„Það er bara „knockout“ ef við töpum næsta leik“ Atli Arason skrifar 21. mars 2021 22:52 Maciek Stanislav Baginski, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Bára Þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Val í kvöld gat Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur, einbeitt sér á það jákvæða við leikinn en Njarðvík leiddi leikinn nánast allan tímann. „Við erum jákvæðir. Við spilum í 32-35 mínútur mjög vel, það er stór bæting frá síðasta leik. Við ætlum bara að líta á þetta þannig að við ætlum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við náum okkar formi í 40 mínútur í næsta leik þá vinnum við hann,“ sagði Maciek í viðtali eftir leik. Maciek hefur ekki spilað mikið á þessu tímabili en hann meiddist illa í kringum áramótin. Maciek átti flottan leik framan af í kvöld en hann setti niður flest þriggja stiga skot í liði Njarðvíkur en lenti snemma í villuvandræðum og varð því að eyða stórum hluta leiksins á varamannabekknum. „Mér fannst þetta vera mjög skrítin leikur. Allt önnur lína í fyrsta leikhluta miðað við það sem kom eftir hann. Bæði lið máttu spila í fyrsta leikhluta en svo fannst mér bara annað liðið mega berja á hinu restina af leiknum. Ég veit ekki hvort það var okkur að kenna eða hvað það var sem breyttist. Svekkjandi villur, mér fannst fjórða villan ekki vera villa. En það á bara að halda áfram, við erum með fimm menn alltaf inn á í einu sem eiga að geta skilað þessu í höfn. Það er bara næsti leikur núna.“ Njarðvíkingar voru yfir eftir alla þrjá leikhlutana en í þeim fjórða gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Maciek var spurður að því hvers vegna fjórði leikhluti gekk svona illa. „Mér fannst við vera staðir. Við hættum að dreifa boltanum frá kanti til kants og vorum farnir að þvinga þetta aðeins of mikið. Svo enduðum við á því að taka erfið skot í lokin. Við getum bætt það,“ svaraði Maciek. Njarðvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir Tindastól sem er í níunda sæti eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Maciek er einbeittur að því að horfa fram á veginn. „Við ætlum að hætta að hugsa um það sem er búið og fara að fókusa á það sem er fram undan. Það er 'march madness' fílingur í þessu, það er bara 'knockout' ef við töpum næsta leik þannig við ætlum að vinna,“ sagði Maciek að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
„Við erum jákvæðir. Við spilum í 32-35 mínútur mjög vel, það er stór bæting frá síðasta leik. Við ætlum bara að líta á þetta þannig að við ætlum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við náum okkar formi í 40 mínútur í næsta leik þá vinnum við hann,“ sagði Maciek í viðtali eftir leik. Maciek hefur ekki spilað mikið á þessu tímabili en hann meiddist illa í kringum áramótin. Maciek átti flottan leik framan af í kvöld en hann setti niður flest þriggja stiga skot í liði Njarðvíkur en lenti snemma í villuvandræðum og varð því að eyða stórum hluta leiksins á varamannabekknum. „Mér fannst þetta vera mjög skrítin leikur. Allt önnur lína í fyrsta leikhluta miðað við það sem kom eftir hann. Bæði lið máttu spila í fyrsta leikhluta en svo fannst mér bara annað liðið mega berja á hinu restina af leiknum. Ég veit ekki hvort það var okkur að kenna eða hvað það var sem breyttist. Svekkjandi villur, mér fannst fjórða villan ekki vera villa. En það á bara að halda áfram, við erum með fimm menn alltaf inn á í einu sem eiga að geta skilað þessu í höfn. Það er bara næsti leikur núna.“ Njarðvíkingar voru yfir eftir alla þrjá leikhlutana en í þeim fjórða gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Maciek var spurður að því hvers vegna fjórði leikhluti gekk svona illa. „Mér fannst við vera staðir. Við hættum að dreifa boltanum frá kanti til kants og vorum farnir að þvinga þetta aðeins of mikið. Svo enduðum við á því að taka erfið skot í lokin. Við getum bætt það,“ svaraði Maciek. Njarðvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir Tindastól sem er í níunda sæti eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Maciek er einbeittur að því að horfa fram á veginn. „Við ætlum að hætta að hugsa um það sem er búið og fara að fókusa á það sem er fram undan. Það er 'march madness' fílingur í þessu, það er bara 'knockout' ef við töpum næsta leik þannig við ætlum að vinna,“ sagði Maciek að lokum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira