Raunveruleikaþáttur MTV fékk 312 milljónir endurgreiddar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2021 12:27 Keppendur í þættinum við íslenska strönd. Framleiðslukostnaður raunveruleikasjónvarpsþáttarins The Challenge nam á annan milljarð króna. Öll serían var tekin upp á Íslandi í september en Pegasus sá um verkefnið fyrir hönd MTV-sjónvarpsstöðvarinnar. Kostnaðinn má lesa út úr yfirlitstöflu yfir endurgreiðslur á vef Kvikmyndamiðstöðvar. RÚV greindi fyrst frá. Endurgreiðslan hljóðar upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði og fékk Pegasus endurrgeiddar 312 milljónir króna. Framleiðslukostnaður sem sótt var um endurgreiðslu fyrir hefur því numið um 1250 milljónum króna. Nafn þáttarins hljómar sennilega ekki kunnuglega í eyrum Íslendinga, en uppruni hans ætti að vera kunnur þeim sem höfðu aðgang að MTV á fjölvarpi Stöðvar 2 í lok síðustu aldar. The Challenge er afleggjari af The Real World, sem var feykivinsæll á MTV allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1992, og er reyndar enn í gangi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem The Challenge heimsækir Ísland, því hluti 22. þáttaraðar var tekinn upp hér á landi, sú sería bar undirtitilinn Battle of the Exes. Þar voru fyrrum pör, með tengingu við raunveruleikaþætti, látin keppa á móti hvort öðru. Hér má sjá brot úr fyrsta þættinum sem sýndur var í desember. Af öðrum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum sem fengu endurgreiddan framleiðslukostnað Alls fengu 66 verkefni fjórðung framleiðslukostnaðar endurgreiddan fyrir árið 2019 en átján hafa fengið endurgreidd fyrir árið 2020 það sem af er ári 2021. Meðal annarra verkefna má nefna Kappsmál hjá RÚV sem fékk 18 milljónir endurgreiddar og Áramótaskaupið sem fékk 13 milljónir. Þessi verkefni hafa fengið endurgreidd 25 prósent af framleiðslukostnaði. Ummerki, Bibba flýgur og Kjötætur óskast, sem sýnd voru á Stöð 2 en framleidd af Orca films, 101 Productions og Lóu Productions fengu endurgreiddar þrjár til sex milljónir króna. Hækkun rána, umtöluð heimildarmynd um efnilegar körfuboltastelpur sem vilja fá að keppa við stráka og sýnd var í Sjónvarpi Símans, fékk þrettán milljónir endurgreiddar. Framleiðslukostnaður við myndina hefur því numið rúmum fimmtíu milljónum. Listann í heild má sjá að ofan en fleiri verkefni gætu bæst við eftir því sem líður á árið. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Kostnaðinn má lesa út úr yfirlitstöflu yfir endurgreiðslur á vef Kvikmyndamiðstöðvar. RÚV greindi fyrst frá. Endurgreiðslan hljóðar upp á 25 prósent af framleiðslukostnaði og fékk Pegasus endurrgeiddar 312 milljónir króna. Framleiðslukostnaður sem sótt var um endurgreiðslu fyrir hefur því numið um 1250 milljónum króna. Nafn þáttarins hljómar sennilega ekki kunnuglega í eyrum Íslendinga, en uppruni hans ætti að vera kunnur þeim sem höfðu aðgang að MTV á fjölvarpi Stöðvar 2 í lok síðustu aldar. The Challenge er afleggjari af The Real World, sem var feykivinsæll á MTV allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1992, og er reyndar enn í gangi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem The Challenge heimsækir Ísland, því hluti 22. þáttaraðar var tekinn upp hér á landi, sú sería bar undirtitilinn Battle of the Exes. Þar voru fyrrum pör, með tengingu við raunveruleikaþætti, látin keppa á móti hvort öðru. Hér má sjá brot úr fyrsta þættinum sem sýndur var í desember. Af öðrum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum sem fengu endurgreiddan framleiðslukostnað Alls fengu 66 verkefni fjórðung framleiðslukostnaðar endurgreiddan fyrir árið 2019 en átján hafa fengið endurgreidd fyrir árið 2020 það sem af er ári 2021. Meðal annarra verkefna má nefna Kappsmál hjá RÚV sem fékk 18 milljónir endurgreiddar og Áramótaskaupið sem fékk 13 milljónir. Þessi verkefni hafa fengið endurgreidd 25 prósent af framleiðslukostnaði. Ummerki, Bibba flýgur og Kjötætur óskast, sem sýnd voru á Stöð 2 en framleidd af Orca films, 101 Productions og Lóu Productions fengu endurgreiddar þrjár til sex milljónir króna. Hækkun rána, umtöluð heimildarmynd um efnilegar körfuboltastelpur sem vilja fá að keppa við stráka og sýnd var í Sjónvarpi Símans, fékk þrettán milljónir endurgreiddar. Framleiðslukostnaður við myndina hefur því numið rúmum fimmtíu milljónum. Listann í heild má sjá að ofan en fleiri verkefni gætu bæst við eftir því sem líður á árið.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira