Liðin áttust við á Kópavogsvelli í dag.
Jason Daði Svanþórsson kom Blikum í forystu með góðu skoti á 39.mínútu og nokkrum sekúndum síðar lagði Jason Daði upp annað mark Blika þegar hann senti boltann á Viktor Karl Einarsson sem skoraði með góðu skoti.
KA menn náðu inn marki í upphafi síðari hálfleiks þegar Spánverjinn Rodrigo Gomes Mateo skoraði eftir hornspyrnu.
Fleiri urðu mörkin ekki og 2-1 sigur Breiðabliks staðreynd. Þeir mæta Keflvíkingum í undanúrslitum.