Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. mars 2021 20:00 Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis. Vísir/Friðrik Þór Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. Kórónuveirumit hafa nú komið upp í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu nú síðast í Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem 400 nemendur eru í sóttkví. Öll smitin tengjast klasasmiti sem kom upp í Laugarnesskóla fyrir nokkrum dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af því að smit sé farið að breiðast út í samfélaginu eftir að einn þeirra sem sem greindist smitaður í gær tengist ekki klasasmitinu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir.Vísir/Arnar „Hann var bara úti í bæ þannig að við getum ekki tengt þetta smit við þetta stóra smit sem tengist grunnskólum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórólfur. Þórólfur hefur enn fremur áhyggjur af þeim fjölda sem hefur farið að gosinu síðustu daga. „Það eru þúsundir að fara á eldsstöðvarnar og fólk verður að gæta vel að sóttvörnum og passa uppá allar hópamyndanir þar,“ segir Þórólfur. Flugfélagið Ernir aflýsti öllu flugi hjá sér í dag vegna smits hjá starfsmanni. Hörður Guðmundsson forstjóri segir að um sé að ræða flugmann sem kom á námskeið á þriðjudag ásamt öðrum flugmönnum og greindist í gærkvöldi. Allir flugmenn og starfsfólki þurftu að fara í sóttkví þar til á þriðjudag. „Hann var með einhver örlítil einkenni sem hann tengdi engan veginn við Covid-19 og kom á námskeið til okkar. Hann fann svo meiri einkenni í gær og fór í sýnatöku og í ljós kom að hann var sýktur. Enn hefur ekki komið í ljós hvað hann veiktist en rakningarteymið er að rannsaka ferðir hans,“ segir Hörður. Sóttvarnarlæknir sagði í hádegisfréttum að smitið utan sóttkvíar í gær tengdist gosstöðvum. „Við flugum eina yfirlitsferð á þriðjudag eftir námskeiðið að öðru leyti hefur verið lítið um flug hjá okkur yfir eldsstöðvarnar. Það voru um 10 manns í því flugi en flugstjórarnir eru í lokuðu rými,“ segir Hörður. Hann segir að Ernir hafi passað afar vel upp á allar sóttvarnir frá því faraldurinn hófst og því séu þetta vonbrigði en það sem má búast við í heimsfaraldri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Kórónuveirumit hafa nú komið upp í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu nú síðast í Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þar sem 400 nemendur eru í sóttkví. Öll smitin tengjast klasasmiti sem kom upp í Laugarnesskóla fyrir nokkrum dögum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af því að smit sé farið að breiðast út í samfélaginu eftir að einn þeirra sem sem greindist smitaður í gær tengist ekki klasasmitinu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir.Vísir/Arnar „Hann var bara úti í bæ þannig að við getum ekki tengt þetta smit við þetta stóra smit sem tengist grunnskólum hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórólfur. Þórólfur hefur enn fremur áhyggjur af þeim fjölda sem hefur farið að gosinu síðustu daga. „Það eru þúsundir að fara á eldsstöðvarnar og fólk verður að gæta vel að sóttvörnum og passa uppá allar hópamyndanir þar,“ segir Þórólfur. Flugfélagið Ernir aflýsti öllu flugi hjá sér í dag vegna smits hjá starfsmanni. Hörður Guðmundsson forstjóri segir að um sé að ræða flugmann sem kom á námskeið á þriðjudag ásamt öðrum flugmönnum og greindist í gærkvöldi. Allir flugmenn og starfsfólki þurftu að fara í sóttkví þar til á þriðjudag. „Hann var með einhver örlítil einkenni sem hann tengdi engan veginn við Covid-19 og kom á námskeið til okkar. Hann fann svo meiri einkenni í gær og fór í sýnatöku og í ljós kom að hann var sýktur. Enn hefur ekki komið í ljós hvað hann veiktist en rakningarteymið er að rannsaka ferðir hans,“ segir Hörður. Sóttvarnarlæknir sagði í hádegisfréttum að smitið utan sóttkvíar í gær tengdist gosstöðvum. „Við flugum eina yfirlitsferð á þriðjudag eftir námskeiðið að öðru leyti hefur verið lítið um flug hjá okkur yfir eldsstöðvarnar. Það voru um 10 manns í því flugi en flugstjórarnir eru í lokuðu rými,“ segir Hörður. Hann segir að Ernir hafi passað afar vel upp á allar sóttvarnir frá því faraldurinn hófst og því séu þetta vonbrigði en það sem má búast við í heimsfaraldri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos í Fagradalsfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira