Ríkur maður borgar skatt! Einar A. Brynjólfsson skrifar 15. mars 2021 16:30 Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum. Með þessu tryggði hann að skattar sem til féllu vegna sölunnar rynnu til íslenska ríkisins þ.e. samfélagsins sem fóstraði hann fram á fullorðinsár, sá honum fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu sem gerði honum kleift að þroskast og dafna án þess að auðugt bakland þyrfti að koma til. Tekið skal fram að þessi ágæti einstaklingur hefði með löglegum hætti getað sleppt því að færa ríkissjóði Íslands fúlgur fjár, ef hann hefði viljað, og það sem meira er: hann hefði getað borgað lægri skatta og skyldur af sölu fyrirtækisins, ef hann hefði viljað. En hann vildi ekki borga lægri skatta. Hann vildi borga alla þá skatta sem íslensk lög mæla fyrir um, jafnvel þó það þýddi að hann bæri minna úr býtum við söluna. Hann ólst nefnilega upp við sæmilegan jöfnuð, þar sem allir eiga jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahagsstöðu og uppruna. Þetta er vissulega falleg saga, sem ber vott um tryggð við þjóðfélagið sem færir þegnum sínum tækifæri upp í hendurnar, hyldjúpan heiðarleika, samhygð og siðvit. En er þessi saga fréttnæm? Að fólk borgi skatta og skyldur er auðvitað ekki fréttnæmt. Samfélög fólks, ekki hvað síst velferðarkerfin, eru fjármögnuð með sköttum einstaklinga og fyrirtækja, til að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð. Því miður er það svo að í öllum samfélögum finnast einstaklingar og fyrirtæki sem neyta allra bragða til komast hjá því að greiða sinn skerf til sameiginlegra verkefna, stundum með löglegum hætti, stundum með ólöglegum hætti. Skemmst er að minnast heimsmets íslenskra auðmanna þegar kemur að aflandsreikningum sem tengjast hinni illræmdu lögmannastofu Mossack-Fonseca í Panama. Í hópi viðskiptavina voru einstaklingar í viðskiptalífi og stjórnmálum. Líklegast höfum við bara séð þann hluta ísjakans sem er ofan yfirborðsins, enda eru ótaldar aðrar hugsanlegar lögmannastofur sem hafa náð að koma í veg fyrir gagnaleka. Eitt af sorglegustu dæmum um einbeittan brotavilja einstaklinga í viðskiptalífinu, þ.e. að komast hjá því að skila sínu til samfélagsins, er líklegast af ungum erfingja útgerðarstórveldis sem velti vöngum yfir því hvernig snuða mætti sjómenn af afrískum uppruna um lögboðinn skiptahlut og þar með samfélögin sem verða af skattgreiðslum þeirra. Óþarft er að nefna fleiri dæmi hér. Staðreyndin er sú að hópur fólks, sem sannarlega hefur efni á að borga sinn skerf til samfélagsins til fulls, neytir allra bragða, löglegra jafnt sem ólöglegra, til að komast undan því. Þess vegna er ofangreind saga falleg, en líka ótrúlega sorgleg. Það ætti að vera eðlilegt að ríkur maður borgi skatt, það ætti ekki að vera fréttnæmt. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Einar A. Brynjólfsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum. Með þessu tryggði hann að skattar sem til féllu vegna sölunnar rynnu til íslenska ríkisins þ.e. samfélagsins sem fóstraði hann fram á fullorðinsár, sá honum fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu sem gerði honum kleift að þroskast og dafna án þess að auðugt bakland þyrfti að koma til. Tekið skal fram að þessi ágæti einstaklingur hefði með löglegum hætti getað sleppt því að færa ríkissjóði Íslands fúlgur fjár, ef hann hefði viljað, og það sem meira er: hann hefði getað borgað lægri skatta og skyldur af sölu fyrirtækisins, ef hann hefði viljað. En hann vildi ekki borga lægri skatta. Hann vildi borga alla þá skatta sem íslensk lög mæla fyrir um, jafnvel þó það þýddi að hann bæri minna úr býtum við söluna. Hann ólst nefnilega upp við sæmilegan jöfnuð, þar sem allir eiga jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahagsstöðu og uppruna. Þetta er vissulega falleg saga, sem ber vott um tryggð við þjóðfélagið sem færir þegnum sínum tækifæri upp í hendurnar, hyldjúpan heiðarleika, samhygð og siðvit. En er þessi saga fréttnæm? Að fólk borgi skatta og skyldur er auðvitað ekki fréttnæmt. Samfélög fólks, ekki hvað síst velferðarkerfin, eru fjármögnuð með sköttum einstaklinga og fyrirtækja, til að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð. Því miður er það svo að í öllum samfélögum finnast einstaklingar og fyrirtæki sem neyta allra bragða til komast hjá því að greiða sinn skerf til sameiginlegra verkefna, stundum með löglegum hætti, stundum með ólöglegum hætti. Skemmst er að minnast heimsmets íslenskra auðmanna þegar kemur að aflandsreikningum sem tengjast hinni illræmdu lögmannastofu Mossack-Fonseca í Panama. Í hópi viðskiptavina voru einstaklingar í viðskiptalífi og stjórnmálum. Líklegast höfum við bara séð þann hluta ísjakans sem er ofan yfirborðsins, enda eru ótaldar aðrar hugsanlegar lögmannastofur sem hafa náð að koma í veg fyrir gagnaleka. Eitt af sorglegustu dæmum um einbeittan brotavilja einstaklinga í viðskiptalífinu, þ.e. að komast hjá því að skila sínu til samfélagsins, er líklegast af ungum erfingja útgerðarstórveldis sem velti vöngum yfir því hvernig snuða mætti sjómenn af afrískum uppruna um lögboðinn skiptahlut og þar með samfélögin sem verða af skattgreiðslum þeirra. Óþarft er að nefna fleiri dæmi hér. Staðreyndin er sú að hópur fólks, sem sannarlega hefur efni á að borga sinn skerf til samfélagsins til fulls, neytir allra bragða, löglegra jafnt sem ólöglegra, til að komast undan því. Þess vegna er ofangreind saga falleg, en líka ótrúlega sorgleg. Það ætti að vera eðlilegt að ríkur maður borgi skatt, það ætti ekki að vera fréttnæmt. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 25. september nk.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun