Stefna RÚV vegna Brúneggjaumfjöllunar Kastljóss Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2021 19:39 RÚV hefur borist stefna vegna umfjöllunar Kastljóss frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Eigendur fyrirtækisins Brúneggja hafa stefnt Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun vegna umfjöllunar Kastljóss um fyrirtækið, síðla árs 2016. Þetta kom fram í máli Þóru Arnórsdóttir, ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kveiks, í Morgunútvarpinu í morgun. Þóra var þar stödd til þess að ræða Kveik, en sagði frá því að stutt væri síðan henni, Tryggva Aðalbjörnssyni og RÚV hefði borist stefna frá Brúneggjum, vegna umfjöllunar sinnar um fyrirtækið, þar sem kom fram að Brúnegg hefðu til lengri tíma merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að hafa uppfyllt skilyrði til þess. Þá hafi Matvælastofnun látið undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Stefnendur eru tvö félög í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona, en þrotabú Brúneggja framseldi allar skaðabótakröfur sínar. Þá snúa kröfur þeirra bræðra einnig að meintu tjóni sem þeir telja sig persónulega hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar Kastljóss. Brúnegg var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Engar áhyggjur þó málið krefjist vinnu Í útvarpsviðtalinu í morgun sagðist Þóra ekki hafa neinar áhyggjur af málsókninni sjálfri. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ segir Þóra. Næst á dagskrá sé að fara yfir gögn málsins til að undirbúa sig. „Ég hef engar áhyggjur af málsókninni, þannig,“ segir Þóra. Að hennar mati sé málsóknin óþarfi, þó vissulega hafi allir rétt á að fá lausn sinna mála fyrir dómstólum, telji þeir á sér brotið. „Þarna eru bara ekki forsendur fyrir því.“ Matvælaframleiðsla Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Brúneggjamálið Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þóru Arnórsdóttir, ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kveiks, í Morgunútvarpinu í morgun. Þóra var þar stödd til þess að ræða Kveik, en sagði frá því að stutt væri síðan henni, Tryggva Aðalbjörnssyni og RÚV hefði borist stefna frá Brúneggjum, vegna umfjöllunar sinnar um fyrirtækið, þar sem kom fram að Brúnegg hefðu til lengri tíma merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að hafa uppfyllt skilyrði til þess. Þá hafi Matvælastofnun látið undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Stefnendur eru tvö félög í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona, en þrotabú Brúneggja framseldi allar skaðabótakröfur sínar. Þá snúa kröfur þeirra bræðra einnig að meintu tjóni sem þeir telja sig persónulega hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar Kastljóss. Brúnegg var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Engar áhyggjur þó málið krefjist vinnu Í útvarpsviðtalinu í morgun sagðist Þóra ekki hafa neinar áhyggjur af málsókninni sjálfri. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ segir Þóra. Næst á dagskrá sé að fara yfir gögn málsins til að undirbúa sig. „Ég hef engar áhyggjur af málsókninni, þannig,“ segir Þóra. Að hennar mati sé málsóknin óþarfi, þó vissulega hafi allir rétt á að fá lausn sinna mála fyrir dómstólum, telji þeir á sér brotið. „Þarna eru bara ekki forsendur fyrir því.“
Matvælaframleiðsla Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Brúneggjamálið Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira