Smartland greinir frá þessu og segir nýtt ofurpar hafa litið dagsins ljós.
Guðmundur er í dag stjórnarformaður Icelandic Startups en hann hefur þróað vörur fyrir bæði Apple og Google.
Þá er hann forstjóri og stofnandi Fractal 5 en um er að ræða íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem á dögunum sótti þriggja milljóna dala fjármögnun til bandarísks fjárfestingasjóðs.
Guðlaug Kristbjörg er auk þess að vera forstjóri Stekks virk í stjórnarformennsku. Þannig er hún bæði stjórnarformaður Vírnets í Borgarnesi, Kviku eignastýringar og Securitas.
Guðlaug var í viðtali í Harmageddon í apríl í fyrra þar sem hún fór um víðan völl. Um það leyti var hún að bjóða sig fram til formennsku hjá Samtökum iðanaðarins.
Bæði eiga börn úr fyrri samböndum.