Biðin eftir bónorðinu endaði við gosstöðvarnar Sylvía Hall skrifar 21. mars 2021 22:30 Ólöf þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar Sigurbjörn fór á skeljarnar við gosstöðvarnar. Eva Björk Ægisdóttir Ólöf Helga Jónsdóttir var á leið með dóttur sinni í leikhús í morgun þegar unnusti hennar, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, tilkynnti henni að það yrði breyting á því plani þar sem hann ætlaði með hana í óvissuferð. Óvissuferðin stóð undir nafni og endaði hún með bónorði við gosstöðvarnar í Geldingadal. „Síminn minn er eiginlega búinn að fara á hliðina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi nú í kvöld. Hún segir þó trúlofunina sem slíka ekki óvænta enda hafi hún í raun verið tímabær. „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“ segir hún og hlær. Um tíma var útlit fyrir að planið færi í vaskinn þar sem veðurskilyrði voru slæm. Þau ákváðu að stytta sér stundir í millitíðinni, en fljótlega var gefið grænt ljós á þyrluflugið. Ólöf, sem hafði ekki hugmynd um hvað var í vændum, var þó ekki himinlifandi í fyrstu með flugið. „Við keyrðum eitthvert út í bláinn og stigum um borð í þyrluna, mér til mikillar ánægju því ég er svolítið flughrædd og var ekkert sérlega ánægð með hann í byrjun. Ég var ekki jafn spennt og hann.“ „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“Eva Björk Ægisdóttir Einstök upplifun Sigurbjörn hafði verið í sambandi við Heli Austria varðandi flugið og var ljósmyndarinn Eva Björk Ægisdóttir með í för. Ólöf segist ekki hafa haft hugmynd um að þyrluferðin myndi enda með bónorði, þó ferðin hafi verið óvænt. „Mig grunaði eiginlega ekki neitt fyrr en allir sem voru með okkur í þyrlunni og ljósmyndarinn voru voða mikið að taka okkur upp á meðan við vorum að horfa á eldgosið. Mér fannst það mjög óeðlilegt og spurði Sigurbjörn hvort hinir ættu ekki líka að fá að njóta þess að horfa á eldgosið.“ Ljósmyndarinn Eva Björk var með í för og náði mögnuðum myndum af gosinu í leiðinni.Eva Björk Ægisdóttir Hún segir Sigurbjörn ekki vera óvæntan að eðlisfari, en honum hafi tekist vel til með bónorðið. Ólíkt öðrum í fjölskyldunni, sem hafi trúlofað sig fljótlega í sambandinu hafi hann tekið lengri tíma í það. „Hann beið bara eftir gosi,“ segir Ólöf og hlær. Dagurinn hafi verið ævintýralegur í alla staði og segist hún ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún svaraði bónorðinu játandi. „Þetta var mjög yndislegt og einstök upplifun.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
„Síminn minn er eiginlega búinn að fara á hliðina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi nú í kvöld. Hún segir þó trúlofunina sem slíka ekki óvænta enda hafi hún í raun verið tímabær. „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“ segir hún og hlær. Um tíma var útlit fyrir að planið færi í vaskinn þar sem veðurskilyrði voru slæm. Þau ákváðu að stytta sér stundir í millitíðinni, en fljótlega var gefið grænt ljós á þyrluflugið. Ólöf, sem hafði ekki hugmynd um hvað var í vændum, var þó ekki himinlifandi í fyrstu með flugið. „Við keyrðum eitthvert út í bláinn og stigum um borð í þyrluna, mér til mikillar ánægju því ég er svolítið flughrædd og var ekkert sérlega ánægð með hann í byrjun. Ég var ekki jafn spennt og hann.“ „Við erum búin að vera saman í sex ár og ég er búin að hinta að þessu nokkrum sinnum,“Eva Björk Ægisdóttir Einstök upplifun Sigurbjörn hafði verið í sambandi við Heli Austria varðandi flugið og var ljósmyndarinn Eva Björk Ægisdóttir með í för. Ólöf segist ekki hafa haft hugmynd um að þyrluferðin myndi enda með bónorði, þó ferðin hafi verið óvænt. „Mig grunaði eiginlega ekki neitt fyrr en allir sem voru með okkur í þyrlunni og ljósmyndarinn voru voða mikið að taka okkur upp á meðan við vorum að horfa á eldgosið. Mér fannst það mjög óeðlilegt og spurði Sigurbjörn hvort hinir ættu ekki líka að fá að njóta þess að horfa á eldgosið.“ Ljósmyndarinn Eva Björk var með í för og náði mögnuðum myndum af gosinu í leiðinni.Eva Björk Ægisdóttir Hún segir Sigurbjörn ekki vera óvæntan að eðlisfari, en honum hafi tekist vel til með bónorðið. Ólíkt öðrum í fjölskyldunni, sem hafi trúlofað sig fljótlega í sambandinu hafi hann tekið lengri tíma í það. „Hann beið bara eftir gosi,“ segir Ólöf og hlær. Dagurinn hafi verið ævintýralegur í alla staði og segist hún ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún svaraði bónorðinu játandi. „Þetta var mjög yndislegt og einstök upplifun.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira