Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 18:16 Núverandi hrina hefur nú staðið í um þrjár vikur. Vísir/vilhelm Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. Benda nýjustu gögnin til þess að kvika haldi áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Fagradalsfjalls og Keilis en að færsla kvikugangsins til suðurs hafi stöðvast. Þetta er kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en sviðsmyndir sem gefnar hafa verið út eru áfram í gildi. Meðal þeirra er að skjálfti geti orðið á svæðinu milli Kleifarvatns og Bláfjalla af stærð allt að 6,5. Kvikugangurinn liggur milli Fagradalsfjalls og Keilis.Veðurstofa Íslands Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið minni síðasta sólarhringinn ef miðað er við virknina um helgina að sögn almannavarna. Talsvert hefur verið um smáskjálfta síðasta sólarhringinn og er það sagt vera merki um hversu kaflaskipt skjálftavirknin hefur verið í hrinunni. Fram í tilkynningu að mesta skjálftavirknin tengd kvikuganginum, hafi færst um fjóra til fimm kílómetra í norðaustur frá svæðinu við Nátthaga og sé nú staðsett við norðaustanvert Fagradalsfjall, um miðbik þess svæðis sem kvikugangurinn hefur haldið sig á frá upphafi hrinunnar. Líklegt að hluti kvikunnar hafi storknað Kvikugangurinn hefur nú verið að myndast í um þrjár vikur og líklegt er að hluti hans hafi storknað. Það að kvika storkni í hluta gangsins, dregur hins vegar ekki úr líkum á að það gjósi á svæðinu að sögn vísindaráðs almannavarna. Dæmi séu um að skjálftavirkni færist fram og til baka eftir kvikuganginum áður en gos hefjist, til dæmis í aðdraganda Holuhraunsgossins árið 2014. Að sögn vísindaráðs almannavarna eru eftirtaldar sviðsmyndir líklegastar þegar kemur að framvindu atburða á Reykjanesskaga Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur Skjálftar allt að 6 að stærð verða í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti verður að stærð 6.5 sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuflæði heldur áfram inn í kvikuganginn í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ná í byggð Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Benda nýjustu gögnin til þess að kvika haldi áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Fagradalsfjalls og Keilis en að færsla kvikugangsins til suðurs hafi stöðvast. Þetta er kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en sviðsmyndir sem gefnar hafa verið út eru áfram í gildi. Meðal þeirra er að skjálfti geti orðið á svæðinu milli Kleifarvatns og Bláfjalla af stærð allt að 6,5. Kvikugangurinn liggur milli Fagradalsfjalls og Keilis.Veðurstofa Íslands Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið minni síðasta sólarhringinn ef miðað er við virknina um helgina að sögn almannavarna. Talsvert hefur verið um smáskjálfta síðasta sólarhringinn og er það sagt vera merki um hversu kaflaskipt skjálftavirknin hefur verið í hrinunni. Fram í tilkynningu að mesta skjálftavirknin tengd kvikuganginum, hafi færst um fjóra til fimm kílómetra í norðaustur frá svæðinu við Nátthaga og sé nú staðsett við norðaustanvert Fagradalsfjall, um miðbik þess svæðis sem kvikugangurinn hefur haldið sig á frá upphafi hrinunnar. Líklegt að hluti kvikunnar hafi storknað Kvikugangurinn hefur nú verið að myndast í um þrjár vikur og líklegt er að hluti hans hafi storknað. Það að kvika storkni í hluta gangsins, dregur hins vegar ekki úr líkum á að það gjósi á svæðinu að sögn vísindaráðs almannavarna. Dæmi séu um að skjálftavirkni færist fram og til baka eftir kvikuganginum áður en gos hefjist, til dæmis í aðdraganda Holuhraunsgossins árið 2014. Að sögn vísindaráðs almannavarna eru eftirtaldar sviðsmyndir líklegastar þegar kemur að framvindu atburða á Reykjanesskaga Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur Skjálftar allt að 6 að stærð verða í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti verður að stærð 6.5 sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuflæði heldur áfram inn í kvikuganginn í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ná í byggð Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23
Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08