Átt þú von á barni? Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Býrðu á landsbyggðinni? Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 18. mars 2021 15:00 Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á undanförnum árum höfum við á miklum hraða færst nær menntun og störfum án staðsetningar. Þannig hefur til að mynda yfirstandandi heimsfaraldur fært okkur hratt fram í þeirri þróun og gert það að verkum að val fólks til búsetu þarf ekki að einskorðast við störf og menntun á staðnum að jafn miklu leyti og áður. En það byggir þá meðal annars á því að traust fjarskipti séu aðgengileg á staðnum. Það er sem betur fer víðast hvar en ekki á öllum stöðum og því þarft að róa að því öllum árum að tryggja að svo sé. Þarfir og áherslur sveitafélaga á Íslandi eru eins ólíkar og þau eru mörg og sveitafélögin eru best í stakk búin til að stýra þeim og anna sjálf. Það eru þó fjölmargar sameiginlegar áherslur sem flestum er miðstýrt. Mig langar þar helst að nefna jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þar á landsbyggðin verulega undir högg að sækja. Mikið hefur verið skorið niður og þrengt að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni á undanförnum tveimur áratugum og erfitt að sjá að það hafi verið til hagsbóta fyrir neinn, ekki einu sinni ríkiskassann. Þegar heildarmyndin er skoðuð þá hlýtur það að vera bæði farsælla og hagsælla að bjóða upp á víðtækari heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en nú er gert. Má í því skyni nefna barneignarþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu. Átt þú von á barni? Það hafa því miður ekki allar konur á Íslandi jafn gott aðgengi að meðgönguvernd og þjónustu ljósmóður á meðgöngu. Aðgengið fer algjörlega eftir búsetu. Þar af leiðandi búa ekki allar konur við sama öryggi á barneignatímanum – sem er óásættanlegt. Þegar kemur svo að fæðingu þurfa mjög margar konur búsettar á landsbyggðinni að vera fjarri heimili sínu og jafnvel fjölskyldu svo vikum skiptir þar sem þær bíða eftir komu barnsins nærri fæðingastað. Þetta fyrirkomulag hefur gjarnan í för með sér langar fjarvistir. Þetta útheimtir mikinn kostnað fyrir verðandi foreldra sem og ríkiskassann, svo sem ferðakostnað, dvalarkostnað og vinnutap. Þetta fyrirkomulag hefur alla jafna mikil áhrif á fjölskylduna alla og þá sérstaklega hina þunguðu konu, andlega, líkamlega og félagslega. Við sem störfum með konum í barneign vitum að andleg og líkamleg líðan konu hefur gríðarlega mikið að segja um framgang fæðingar og heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Slæm líðan konunnar og aðskilnaður foreldra í lok meðgöngu getur einnig haft neikvæð áhrif á tengslamyndun hins foreldris barnsins við barnið. Þarna eru miklir og augljósir hagsmunir í húfi. Það skiptir miklu máli að vel sé hlúð að verðandi- og nýbökuðum foreldrum. Þetta væri hægt að bæta að stórum hluta með því að bjóða upp á meiri þjónustu í eða nærri heimabyggð. Það mætti til dæmis gera með tilkomu umdæmisljósmæðra og þannig veita þeim konum sem eru heilbrigðar og í eðlilegri meðgöngu val um að fæða í eða nærri heimabyggð með möguleika á flutningi á sjúkrahús með hærra þjónustustig ef og þegar þörf er á. Og þannig væri einnig hægt að auka jafnara aðgengi að ljósmæðraþjónustu, það er meðgönguvernd og svo stuðningi og eftirliti eftir fæðingu fyrir konur á landsbyggðinni. Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þá þarf sárlega að bæta og efla aðgengið að slíkri þjónustu í eða sem næst heimabyggð. Það er mikilvægt að byggja upp og styrkja geðheilsuúrræði á landsbyggðinni og má í því skyni meðal annars nýta svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig væri ráð að búa svo um að, líkt og með umdæmisljósmæður, væru starfandi umdæmissálfræðingar og -geðlæknar sem héldu utan um geðheilbrigðisteymi á staðnum, helst þverfaglegt. Það skiptir miklu máli að fólk með geðrænan vanda geti sótt faglega grunnþjónustu og stuðningsmeðferð í nærumhverfi sínu. Í betri aðgangi að þessum þjónustuliðum í eða nærri heimabyggð er fólgið aukið öryggi skjólstæðinga sem, jafnrétti og langtímasparnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og fyrrum formaður