Kalla til fleiri dráttarbáta og vilja forðast að afferma skipið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 10:03 Skipið er fast. Pikkfast. Gervihnattamynd/2021 Maxar Technologies. Búið er að kalla út tvo dráttarbáta til viðbótar við þá sem fyrir eru í Súes-skurðinum, til þess að reyna að losa hið 220 þúsund tonna flutningaskip Ever Given, sem situr nú fast og lokar skurðinum fyrir alla umferð. Svo kann að fara að afferma þurfi skipið. Skipið, sem er yfir 400 metrar að lengd festist síðastliðinn þriðjudag í þrengsta hluta skurðarins. Síðan þá hafa engin skip komist í gegnum skurðinn, sem liggur í gegn um Egyptaland, og er helsta skipaflutningaleiðin milli Evrópu og Asíu. Meðalverðmæti varnings sem fer að jafnaði í gegnum skurðinn er metið á um níu milljarða Bandaríkjadala á dag, eða yfir eitt þúsund og eitt hundruð milljarða króna. Yfir þrjú hundruð skip bíða þess nú að geta siglt í gegnum skurðinn. AP-fréttaveitan hefur eftir háttsettum starfsmanni hafnaryfirvalda í skurðinum að í dag verði gerð tilraun til þess að losa skipið þegar tekur að flæða inn. Líklegt er að afferma þurfi skipið, í það minnsta að hluta. Yfirvöld hafa litið á það sem lokaúrræði, þar sem líklegt er að það bæti að minnsta kosti fáeinum dögum við þann tíma sem skurðurinn verður lokaður. Rannsóknir benda hver í sína átt Í gær sagði Osama Rabei, yfirmaður hafnaryfirvalda hjá Súes-skurðinum að sviptivindar væru líklega ekki eina ástæða þess að skipið strandaði, en því hefur verið haldið fram af ýmsum sérfræðingum. Kvaðst Rabei ekki geta útilokað að mannleg mistök eða tæknileg bilun hefðu valdið því að skipið strandaði. Fyrirætkið Bernard Schulte, sem fer með rekstur Ever Given, hefur ítrekað að frumniðurstöður úr rannsókn á vegum fyrirtækisins bendi ekki til þess að bilun í tækjabúnaði skipsins hafi valdið því að skipið festist. Minnst ein skýrsla byggð á annarri rannsókn bendir þó til þess að skipið hafi skyndilega orðið rafmagnslaust þegar það strandaði. AP-hefur eftir Rabei að hann vonaði að ekki kæmi til affermingar skipsins en bætti því við að um væri að ræða erfiða stöðu. Hann kvaðst þá ekki vita hvenær skipið yrði losað. „Ég get ekki sagt það, af því ég veit það ekki.“ Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Skipið, sem er yfir 400 metrar að lengd festist síðastliðinn þriðjudag í þrengsta hluta skurðarins. Síðan þá hafa engin skip komist í gegnum skurðinn, sem liggur í gegn um Egyptaland, og er helsta skipaflutningaleiðin milli Evrópu og Asíu. Meðalverðmæti varnings sem fer að jafnaði í gegnum skurðinn er metið á um níu milljarða Bandaríkjadala á dag, eða yfir eitt þúsund og eitt hundruð milljarða króna. Yfir þrjú hundruð skip bíða þess nú að geta siglt í gegnum skurðinn. AP-fréttaveitan hefur eftir háttsettum starfsmanni hafnaryfirvalda í skurðinum að í dag verði gerð tilraun til þess að losa skipið þegar tekur að flæða inn. Líklegt er að afferma þurfi skipið, í það minnsta að hluta. Yfirvöld hafa litið á það sem lokaúrræði, þar sem líklegt er að það bæti að minnsta kosti fáeinum dögum við þann tíma sem skurðurinn verður lokaður. Rannsóknir benda hver í sína átt Í gær sagði Osama Rabei, yfirmaður hafnaryfirvalda hjá Súes-skurðinum að sviptivindar væru líklega ekki eina ástæða þess að skipið strandaði, en því hefur verið haldið fram af ýmsum sérfræðingum. Kvaðst Rabei ekki geta útilokað að mannleg mistök eða tæknileg bilun hefðu valdið því að skipið strandaði. Fyrirætkið Bernard Schulte, sem fer með rekstur Ever Given, hefur ítrekað að frumniðurstöður úr rannsókn á vegum fyrirtækisins bendi ekki til þess að bilun í tækjabúnaði skipsins hafi valdið því að skipið festist. Minnst ein skýrsla byggð á annarri rannsókn bendir þó til þess að skipið hafi skyndilega orðið rafmagnslaust þegar það strandaði. AP-hefur eftir Rabei að hann vonaði að ekki kæmi til affermingar skipsins en bætti því við að um væri að ræða erfiða stöðu. Hann kvaðst þá ekki vita hvenær skipið yrði losað. „Ég get ekki sagt það, af því ég veit það ekki.“
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. 27. mars 2021 09:00