Chicago Bulls sótti hinn þrítuga Nikola Vučević frá Orlando Magic í dag og eru á höttunum á eftir Lonzo Ball, leikstjórnanda New Orleans Pelicans. Þá er Rajon Rondo á leiðinni til Los Angeles Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Williams verður notaður sem skiptimynt í þeim skiptum.
Fjöldinn allur af leikmönnum er að skipta um lið í dag og má reikna með fleirum þegar líður á daginn.
Sem stendur standa félaga skipti Vučević upp úr en Bulls ætla sér greinilega að gera sitt besta til að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Eitthvað sem liðið hefur aðeins gert einu sinni á síðustu fimm árum.
Here's the deal: The Bulls land Nikola Vucevic and Al Farouq Aminu for Otto Porter, Wendell Carter Jr., and two first-round picks. Huge addition for Chicago, who remains in pursuit of Lonzo Ball. The Magic are moving toward a rebuild now with Aaron Gordon deal on deck.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021
Vučević hefur verið í herbúðum Orlando Magic síðan árið 2012 en stefnir nú á að hjálpa Bulls að komast loksins í úrslitakeppnina.
Liðið er sem stendur í 10. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 24 töp en Boston Celtics eru í 8. sætinu með 21 sigur og 23 töp.
Þá hefur einnig verið staðfest að Kyle Lowry verður áfram í herbúðum Toronto Raptors. Orðrómar voru á kreiki að hann myndi róa á önnur mið í dag en Lowry var orðaður við Philadelphia 76ers.
The Raptors are keeping Kyle Lowry, source tells ESPN.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021
Rondo er svo á leiðinni til Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Will fer í hina áttina. Rondo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð og á nú að hjálpa Clippers að sækja þann stóra.
Lou Williams kvartar eflaust lítið en hans uppáhalds veitingastaður er í Atlanta. Meira um það í fréttinni hér að neðan.

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.