þær giftast, þeir bera ábyrgð á þeim og hafa allar þessar upplýsingar um þær.“ Mátti ekki tala við karlmenn Jenný segir að þessar konur upplifi sig oft berskjaldaðar í aðstæðunum og eigi ekkert friðhelgi lengur. Í nýrri myndbandaherferð af Þekktu rauðu ljósin má heyra reynslusögur einstaklinga sem orðið hafa fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Í broti úr einu myndbandi herferðarinnar er haft eftir Shantaye Brown: „Ég er ekki klikkuð. Ég hefði ekki sagt já eða flutt til annars lands ef mér fyndist hann ekki vera frábær náungi. Hann semsagt þóttist vera það og var mjög góður því að þykjast.“ Lýsir hún því að hann hafi helst ekki viljað að hún hitti annað fólk án hans og að rauðu flöggin hafi verið mörg. „Hann bannaði mér að tala við aðra karlmenn og hann varð líka pirraður út í mig ef karlmaður horfði til mín. Hann vildi ekki að ég ætti neina vini“ Ekki bara einn ákveðinn hópur Jenný segir líka að fatlaðar konur og fatlað fólk yfir höfuð sé viðkvæmur hópur sem verði fyrir ofbeldi af hálfu maka og annarra í fjölskyldunni og viti ekki hvernig eigi að bregðast við. „Það geta allir orðið fyrir ofbeldi, þetta er ekki bara þetta kynbundna ofbeldi. Foreldrar beita börn ofbeldi, börn beita foreldra ofbeldi. Fatlaðir verða fyrir ofbeldi. Fólk af erlendum uppruna verður fyrir ofbeldi. Fólk í transsamfélaginu og samkynhneigða samfélaginu. Í öllum þessum samfélögum er alltaf ákveðin prósenta sem verður fyrir ofbeldi.“ Jenný segir að hún hafi áhyggjur af eldri borgurum sem ekki séu aldir upp við að tala um tilfinningar og einnig gagnkynhneigðum karlmönnum sem þori ekki að stíga fram. Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Ofbeldi gegn börnum Eldri borgarar Heimilisofbeldi Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira