„Það er bara „knockout“ ef við töpum næsta leik“ Atli Arason skrifar 21. mars 2021 22:52 Maciek Stanislav Baginski, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Bára Þrátt fyrir afar svekkjandi tap gegn Val í kvöld gat Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur, einbeitt sér á það jákvæða við leikinn en Njarðvík leiddi leikinn nánast allan tímann. „Við erum jákvæðir. Við spilum í 32-35 mínútur mjög vel, það er stór bæting frá síðasta leik. Við ætlum bara að líta á þetta þannig að við ætlum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við náum okkar formi í 40 mínútur í næsta leik þá vinnum við hann,“ sagði Maciek í viðtali eftir leik. Maciek hefur ekki spilað mikið á þessu tímabili en hann meiddist illa í kringum áramótin. Maciek átti flottan leik framan af í kvöld en hann setti niður flest þriggja stiga skot í liði Njarðvíkur en lenti snemma í villuvandræðum og varð því að eyða stórum hluta leiksins á varamannabekknum. „Mér fannst þetta vera mjög skrítin leikur. Allt önnur lína í fyrsta leikhluta miðað við það sem kom eftir hann. Bæði lið máttu spila í fyrsta leikhluta en svo fannst mér bara annað liðið mega berja á hinu restina af leiknum. Ég veit ekki hvort það var okkur að kenna eða hvað það var sem breyttist. Svekkjandi villur, mér fannst fjórða villan ekki vera villa. En það á bara að halda áfram, við erum með fimm menn alltaf inn á í einu sem eiga að geta skilað þessu í höfn. Það er bara næsti leikur núna.“ Njarðvíkingar voru yfir eftir alla þrjá leikhlutana en í þeim fjórða gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Maciek var spurður að því hvers vegna fjórði leikhluti gekk svona illa. „Mér fannst við vera staðir. Við hættum að dreifa boltanum frá kanti til kants og vorum farnir að þvinga þetta aðeins of mikið. Svo enduðum við á því að taka erfið skot í lokin. Við getum bætt það,“ svaraði Maciek. Njarðvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir Tindastól sem er í níunda sæti eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Maciek er einbeittur að því að horfa fram á veginn. „Við ætlum að hætta að hugsa um það sem er búið og fara að fókusa á það sem er fram undan. Það er 'march madness' fílingur í þessu, það er bara 'knockout' ef við töpum næsta leik þannig við ætlum að vinna,“ sagði Maciek að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
„Við erum jákvæðir. Við spilum í 32-35 mínútur mjög vel, það er stór bæting frá síðasta leik. Við ætlum bara að líta á þetta þannig að við ætlum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við náum okkar formi í 40 mínútur í næsta leik þá vinnum við hann,“ sagði Maciek í viðtali eftir leik. Maciek hefur ekki spilað mikið á þessu tímabili en hann meiddist illa í kringum áramótin. Maciek átti flottan leik framan af í kvöld en hann setti niður flest þriggja stiga skot í liði Njarðvíkur en lenti snemma í villuvandræðum og varð því að eyða stórum hluta leiksins á varamannabekknum. „Mér fannst þetta vera mjög skrítin leikur. Allt önnur lína í fyrsta leikhluta miðað við það sem kom eftir hann. Bæði lið máttu spila í fyrsta leikhluta en svo fannst mér bara annað liðið mega berja á hinu restina af leiknum. Ég veit ekki hvort það var okkur að kenna eða hvað það var sem breyttist. Svekkjandi villur, mér fannst fjórða villan ekki vera villa. En það á bara að halda áfram, við erum með fimm menn alltaf inn á í einu sem eiga að geta skilað þessu í höfn. Það er bara næsti leikur núna.“ Njarðvíkingar voru yfir eftir alla þrjá leikhlutana en í þeim fjórða gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Maciek var spurður að því hvers vegna fjórði leikhluti gekk svona illa. „Mér fannst við vera staðir. Við hættum að dreifa boltanum frá kanti til kants og vorum farnir að þvinga þetta aðeins of mikið. Svo enduðum við á því að taka erfið skot í lokin. Við getum bætt það,“ svaraði Maciek. Njarðvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir Tindastól sem er í níunda sæti eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Maciek er einbeittur að því að horfa fram á veginn. „Við ætlum að hætta að hugsa um það sem er búið og fara að fókusa á það sem er fram undan. Það er 'march madness' fílingur í þessu, það er bara 'knockout' ef við töpum næsta leik þannig við ætlum að vinna,“ sagði Maciek að lokum.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira