„Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 18:51 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Stöð 2 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. Gervitunglsmyndir sem Veðurstofan fékk um helgina segir Benedikt staðfesta þá mynd að gangurinn hafi færst í suður. „Þær staðfestu þá mynd sem við vorum þegar komin með, bæði með skjálftavirkni og gps mælingum, að gangurinn virðist hafa færst aðeins til suðurs eftir föstudaginn síðasta og þar hefur aðalþenslan verið,“ segir Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram, sérstaklega þegar við sjáum svona hátt landris, það eru talsverðar landbreytingar sem fylgja þessu,“ segir Benedikt. „Það er kannski örlítil grynnkun en ekkert sem auðvelt er að fest hönd á,“ segir Benedikt. Hann telur nokkuð líklegt að skjálftavirkni hafi í dag og seinni partinn í gær verið lítil vegna þess að spenna hafi losnað í stóra skjálftanum á þriðja tímanum í gær. „Ég hugsa að það sé frekar líklegt, að við höfum séð spennu losna í gær þegar allt fór í gang, það hefur verið lítil skjálftavirkni fram af degi sem er kannski að aukast núna. Og við sjáum hana kannski vaxa um tíma núna,“ segir Benedikt. Gervitungl fer yfir svæðið klukkan sjö í kvöld og segir Benedikt að von sé á niðurstöðum úr upplýsingum sem berast frá tunglinu um miðjan morgun á morgun. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Gervitunglsmyndir sem Veðurstofan fékk um helgina segir Benedikt staðfesta þá mynd að gangurinn hafi færst í suður. „Þær staðfestu þá mynd sem við vorum þegar komin með, bæði með skjálftavirkni og gps mælingum, að gangurinn virðist hafa færst aðeins til suðurs eftir föstudaginn síðasta og þar hefur aðalþenslan verið,“ segir Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram, sérstaklega þegar við sjáum svona hátt landris, það eru talsverðar landbreytingar sem fylgja þessu,“ segir Benedikt. „Það er kannski örlítil grynnkun en ekkert sem auðvelt er að fest hönd á,“ segir Benedikt. Hann telur nokkuð líklegt að skjálftavirkni hafi í dag og seinni partinn í gær verið lítil vegna þess að spenna hafi losnað í stóra skjálftanum á þriðja tímanum í gær. „Ég hugsa að það sé frekar líklegt, að við höfum séð spennu losna í gær þegar allt fór í gang, það hefur verið lítil skjálftavirkni fram af degi sem er kannski að aukast núna. Og við sjáum hana kannski vaxa um tíma núna,“ segir Benedikt. Gervitungl fer yfir svæðið klukkan sjö í kvöld og segir Benedikt að von sé á niðurstöðum úr upplýsingum sem berast frá tunglinu um miðjan morgun á morgun.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31
Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03
Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40