Hvernig bætum við þjónustu við eldra fólk? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 18. mars 2021 15:31 Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu). Felum þeim ábyrgð á stýringu, og felum þeim fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og tryggjum fjármögnun. Leyfum þeim að meta hvaða þjónusta er heppileg fyrir hvern og einn, og með hvaða hætti er best að tryggja vilja hins aldraða og mæta þörfum hans. Svo koma útskýringar. Hvers vegna sveitarfélögin? Því þau eru best til þess fallin að stýra og meta þörf fyrir nærþjónustu, og mun líklegri til að stýra fjármagninu þangað sem það nýtist best ef kostnaðurinn við dýrustu þjónustuna (hjúkrunarheimili) er líka á þeirra ábyrgð. Ef sveitarfélag hefur val um að bæta heimaþjónustu, sem tryggir fólki öryggi heima, eða að byggja og reka hjúkrunarrými sem kosta 15-20 milljónir á ári hverju, auk stofnkostnaðar, er líklegt að valið um að bæta þjónustu heima yrði auðveldara. Ef afleiðingarnar af því að bæta ekki heimaþjónustu verða þær að kostnaður flyst yfir á ríkið er ekki skrítið að sveitarfélögin velji önnur verkefni fram yfir bætta öldrunarþjónustu. Hvernig nákvæmlega? Við klárum nákvæma kostnaðargreiningu á rekstri hjúkrunarrýma, og fjármögnum þau í samræmi við það. Inni í þeirri greiningu yrði að vera horft til þess að smærri einingar kosta óhjákvæmilega meira fyrir hvert pláss, og að fjarlægðir frá þjónustustað hafa áhrif á hvenær þörf fyrir þjónustu verður meiri en hægt er að veita heima. Við skýrum það í lögum að þjónusta við eldra fólk, þar með talin þjónusta á hjúkrunarheimili, sé á hendi sveitarfélaga, með annarri þeirri þjónustu sem eldra fólk þarf. Við felum sveitarfélögunum að stýra heimahjúkrun og heimaþjónustu saman til að tryggja besta nýtingu starfsfólks og fjármuna. Þetta er þegar gert í Reykjavík með sérstökum samningi og að hluta annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og gengur vel. En vilja sveitarfélögin þetta verkefni? Mörg þeirra vilja verkefnið, en þau eru líka mörg hrædd við að þau fengju ekki næga fjármuni til verksins. Slíkt þarf að tryggja. Einnig þarf að horfast í augu við það að mjög lítil sveitarfélög geta átt í erfiðleikum með að sinna þjónustu, og frekari verkefni gætu kallað á að þau þyrftu að vinna meira saman eða sameinast. Snýst um þjónustu og þarfir Á endanum snýst þetta um hvernig við viljum að búið sé um þjónustu við eldra fólk. Viljum við áfram hjakka í sama farinu þar sem ríki og sveitarfélög kasta boltanum á milli sín og ekkert gerist, eða viljum við leita leiða til að þjónustan batni og fjármagn nýtist betur. Ég held að valið sé auðvelt. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Alþingi Vinstri græn Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu). Felum þeim ábyrgð á stýringu, og felum þeim fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og tryggjum fjármögnun. Leyfum þeim að meta hvaða þjónusta er heppileg fyrir hvern og einn, og með hvaða hætti er best að tryggja vilja hins aldraða og mæta þörfum hans. Svo koma útskýringar. Hvers vegna sveitarfélögin? Því þau eru best til þess fallin að stýra og meta þörf fyrir nærþjónustu, og mun líklegri til að stýra fjármagninu þangað sem það nýtist best ef kostnaðurinn við dýrustu þjónustuna (hjúkrunarheimili) er líka á þeirra ábyrgð. Ef sveitarfélag hefur val um að bæta heimaþjónustu, sem tryggir fólki öryggi heima, eða að byggja og reka hjúkrunarrými sem kosta 15-20 milljónir á ári hverju, auk stofnkostnaðar, er líklegt að valið um að bæta þjónustu heima yrði auðveldara. Ef afleiðingarnar af því að bæta ekki heimaþjónustu verða þær að kostnaður flyst yfir á ríkið er ekki skrítið að sveitarfélögin velji önnur verkefni fram yfir bætta öldrunarþjónustu. Hvernig nákvæmlega? Við klárum nákvæma kostnaðargreiningu á rekstri hjúkrunarrýma, og fjármögnum þau í samræmi við það. Inni í þeirri greiningu yrði að vera horft til þess að smærri einingar kosta óhjákvæmilega meira fyrir hvert pláss, og að fjarlægðir frá þjónustustað hafa áhrif á hvenær þörf fyrir þjónustu verður meiri en hægt er að veita heima. Við skýrum það í lögum að þjónusta við eldra fólk, þar með talin þjónusta á hjúkrunarheimili, sé á hendi sveitarfélaga, með annarri þeirri þjónustu sem eldra fólk þarf. Við felum sveitarfélögunum að stýra heimahjúkrun og heimaþjónustu saman til að tryggja besta nýtingu starfsfólks og fjármuna. Þetta er þegar gert í Reykjavík með sérstökum samningi og að hluta annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og gengur vel. En vilja sveitarfélögin þetta verkefni? Mörg þeirra vilja verkefnið, en þau eru líka mörg hrædd við að þau fengju ekki næga fjármuni til verksins. Slíkt þarf að tryggja. Einnig þarf að horfast í augu við það að mjög lítil sveitarfélög geta átt í erfiðleikum með að sinna þjónustu, og frekari verkefni gætu kallað á að þau þyrftu að vinna meira saman eða sameinast. Snýst um þjónustu og þarfir Á endanum snýst þetta um hvernig við viljum að búið sé um þjónustu við eldra fólk. Viljum við áfram hjakka í sama farinu þar sem ríki og sveitarfélög kasta boltanum á milli sín og ekkert gerist, eða viljum við leita leiða til að þjónustan batni og fjármagn nýtist betur. Ég held að valið sé auðvelt. Höfundur er þingmaður VG.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun