Að eiga í engin hús að venda Egill Þór Jónsson og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifa 16. mars 2021 08:00 Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík. Í Facebook færslu inn á hverfisgrúppu spurði netverjinn hvort það væri til einhver gististaður fyrir manninn, enda komið mikið frost og því sennilega bara tímaspursmál hvenær maðurinn yrði úti. Það var enginn skortur á viðbrögðum þar sem einstaklingar í hverfisgrúppunni lýstu yfir áhyggjum af manninum. Svo virtist sem að hið opinbera, hvorki ríki né borg, höfðu samastað fyrir manninn. Á endanum tók annar netverji hann að sér, en það fylgir ekki sögunni hversu lengi það varði. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það hvernig heimilisleysi birtist á Íslandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byrjaði árið 2009 að kortleggja fjölda og kanna hagi heimilislausra í Reykjavík. Sambærilegar úttektir voru einnig framkvæmdar á árunum 2012 og 2017. Skýrslurnar bera heitið: „Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks“. Þökk sé úttektunum gátum við séð hversu staðan var orðin slæm. Fjöldi heimilislausra hafði vaxið um 95% á milli áranna 2012 og 2017 samkvæmt útgefnum skýrslum velferðarsviðs um stöðu heimilislausra. Samanlagt voru nú 349 einstaklingar skráðir af þátttakendum sem utangarðs og/eða heimilislausir, en af þeim voru 58 einstaklingar sagðir búa í langtímabúsetuúrræðum. Árið 2019 voru svo 80 manns í formlegri bið eftir búsetuúrræði en það er liggur auðvitað í augum uppi að það eru mun fleiri neyðast til að vera á vergang. Í október 2019 samþykkti Borgarstjórn stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og áætlað auka útgjöld verulega í málaflokknum. Við tók heimsfaraldur nokkrum mánuðum síðar og meðfylgjandi efnahagslægð og atvinnuleysi. Það er því nauðsynlegt að velta því upp hvort staðan sé orðin enn alvarlegri núna en hún við síðustu kortlagningu árið 2017. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir borgina að hefja vinnu og undirbúning á nýrri kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra. Við þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum í þessum málaflokk, en þá kannski sérstaklega núna. Í dag leggur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til að slík úttekt sé aftur framkvæmd. Sjá tillögu. Með úttektinni verði hægt að leggja mat á framvindu þeirra vinnu sem nú þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgarinnar með það að markmiði að hægt sé að mæla árangur hennar í málaflokknum. Það verði gert til að ná betur utan um málaflokk heimilislausra og tryggja þeim sem eiga í engin hús að venda þakið sem við öll eigum rétt á. Egill Þór Jónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Egill Þór Jónsson Húsnæðismál Félagsmál Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík. Í Facebook færslu inn á hverfisgrúppu spurði netverjinn hvort það væri til einhver gististaður fyrir manninn, enda komið mikið frost og því sennilega bara tímaspursmál hvenær maðurinn yrði úti. Það var enginn skortur á viðbrögðum þar sem einstaklingar í hverfisgrúppunni lýstu yfir áhyggjum af manninum. Svo virtist sem að hið opinbera, hvorki ríki né borg, höfðu samastað fyrir manninn. Á endanum tók annar netverji hann að sér, en það fylgir ekki sögunni hversu lengi það varði. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það hvernig heimilisleysi birtist á Íslandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byrjaði árið 2009 að kortleggja fjölda og kanna hagi heimilislausra í Reykjavík. Sambærilegar úttektir voru einnig framkvæmdar á árunum 2012 og 2017. Skýrslurnar bera heitið: „Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks“. Þökk sé úttektunum gátum við séð hversu staðan var orðin slæm. Fjöldi heimilislausra hafði vaxið um 95% á milli áranna 2012 og 2017 samkvæmt útgefnum skýrslum velferðarsviðs um stöðu heimilislausra. Samanlagt voru nú 349 einstaklingar skráðir af þátttakendum sem utangarðs og/eða heimilislausir, en af þeim voru 58 einstaklingar sagðir búa í langtímabúsetuúrræðum. Árið 2019 voru svo 80 manns í formlegri bið eftir búsetuúrræði en það er liggur auðvitað í augum uppi að það eru mun fleiri neyðast til að vera á vergang. Í október 2019 samþykkti Borgarstjórn stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og áætlað auka útgjöld verulega í málaflokknum. Við tók heimsfaraldur nokkrum mánuðum síðar og meðfylgjandi efnahagslægð og atvinnuleysi. Það er því nauðsynlegt að velta því upp hvort staðan sé orðin enn alvarlegri núna en hún við síðustu kortlagningu árið 2017. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir borgina að hefja vinnu og undirbúning á nýrri kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra. Við þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum í þessum málaflokk, en þá kannski sérstaklega núna. Í dag leggur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til að slík úttekt sé aftur framkvæmd. Sjá tillögu. Með úttektinni verði hægt að leggja mat á framvindu þeirra vinnu sem nú þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgarinnar með það að markmiði að hægt sé að mæla árangur hennar í málaflokknum. Það verði gert til að ná betur utan um málaflokk heimilislausra og tryggja þeim sem eiga í engin hús að venda þakið sem við öll eigum rétt á. Egill Þór Jónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun