Lögregla fór á svig við lög á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2021 11:07 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd ákvað að hefja frumkvæðisathugun á málinu vegna frétta af því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi óskað eftir upplýsingum og ábendingum um ætluð refsiverð brot í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Vísir/Egill Móttaka lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum í gegnum Facebook samrýmist ekki lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Persónuvernd ákvað að hefja frumkvæðisathugun á málinu vegna frétta af því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi óskað eftir upplýsingum og ábendingum um ætluð refsiverð brot í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Var kannað hvort slík vinnsla samrýmdist lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Persónuvernd óskaði eftir svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við ákveðnum spurningum í byrjun september 2020 og bárust svör um tveimur mánuðum síðar. Upplýsingunum samtímis miðlað til Facebook Í ákvörðuninni kemur fram að Persónuvernd bendi á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. Því sé ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst. Lögreglustöðin við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm „Persónuvernd bendir jafnframt á að í skilmálum Facebook, sem notendur miðilsins samþykkja, kemur fram að Facebook safnar þeim upplýsingum sem miðlað er í gegnum síðuna. Þegar persónuupplýsingum er miðlað til lögreglu í gegnum Facebook er þeim því samtímis miðlað til Facebook. Þá liggur fyrir að Facebook deilir persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem tengjast Facebook, sem og öðrum aðilum (þ.e. þriðju aðilum), við nánar tilgreindar aðstæður. Þeir sem nota slíka samfélagsmiðla hafa því almennt ekki fulla stjórn á því efni sem þar er sett inn,“ segir í ákvörðuninni. Fer gegn yfirlýstu verklagi Persónuvernd hafði fjögur tilvik sérstaklega til skoðunar, þar sem unnið var með persónuupplýsingar, og segir í ákvörðuninni að talið sé að vinnslan byggi ekki á heimildum almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Auk þess hafi vinnslan farið gegn yfirlýstu verklagi embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins og án þess að fram hefði farið mat á áhrifum á persónuvernd vegna vinnslunnar. Persónuvernd Lögreglan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Persónuvernd ákvað að hefja frumkvæðisathugun á málinu vegna frétta af því að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi óskað eftir upplýsingum og ábendingum um ætluð refsiverð brot í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Var kannað hvort slík vinnsla samrýmdist lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Persónuvernd óskaði eftir svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við ákveðnum spurningum í byrjun september 2020 og bárust svör um tveimur mánuðum síðar. Upplýsingunum samtímis miðlað til Facebook Í ákvörðuninni kemur fram að Persónuvernd bendi á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. Því sé ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst. Lögreglustöðin við Hverfisgötu.Vísir/Vilhelm „Persónuvernd bendir jafnframt á að í skilmálum Facebook, sem notendur miðilsins samþykkja, kemur fram að Facebook safnar þeim upplýsingum sem miðlað er í gegnum síðuna. Þegar persónuupplýsingum er miðlað til lögreglu í gegnum Facebook er þeim því samtímis miðlað til Facebook. Þá liggur fyrir að Facebook deilir persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem tengjast Facebook, sem og öðrum aðilum (þ.e. þriðju aðilum), við nánar tilgreindar aðstæður. Þeir sem nota slíka samfélagsmiðla hafa því almennt ekki fulla stjórn á því efni sem þar er sett inn,“ segir í ákvörðuninni. Fer gegn yfirlýstu verklagi Persónuvernd hafði fjögur tilvik sérstaklega til skoðunar, þar sem unnið var með persónuupplýsingar, og segir í ákvörðuninni að talið sé að vinnslan byggi ekki á heimildum almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Auk þess hafi vinnslan farið gegn yfirlýstu verklagi embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins og án þess að fram hefði farið mat á áhrifum á persónuvernd vegna vinnslunnar.
Persónuvernd Lögreglan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira