Stefna RÚV vegna Brúneggjaumfjöllunar Kastljóss Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2021 19:39 RÚV hefur borist stefna vegna umfjöllunar Kastljóss frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Eigendur fyrirtækisins Brúneggja hafa stefnt Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun vegna umfjöllunar Kastljóss um fyrirtækið, síðla árs 2016. Þetta kom fram í máli Þóru Arnórsdóttir, ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kveiks, í Morgunútvarpinu í morgun. Þóra var þar stödd til þess að ræða Kveik, en sagði frá því að stutt væri síðan henni, Tryggva Aðalbjörnssyni og RÚV hefði borist stefna frá Brúneggjum, vegna umfjöllunar sinnar um fyrirtækið, þar sem kom fram að Brúnegg hefðu til lengri tíma merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að hafa uppfyllt skilyrði til þess. Þá hafi Matvælastofnun látið undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Stefnendur eru tvö félög í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona, en þrotabú Brúneggja framseldi allar skaðabótakröfur sínar. Þá snúa kröfur þeirra bræðra einnig að meintu tjóni sem þeir telja sig persónulega hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar Kastljóss. Brúnegg var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Engar áhyggjur þó málið krefjist vinnu Í útvarpsviðtalinu í morgun sagðist Þóra ekki hafa neinar áhyggjur af málsókninni sjálfri. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ segir Þóra. Næst á dagskrá sé að fara yfir gögn málsins til að undirbúa sig. „Ég hef engar áhyggjur af málsókninni, þannig,“ segir Þóra. Að hennar mati sé málsóknin óþarfi, þó vissulega hafi allir rétt á að fá lausn sinna mála fyrir dómstólum, telji þeir á sér brotið. „Þarna eru bara ekki forsendur fyrir því.“ Matvælaframleiðsla Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Brúneggjamálið Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þóru Arnórsdóttir, ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kveiks, í Morgunútvarpinu í morgun. Þóra var þar stödd til þess að ræða Kveik, en sagði frá því að stutt væri síðan henni, Tryggva Aðalbjörnssyni og RÚV hefði borist stefna frá Brúneggjum, vegna umfjöllunar sinnar um fyrirtækið, þar sem kom fram að Brúnegg hefðu til lengri tíma merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að hafa uppfyllt skilyrði til þess. Þá hafi Matvælastofnun látið undir höfuð leggjast að upplýsa neytendur um málið. Stefnendur eru tvö félög í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona, en þrotabú Brúneggja framseldi allar skaðabótakröfur sínar. Þá snúa kröfur þeirra bræðra einnig að meintu tjóni sem þeir telja sig persónulega hafa orðið fyrir vegna umfjöllunar Kastljóss. Brúnegg var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Engar áhyggjur þó málið krefjist vinnu Í útvarpsviðtalinu í morgun sagðist Þóra ekki hafa neinar áhyggjur af málsókninni sjálfri. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ segir Þóra. Næst á dagskrá sé að fara yfir gögn málsins til að undirbúa sig. „Ég hef engar áhyggjur af málsókninni, þannig,“ segir Þóra. Að hennar mati sé málsóknin óþarfi, þó vissulega hafi allir rétt á að fá lausn sinna mála fyrir dómstólum, telji þeir á sér brotið. „Þarna eru bara ekki forsendur fyrir því.“
Matvælaframleiðsla Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Brúneggjamálið Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun