Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 21. mars 2021 10:42 Eldgos í Geldingadal við Fagradallsfjall hófst á föstudagskvöldið. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings. „Nóttin var bara svipuð og gærdagurinn. Á vefmyndavél þá sást gosið mestalla nóttina og óróastöðin sem er næst gosstöðvunum sýnir það sama,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir erfitt að meta það hvort bætt hafi í hraunflæðið úr gígnum í nótt. „Það sem við sjáum á óróastöðinni er að virknin fór aðeins upp og niður þannig það getur alveg verið að virknin hafi aukist tímabundið en það er erfitt að gefa nákvæmar tölur eins og staðan er núna,“ segir Hulda. Gasmengun getur verið lífshættuleg Hvað hafa gasmælingar verið að sýna? „Þær hafa verið að sýna mikinn styrk brennisteinsdíoxíðs þarna á svæðinu, en hins vegar þá höfum við sloppið nokkuð vel hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var smá toppur í Hafnarfirði seinni partinn í gær en hann fór alls ekki nálægt hættumörkum,“ svarar Hulda. Vel sé fylgst með loftgæðum en í miklu magni þá getur brennisteinsdíoxíð verið lífshættulegt. „Það er klárlega þannig, það mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar rétt eftir að gosið hófst en það sem er að koma á höfuðborgarsvæðið það veldur í mesta lagi óþægindum fyrir þá sem eru viðkvæmir,“ segir Hulda. „Það eru suðlægar áttir í dag þannig að þetta kemur örugglega eitthvað aðeins á höfuðborgarsvæðið.“ „Bara“ um hundrað skjálftar frá miðnætti Hulda segir að erfitt geti verið að spá fyrir um það hvernig hraunflæði úr gosinu komi til með að þróast. „Eins og staðan er núna þá er virknin bara svipuð og í gær,“ segir Hulda. Eru einhverjar breytingar hvað varðar skjálftavirkni? „Nei í rauninni ekki, það hafa mælst rúmlega hundrað skjálftar frá miðnætti sem er bara með minnsta móti miðað við síðustu vikur. Við fengum einn skjálfta samt nálægt Grindavík í nótt sem var 3,2 að stærð en annars hefur virknin bara verið frekar lítil,“ segir Hulda. Enn hafa ekki verið gerðar mælingar eftir nóttina á umfangi hraunflæðisins en miðað við tölur frá því seinni partinn í gær var meðalþykktin á hrauninu um 5,7 metrar og rúmmálið 0,4 milljón rúmmetrar. Áfram virðist sem hraunið streymi að mestu til vesturs. „Á vefmyndavélinni áðan sýndist mér áðan vera tveir til þrír gígar virkir. Það er einn sem er stærstur og virknin er kannski mest í honum,“ segir Hulda. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
„Nóttin var bara svipuð og gærdagurinn. Á vefmyndavél þá sást gosið mestalla nóttina og óróastöðin sem er næst gosstöðvunum sýnir það sama,“ segir Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir erfitt að meta það hvort bætt hafi í hraunflæðið úr gígnum í nótt. „Það sem við sjáum á óróastöðinni er að virknin fór aðeins upp og niður þannig það getur alveg verið að virknin hafi aukist tímabundið en það er erfitt að gefa nákvæmar tölur eins og staðan er núna,“ segir Hulda. Gasmengun getur verið lífshættuleg Hvað hafa gasmælingar verið að sýna? „Þær hafa verið að sýna mikinn styrk brennisteinsdíoxíðs þarna á svæðinu, en hins vegar þá höfum við sloppið nokkuð vel hérna á höfuðborgarsvæðinu. Það var smá toppur í Hafnarfirði seinni partinn í gær en hann fór alls ekki nálægt hættumörkum,“ svarar Hulda. Vel sé fylgst með loftgæðum en í miklu magni þá getur brennisteinsdíoxíð verið lífshættulegt. „Það er klárlega þannig, það mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar rétt eftir að gosið hófst en það sem er að koma á höfuðborgarsvæðið það veldur í mesta lagi óþægindum fyrir þá sem eru viðkvæmir,“ segir Hulda. „Það eru suðlægar áttir í dag þannig að þetta kemur örugglega eitthvað aðeins á höfuðborgarsvæðið.“ „Bara“ um hundrað skjálftar frá miðnætti Hulda segir að erfitt geti verið að spá fyrir um það hvernig hraunflæði úr gosinu komi til með að þróast. „Eins og staðan er núna þá er virknin bara svipuð og í gær,“ segir Hulda. Eru einhverjar breytingar hvað varðar skjálftavirkni? „Nei í rauninni ekki, það hafa mælst rúmlega hundrað skjálftar frá miðnætti sem er bara með minnsta móti miðað við síðustu vikur. Við fengum einn skjálfta samt nálægt Grindavík í nótt sem var 3,2 að stærð en annars hefur virknin bara verið frekar lítil,“ segir Hulda. Enn hafa ekki verið gerðar mælingar eftir nóttina á umfangi hraunflæðisins en miðað við tölur frá því seinni partinn í gær var meðalþykktin á hrauninu um 5,7 metrar og rúmmálið 0,4 milljón rúmmetrar. Áfram virðist sem hraunið streymi að mestu til vesturs. „Á vefmyndavélinni áðan sýndist mér áðan vera tveir til þrír gígar virkir. Það er einn sem er stærstur og virknin er kannski mest í honum,“ segir Hulda.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira