„Finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2021 11:31 Alfreð Gíslason hefur þjálfað í Þýskalandi síðan 1997. getty/Soeren Stache Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, viðurkennir að sér hafi brugðið að fá hótunarbréf í pósti. Hann efast um að hann muni nokkurn tímann hitta bréfritara, augliti til auglitis. Í síðustu viku birti Alfreð mynd af hótunarbréfinu sem hann fékk sent heim til sín. Þar var honum tjáð að ef hann myndi ekki hætta sem landsliðsþjálfari myndi það hafa afleiðingar fyrir hann. „Við erum öll þýsk og viljum hafa þýskan landsliðsþjálfara. Heimskulegt látbragð þitt á hliðarlínunni fer í taugarnar á manni. Ef þú segir ekki upp störfum þá munum við heimsækja þig og við skulum sjá hvað verður um húsið þitt þá. Við bíðum,“ stóð í bréfinu. Málið vakti mikla athygli og Alfreð fékk stuðning víða að, meðal annars frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og þjálfurum þýsku fótboltalandsliðanna, þeim Joachim Löw og Martinu Voss-Tecklenburg. „Ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir þessu en það var samt mjög óþægileg tilfinning að fá þetta bréf,“ sagði Alfreð í samtali við Akureyri.net. „Við búum í litlu þorpi og allir fylgjast vel með öllum, þannig lagað, en þetta er samt óþægilegt. Mér finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu. Svona er þetta eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar; alls konar lið skrifar hitt og þetta undir dulnefni og þarf aldrei að standa fyrir málinu sínu. En það væri óskandi að sá sem sendi mér bréfið fyndist.“ Alfreð býr í litlu og friðsælu þorpi í nágrenni Magdeburgar. Þar sást varla lögreglubíll en nú er öldin önnur. „Nú keyra þeir hægt og rólega framhjá okkur nokkrum sinnum á dag! Það er einn af kostunum við Þýskaland að þeir taka svona mál mjög alvarlega,“ sagði Alfreð. „Nú er bara að henda upp fleiri myndavélum við húsið og ljóskösturum með hreyfiskynjurum. Það er í sjálfu sér það eina sem ég get gert – og verð að gera.“ Fyrr í þessum mánuði kom Alfreð þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland endaði í 12. sæti á HM í Egyptalandi, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Alfreðs. Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Í síðustu viku birti Alfreð mynd af hótunarbréfinu sem hann fékk sent heim til sín. Þar var honum tjáð að ef hann myndi ekki hætta sem landsliðsþjálfari myndi það hafa afleiðingar fyrir hann. „Við erum öll þýsk og viljum hafa þýskan landsliðsþjálfara. Heimskulegt látbragð þitt á hliðarlínunni fer í taugarnar á manni. Ef þú segir ekki upp störfum þá munum við heimsækja þig og við skulum sjá hvað verður um húsið þitt þá. Við bíðum,“ stóð í bréfinu. Málið vakti mikla athygli og Alfreð fékk stuðning víða að, meðal annars frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og þjálfurum þýsku fótboltalandsliðanna, þeim Joachim Löw og Martinu Voss-Tecklenburg. „Ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir þessu en það var samt mjög óþægileg tilfinning að fá þetta bréf,“ sagði Alfreð í samtali við Akureyri.net. „Við búum í litlu þorpi og allir fylgjast vel með öllum, þannig lagað, en þetta er samt óþægilegt. Mér finnst verst að ég fæ líklega aldrei að sjá þann sem skrifaði þetta undir fjögur augu. Svona er þetta eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar; alls konar lið skrifar hitt og þetta undir dulnefni og þarf aldrei að standa fyrir málinu sínu. En það væri óskandi að sá sem sendi mér bréfið fyndist.“ Alfreð býr í litlu og friðsælu þorpi í nágrenni Magdeburgar. Þar sást varla lögreglubíll en nú er öldin önnur. „Nú keyra þeir hægt og rólega framhjá okkur nokkrum sinnum á dag! Það er einn af kostunum við Þýskaland að þeir taka svona mál mjög alvarlega,“ sagði Alfreð. „Nú er bara að henda upp fleiri myndavélum við húsið og ljóskösturum með hreyfiskynjurum. Það er í sjálfu sér það eina sem ég get gert – og verð að gera.“ Fyrr í þessum mánuði kom Alfreð þýska landsliðinu á Ólympíuleikana í Tókýó. Þýskaland endaði í 12. sæti á HM í Egyptalandi, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Alfreðs.
Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira