Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2021 15:23 Dráttarbátar reyndu að koma Ever Given aftur á flot á háflóði í morgun. AP/Stjórn Súesskurðarins Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. Gámaflutningaskipið Ever Given festi sig þvert í Súesskurðinum í hvassviðri og sandfoki á þriðjudag. Langar raðir 156 flutningaskipa sem flytja allt frá olíu til korns hefur myndast við hvorn enda skurðarins en enginn kemst fram hjá gámaflutningaskipinu sem er um 400 metra langt og 200.000 tonn. Forstjóri Boskalis, hollenska björgunarfyrirtækisins sem vinnur að því að losa Ever Given, útilokar ekki að verkið gæti dregist í einhverjar vikur að losa skipið og koma því á flot. Mögulega þurfi að fjarlægja gáma til þess að létta það. „Þetta er eins og risavaxinn hvalreki. Þetta eru gríðarleg þyngsli á sandinn. Við gætum þurft að vinna með sambland af því að létta það með því að fjarlægja gáma, olíu og vatn af skipinu, dráttarbáta og dýpkun,“ sagði Peter Berdowski, forstjóri Boskalis við hollenska sjónvarpsstöð. Átta dráttarbátar reyna nú að losa flutningaskipið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dýpkunarskip vinna að því að hreinsa burt sand og leðju frá bógi skipsins sem situr fast í kanti skurðarins. Ever Given er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine. Shoei Kisen Kaisha, eigandi útgerðarinnar, segir að afar erfitt reynist að koma skipinu aftur á flot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við biðjumst einlæglega afsökunar á því að valda skipum í Súesskurði og þeirra sem ætla sér að fara um hann miklum áhyggjum,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Um hann fara um tólf prósent af öllum vöruflutningum í heiminum daglega. Þurfi flutningaskip að sigla fyrir Góðravonahöfða, syðsta odda Afríku, lengist leiðin til Evrópu um allt að tvær vikur. Evergreen Marine gæti átt yfir höfði sér milljarða kröfur vegna tafa og kostnaðarauka fyrir aðrar skipaútgerðir. Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc. Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Gámaflutningaskipið Ever Given festi sig þvert í Súesskurðinum í hvassviðri og sandfoki á þriðjudag. Langar raðir 156 flutningaskipa sem flytja allt frá olíu til korns hefur myndast við hvorn enda skurðarins en enginn kemst fram hjá gámaflutningaskipinu sem er um 400 metra langt og 200.000 tonn. Forstjóri Boskalis, hollenska björgunarfyrirtækisins sem vinnur að því að losa Ever Given, útilokar ekki að verkið gæti dregist í einhverjar vikur að losa skipið og koma því á flot. Mögulega þurfi að fjarlægja gáma til þess að létta það. „Þetta er eins og risavaxinn hvalreki. Þetta eru gríðarleg þyngsli á sandinn. Við gætum þurft að vinna með sambland af því að létta það með því að fjarlægja gáma, olíu og vatn af skipinu, dráttarbáta og dýpkun,“ sagði Peter Berdowski, forstjóri Boskalis við hollenska sjónvarpsstöð. Átta dráttarbátar reyna nú að losa flutningaskipið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dýpkunarskip vinna að því að hreinsa burt sand og leðju frá bógi skipsins sem situr fast í kanti skurðarins. Ever Given er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine. Shoei Kisen Kaisha, eigandi útgerðarinnar, segir að afar erfitt reynist að koma skipinu aftur á flot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við biðjumst einlæglega afsökunar á því að valda skipum í Súesskurði og þeirra sem ætla sér að fara um hann miklum áhyggjum,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Um hann fara um tólf prósent af öllum vöruflutningum í heiminum daglega. Þurfi flutningaskip að sigla fyrir Góðravonahöfða, syðsta odda Afríku, lengist leiðin til Evrópu um allt að tvær vikur. Evergreen Marine gæti átt yfir höfði sér milljarða kröfur vegna tafa og kostnaðarauka fyrir aðrar skipaútgerðir. Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc.
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00