Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Guðmundur S. Johnsen skrifar 16. mars 2021 14:32 Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Tækniframfarir hafa fært lesblindum margt sem gagnast þeim í daglegu lífi. Nýjungar á borð við snjallsíma, hljóðbækur, talgreinar og ekki síst talgervla, hafa aukið aðgengi að skrifuðum texta verulega, auðveldað nám og starf og gert þeim kleift að njóta bókmennta. Lesblindir sem og blindir og sjónskertir hafa nýtt talgervla snjallsíma þar sem texti er merktur í vafra, tölvupósti eða skjali og þá „les“ talgervilinn textann upphátt á íslensku fyrir notandann. Þessar íslensku talgervilsraddir sem bera heitið „Karl“ og „Dóra“ hafa verið mjög mikilvægar fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda. Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti, íslensku raddirnar „Karl“ og „Dóra“ í talgervlum snjallsíma verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Eftir að Amazon verslunarrisinn keypti fyrirtækið sem þróað hafði tæknina var ákveðið að hætta viðhaldi á íslensku röddunum. Í stað þeirra þurfa notendur að reiða sig á enskan talgervil. Það er mikill missir. Í máltækniáætlun ríkisstjórnarinnar er smíði á nýjum íslenskum talgervli á döfinni. En þrátt fyrir að unnið sé að gerð nýs talgervils verður hann ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Blindrafélagið sem hafði forgöngu um smíði íslensku talgervilsraddanna, meðal annars með þátttöku lesblindra, vakti máls á þessu nýverið í fjölmiðlum. Félag lesblindra sér ástæðu til að deila þessum áhyggjum með Blindrafélaginu. Það er jafnframt rík ástæða til að hvetja ríkisstjórnina til að vakta þetta mál vel. Öll seinkun getur haft verulega neikvæð og íþyngjandi áhrif á lífsgæði margra blindra, sjónskertra sem og lesblindra. Höfundur er formaður Félags lesblindra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Heilbrigðismál Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Tækniframfarir hafa fært lesblindum margt sem gagnast þeim í daglegu lífi. Nýjungar á borð við snjallsíma, hljóðbækur, talgreinar og ekki síst talgervla, hafa aukið aðgengi að skrifuðum texta verulega, auðveldað nám og starf og gert þeim kleift að njóta bókmennta. Lesblindir sem og blindir og sjónskertir hafa nýtt talgervla snjallsíma þar sem texti er merktur í vafra, tölvupósti eða skjali og þá „les“ talgervilinn textann upphátt á íslensku fyrir notandann. Þessar íslensku talgervilsraddir sem bera heitið „Karl“ og „Dóra“ hafa verið mjög mikilvægar fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda. Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti, íslensku raddirnar „Karl“ og „Dóra“ í talgervlum snjallsíma verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Eftir að Amazon verslunarrisinn keypti fyrirtækið sem þróað hafði tæknina var ákveðið að hætta viðhaldi á íslensku röddunum. Í stað þeirra þurfa notendur að reiða sig á enskan talgervil. Það er mikill missir. Í máltækniáætlun ríkisstjórnarinnar er smíði á nýjum íslenskum talgervli á döfinni. En þrátt fyrir að unnið sé að gerð nýs talgervils verður hann ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Blindrafélagið sem hafði forgöngu um smíði íslensku talgervilsraddanna, meðal annars með þátttöku lesblindra, vakti máls á þessu nýverið í fjölmiðlum. Félag lesblindra sér ástæðu til að deila þessum áhyggjum með Blindrafélaginu. Það er jafnframt rík ástæða til að hvetja ríkisstjórnina til að vakta þetta mál vel. Öll seinkun getur haft verulega neikvæð og íþyngjandi áhrif á lífsgæði margra blindra, sjónskertra sem og lesblindra. Höfundur er formaður Félags lesblindra.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar