Borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar í Airbnb-máli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 16:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar og segir dóminn staðfesta sterkan rétt borgarinnar til að stýra sínu skipulagi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfum Reykjavík Developement ehf. Málið snerist um synjun á leyfisumtóskn félagsins til reksturs Airbnb-íbúðargistingar í íbúð í eigu félagsins. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni. Félagið höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg til þess að fá ógilt sérákvæði um gistiþjónustu í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030. Ákvæðið tók gildi með breytingu á aðalskipulagi borgarinnar árið 2017 og fól í sér hömlur á gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Umsókn Reykjavík Developement um leyfi til reksturs íbúðargistingar var synjað á grundvelli neikvæðrar umsagnar Reykjavíkurborgar, sem taldi starfsemina ekki samræmast aðalskipulaginu. Ágreiningur í málinu laut að gildi breytingarinnar sem gerð hafði verið á aðalskipulagi. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur hefur nú staðfest, var ekki talið að sérákvæðið sem deilt var um bryti í bága við skipulagslög þó gististarfsemi væru settar hömlur í aðalskipulagi, í stað deiliskipulags. Eins var ekki talið að meðferð umsóknarinnar, eða breytingarinnar á aðalskipulaginu, væri til þess fallin að til ógildingar ákvæðisins gæti komið. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar á Facebook-síðu sinni. „Einn stærsti verktaki bæjarins stefndi Reykjavíkurborg til að hnekkja þeim takmörkunum sem við höfum sett á hóteluppbyggingu á völdum stöðum og gera að engu skipulagsreglur um hvar megi vera Airbnb-íbúðir og hvar ekki. Í daglegu tali hefur þetta verið kallað reglur um "ekki fleiri hótel í Kvos" og reglur um að ekki megi vera Airbnb íbúðir íbúðahverfum, nema þær séu sérstaklega leyfðar í skipulagi eða standi við [svokallaðar] aðalgötur. Hóteltakmarkanir hafa líka verið settar við Laugaveg og Hverfisgötu. Airbnb-reglur gilda hins vegar í öllum íbúðahverfum. Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi viðkomandi til að greiða okkur málskostnað,“ skrifar Dagur. Dagur segir um tímamótamál að ræða, sem staðfesti sterkan rétt Reykjavíkur til að stýra skipulagi, þar með talið hvar reka megi gistiþjónustu. Í hans huga sé það í þágu almannahagsmuna og góðrar sambúðar ferðaþjónustu, fjölbreytilegrar borgar og líflegra en friðsælla íbúaðhverfa. „Reykjavík hefur verið í nánu samstarfi við aðrar ferðamannaborgir á undanförnum árum og hefur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rútum og gistingu, í gegnum skipulag. Þetta prófmál hefur því umtalsverða þýðingu, jafnvel út fyrir landsteinanna. Með þessu er staðfest að borginni er heimilt að grípa inni í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjónustu eða uppbygging þeim tengt er komin úr hófi og farin að hafa neikvæð áhrif á borgarbúa eða fjölbreytni í borgarlífinu,“ skrifar Dagur. Hann kveðst þá sannfærður um að í þessu felist mikilvægir langtímahagsmunir fyrir alla, þar með talda ferðaþjónustuna. „Virkileg mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða,“ skrifar borgarstjórinn að lokum. Skipulag Reykjavík Dómsmál Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Félagið höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg til þess að fá ógilt sérákvæði um gistiþjónustu í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030. Ákvæðið tók gildi með breytingu á aðalskipulagi borgarinnar árið 2017 og fól í sér hömlur á gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Umsókn Reykjavík Developement um leyfi til reksturs íbúðargistingar var synjað á grundvelli neikvæðrar umsagnar Reykjavíkurborgar, sem taldi starfsemina ekki samræmast aðalskipulaginu. Ágreiningur í málinu laut að gildi breytingarinnar sem gerð hafði verið á aðalskipulagi. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur hefur nú staðfest, var ekki talið að sérákvæðið sem deilt var um bryti í bága við skipulagslög þó gististarfsemi væru settar hömlur í aðalskipulagi, í stað deiliskipulags. Eins var ekki talið að meðferð umsóknarinnar, eða breytingarinnar á aðalskipulaginu, væri til þess fallin að til ógildingar ákvæðisins gæti komið. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar á Facebook-síðu sinni. „Einn stærsti verktaki bæjarins stefndi Reykjavíkurborg til að hnekkja þeim takmörkunum sem við höfum sett á hóteluppbyggingu á völdum stöðum og gera að engu skipulagsreglur um hvar megi vera Airbnb-íbúðir og hvar ekki. Í daglegu tali hefur þetta verið kallað reglur um "ekki fleiri hótel í Kvos" og reglur um að ekki megi vera Airbnb íbúðir íbúðahverfum, nema þær séu sérstaklega leyfðar í skipulagi eða standi við [svokallaðar] aðalgötur. Hóteltakmarkanir hafa líka verið settar við Laugaveg og Hverfisgötu. Airbnb-reglur gilda hins vegar í öllum íbúðahverfum. Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi viðkomandi til að greiða okkur málskostnað,“ skrifar Dagur. Dagur segir um tímamótamál að ræða, sem staðfesti sterkan rétt Reykjavíkur til að stýra skipulagi, þar með talið hvar reka megi gistiþjónustu. Í hans huga sé það í þágu almannahagsmuna og góðrar sambúðar ferðaþjónustu, fjölbreytilegrar borgar og líflegra en friðsælla íbúaðhverfa. „Reykjavík hefur verið í nánu samstarfi við aðrar ferðamannaborgir á undanförnum árum og hefur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rútum og gistingu, í gegnum skipulag. Þetta prófmál hefur því umtalsverða þýðingu, jafnvel út fyrir landsteinanna. Með þessu er staðfest að borginni er heimilt að grípa inni í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjónustu eða uppbygging þeim tengt er komin úr hófi og farin að hafa neikvæð áhrif á borgarbúa eða fjölbreytni í borgarlífinu,“ skrifar Dagur. Hann kveðst þá sannfærður um að í þessu felist mikilvægir langtímahagsmunir fyrir alla, þar með talda ferðaþjónustuna. „Virkileg mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða,“ skrifar borgarstjórinn að lokum.
Skipulag Reykjavík Dómsmál Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira