Kristján var í nóvember 2019 dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á öryggisvörðinn í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í september 2017. Þá var honum í héraði gert að greiða öryggisverðinum 500 þúsund krónur í miskabætur.
Öryggisvörðurinn sagðist hafa séð svart við hálstak sem hann fékk og velt fyrir sér hvort hann væri að deyja. Kristján Örn greindi sjálfur frá árásinni á Facebook-síðu sinni þann 6. september 2017.
Upptöku sem faðir hans tók á síma Kristjáns Arnar má sjá að neðan en líkamsárásin varð í kjölfar þess að öryggisvörðurinn tók símann af föður Kristjáns Arnar.
Dóm Landsréttar má sjá hér
.