Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:00 Marta, Bryndís og Hildur eru í sóttkví vegna hópsmitsins í Laugarnesinu. vísir/egill Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. „Við vorum bara að tala saman stelpurnar á snapchat og það voru bara allir úr öllum bekkjum að segja: „Þessi smitaðist í bekknum mínum og þessi smitaðist í bekknum mínum.“ Marta segist þekkja til þeirra sem hafa greinst smitaðir. Hún hefur frétt frá vinahópnum að þau virðist ekki vera mjög veik. Bryndís Ýr Pétursdóttir, segist hafa heyrt í gegnum foreldrahópa á netinu, að líðan þeirra sé góð. „Mér heyrist á foreldrum að einkennin séu ekki mjög mikil, alla vega ekki hjá þeim sem við höfum heyrt af,“ segir hún. Börn á öllum skólastigum í Laugarneshverfi voru heima í dag, annað hvort í sóttkví fram að næstu helgi eða í úrvinnslusóttkví og bíða fyrirmæla um framhaldið. Marta er því í sóttkví ásamt tveimur systrum sínum, yngri systur í leikskóla og eldri systur sem er í Laugalækjarskóla, þar sem 7.-10. bekkur eru til húsa. Í kvöld átti að vera árshátíð í Laugalækjarskóla en henni var vitanlega frestað. „Stemningin er auðvitað frekar súr. Ég veit um fermingar sem áttu að vera um helgina sem er búið að fresta. Þannig að þetta er auðvitað voða leiðinlegt en ekkert hægt að gera í þessu. Við erum bara öll í þessu,“ segir Bryndís Ýr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54 Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. 24. mars 2021 14:42 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
„Við vorum bara að tala saman stelpurnar á snapchat og það voru bara allir úr öllum bekkjum að segja: „Þessi smitaðist í bekknum mínum og þessi smitaðist í bekknum mínum.“ Marta segist þekkja til þeirra sem hafa greinst smitaðir. Hún hefur frétt frá vinahópnum að þau virðist ekki vera mjög veik. Bryndís Ýr Pétursdóttir, segist hafa heyrt í gegnum foreldrahópa á netinu, að líðan þeirra sé góð. „Mér heyrist á foreldrum að einkennin séu ekki mjög mikil, alla vega ekki hjá þeim sem við höfum heyrt af,“ segir hún. Börn á öllum skólastigum í Laugarneshverfi voru heima í dag, annað hvort í sóttkví fram að næstu helgi eða í úrvinnslusóttkví og bíða fyrirmæla um framhaldið. Marta er því í sóttkví ásamt tveimur systrum sínum, yngri systur í leikskóla og eldri systur sem er í Laugalækjarskóla, þar sem 7.-10. bekkur eru til húsa. Í kvöld átti að vera árshátíð í Laugalækjarskóla en henni var vitanlega frestað. „Stemningin er auðvitað frekar súr. Ég veit um fermingar sem áttu að vera um helgina sem er búið að fresta. Þannig að þetta er auðvitað voða leiðinlegt en ekkert hægt að gera í þessu. Við erum bara öll í þessu,“ segir Bryndís Ýr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54 Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. 24. mars 2021 14:42 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51
Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. 24. mars 2021 14:42