Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2021 14:36 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, en gleðiefnið er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á landamærunum. Þeir sem eru bólusettir og eru búsettir utan Schengen-svæðisins mega koma til landsins gegn framvísun vottorðs. Dómsmálaráðherra greindi frá þessari ákvörðun að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum orðin svo þyrst í góð tíðindi. Bara að það sé möguleiki á að eitthvað gerist gleður fólk mikið þannig að þetta er miði inn í framtíðina, virkilega. Nú er bara að sjá hvernig viðbrögðin verða.“ Bjarnheiður segir ákvörðunina mikið gleðiefni því 40% allra gistinátta ársins 2019 megi rekja til bandarískra og breskra ferðamanna. Því sé um að ræða gríðarlega mikilvægan markhóp. „Bólusetning í Bretlandi og Bandaríkjunum gengur betur en í Evrópu þannig að þetta verður orðinn álitlegur hópur eftir nokkrar vikur sem annað hvort er bólusettur eða búinn að fá veiruna.“ Bjarnheiður kveðst aðspurð telja að þessi ákvörðun verði beinn liður í markaðssetningu landsins. Íslandsstofa hafi í gegnum faraldurinn brugðist við aðstæðum hverju sinni. „Þannig að ég tel einsýnt að nú veðri farið að einbeita sér í auknum mæli að þessum tveimur löndum, ég held það sé alveg á hreinu.“ Bjarnheiður segir að hún hefði ekki búist við að þessi ákvörðun yrði tekin. „Nei, ég bjóst ekki við því. Allt í einu fór af stað einhver bylgja þar sem fólk fór að hugsa um þetta og þetta gerðist bara mjög hratt, þessi ákvörðun stjórnvalda. Mér finnst bara alveg til fyrirmyndar að sjá svona fumlaus vinnubrögð hjá ríkisstjórninni hvað þetta varðar því þetta skiptir alveg gríðarlegu máli. Það má alveg hrósa henni fyrir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, en gleðiefnið er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um breytingar á landamærunum. Þeir sem eru bólusettir og eru búsettir utan Schengen-svæðisins mega koma til landsins gegn framvísun vottorðs. Dómsmálaráðherra greindi frá þessari ákvörðun að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum orðin svo þyrst í góð tíðindi. Bara að það sé möguleiki á að eitthvað gerist gleður fólk mikið þannig að þetta er miði inn í framtíðina, virkilega. Nú er bara að sjá hvernig viðbrögðin verða.“ Bjarnheiður segir ákvörðunina mikið gleðiefni því 40% allra gistinátta ársins 2019 megi rekja til bandarískra og breskra ferðamanna. Því sé um að ræða gríðarlega mikilvægan markhóp. „Bólusetning í Bretlandi og Bandaríkjunum gengur betur en í Evrópu þannig að þetta verður orðinn álitlegur hópur eftir nokkrar vikur sem annað hvort er bólusettur eða búinn að fá veiruna.“ Bjarnheiður kveðst aðspurð telja að þessi ákvörðun verði beinn liður í markaðssetningu landsins. Íslandsstofa hafi í gegnum faraldurinn brugðist við aðstæðum hverju sinni. „Þannig að ég tel einsýnt að nú veðri farið að einbeita sér í auknum mæli að þessum tveimur löndum, ég held það sé alveg á hreinu.“ Bjarnheiður segir að hún hefði ekki búist við að þessi ákvörðun yrði tekin. „Nei, ég bjóst ekki við því. Allt í einu fór af stað einhver bylgja þar sem fólk fór að hugsa um þetta og þetta gerðist bara mjög hratt, þessi ákvörðun stjórnvalda. Mér finnst bara alveg til fyrirmyndar að sjá svona fumlaus vinnubrögð hjá ríkisstjórninni hvað þetta varðar því þetta skiptir alveg gríðarlegu máli. Það má alveg hrósa henni fyrir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Þessar breytingar á sóttvarnareglum taka gildi 18. mars Skrá þarf alla gesti á viðburðum og óheimilt er að bjóða upp á veitingar í hléi þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi. Þá þarf að passa betur upp á sóttvarnir á stöðum þar sem boðið er upp á hlaðborð. Reglugerðin tekur gildi 18. mars og gildir til 9. apríl. 16. mars 2021 12:43
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25
Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. 16. mars 2021 14:35