kjaranefndar- og stjórnarmaður í Ljósmæðrafélags Íslands og nú í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á undanförnum árum höfum við á miklum hraða færst nær menntun og störfum án staðsetningar. Þannig hefur til að mynda yfirstandandi heimsfaraldur fært okkur hratt fram í þeirri þróun og gert það að verkum að val fólks til búsetu þarf ekki að einskorðast við störf og menntun á staðnum að jafn miklu leyti og áður. En það byggir þá meðal annars á því að traust fjarskipti séu aðgengileg á staðnum. Það er sem betur fer víðast hvar en ekki á öllum stöðum og því þarft að róa að því öllum árum að tryggja að svo sé. Þarfir og áherslur sveitafélaga á Íslandi eru eins ólíkar og þau eru mörg og sveitafélögin eru best í stakk búin til að stýra þeim og anna sjálf. Það eru þó fjölmargar sameiginlegar áherslur sem flestum er miðstýrt. Mig langar þar helst að nefna jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þar á landsbyggðin verulega undir högg að sækja. Mikið hefur verið skorið niður og þrengt að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni á undanförnum tveimur áratugum og erfitt að sjá að það hafi verið til hagsbóta fyrir neinn, ekki einu sinni ríkiskassann. Þegar heildarmyndin er skoðuð þá hlýtur það að vera bæði farsælla og hagsælla að bjóða upp á víðtækari heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en nú er gert. Má í því skyni nefna barneignarþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu. Átt þú von á barni? Það hafa því miður ekki allar konur á Íslandi jafn gott aðgengi að meðgönguvernd og þjónustu ljósmóður á meðgöngu. Aðgengið fer algjörlega eftir búsetu. Þar af leiðandi búa ekki allar konur við sama öryggi á barneignatímanum – sem er óásættanlegt. Þegar kemur svo að fæðingu þurfa mjög margar konur búsettar á landsbyggðinni að vera fjarri heimili sínu og jafnvel fjölskyldu svo vikum skiptir þar sem þær bíða eftir komu barnsins nærri fæðingastað. Þetta fyrirkomulag hefur gjarnan í för með sér langar fjarvistir. Þetta útheimtir mikinn kostnað fyrir verðandi foreldra sem og ríkiskassann, svo sem ferðakostnað, dvalarkostnað og vinnutap. Þetta fyrirkomulag hefur alla jafna mikil áhrif á fjölskylduna alla og þá sérstaklega hina þunguðu konu, andlega, líkamlega og félagslega. Við sem störfum með konum í barneign vitum að andleg og líkamleg líðan konu hefur gríðarlega mikið að segja um framgang fæðingar og heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Slæm líðan konunnar og aðskilnaður foreldra í lok meðgöngu getur einnig haft neikvæð áhrif á tengslamyndun hins foreldris barnsins við barnið. Þarna eru miklir og augljósir hagsmunir í húfi. Það skiptir miklu máli að vel sé hlúð að verðandi- og nýbökuðum foreldrum. Þetta væri hægt að bæta að stórum hluta með því að bjóða upp á meiri þjónustu í eða nærri heimabyggð. Það mætti til dæmis gera með tilkomu umdæmisljósmæðra og þannig veita þeim konum sem eru heilbrigðar og í eðlilegri meðgöngu val um að fæða í eða nærri heimabyggð með möguleika á flutningi á sjúkrahús með hærra þjónustustig ef og þegar þörf er á. Og þannig væri einnig hægt að auka jafnara aðgengi að ljósmæðraþjónustu, það er meðgönguvernd og svo stuðningi og eftirliti eftir fæðingu fyrir konur á landsbyggðinni. Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þá þarf sárlega að bæta og efla aðgengið að slíkri þjónustu í eða sem næst heimabyggð. Það er mikilvægt að byggja upp og styrkja geðheilsuúrræði á landsbyggðinni og má í því skyni meðal annars nýta svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig væri ráð að búa svo um að, líkt og með umdæmisljósmæður, væru starfandi umdæmissálfræðingar og -geðlæknar sem héldu utan um geðheilbrigðisteymi á staðnum, helst þverfaglegt. Það skiptir miklu máli að fólk með geðrænan vanda geti sótt faglega grunnþjónustu og stuðningsmeðferð í nærumhverfi sínu. Í betri aðgangi að þessum þjónustuliðum í eða nærri heimabyggð er fólgið aukið öryggi skjólstæðinga sem, jafnrétti og langtímasparnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og fyrrum formaður kjaranefndar- og stjórnarmaður í Ljósmæðrafélags Íslands og nú í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar