Spánverjar ráðast í tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2021 14:55 Iñigo Errejón þingmaður vinstri flokksins Maís País segir tilraunina löngu tímabæra. Alvaro Hurtado/NurPhoto/Getty Images Spánn gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að prufukeyra tilraunverkefni um fjögurra daga vinnuviku. Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu vinstri flokksins Más País um að hrinda hinu þriggja ára tilraunaverkefni úr vör. Fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmyndinni um styttri vinnuviku geta tekið þátt í verkefninu. Frá þessum fréttum greinir The Guardian. Stjórnmálaflokkurinn Más País lagði fram tillöguna fyrr á þessu ári en viðræður hafa staðið yfir um hana í nokkrar vikur. Íñigo Errejón, þingmaður Más País og formaður flokksins, sagði að með verkefninu um þrjátíu og tveggja stunda vinnuviku væri verið að hefja, með þýðingarmiklum hætti, eina mikilvægustu umræðu samtímans. Hugmyndin sé löngu tímabær. Þau rök sem færð hafa verið með hugmyndinni um styttri vinnuviku eru aukin framleiðni, betri geðheilsa starfsfólks og minna kolefnisfótspor. Hugmynd Más País lýtur að því að fjármagn frá hinu opinbera verði sett í verkefnið til að tryggja minni áhættu fyrir fyrirtækin sem taka þátt í tilrauninni sem mun standa yfir í þrjú ár. Þannig verði fyrirtækjum greitt að fullu það tap sem hugsanlega gæti hlotist af tilrauninni fyrsta heila árið, til helminga seinna árið og því sem nemur þrjátíu og þremur prósentum tapsins þriðja og síðasta árið. Flokknum reiknast til að um tvö hundruð fyrirtæki með á bilinu þrjú til sex þúsund manns í vinnu geti tekið þátt. Ófrávíkjanleg krafa til fyrirtækja verður að vinnuvikan verði stytt í umrædda fjóra daga, að laun starfsfólks muni ekki skerðast við breytinguna og að fólki verði ekki sagt upp. Tillagan hefur einnig hlotið gagnrýni en Ricardo Mur, sem er í fyrirsvari fyrir fjölmennustu samtök atvinnulífsins á Spáni lýsir hugmyndinni sem „brjálæði“. Leiðin úr úr kórónukreppunni sé meiri vinna, ekki minni. Stytting vinnuvikunnar Spánn Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmyndinni um styttri vinnuviku geta tekið þátt í verkefninu. Frá þessum fréttum greinir The Guardian. Stjórnmálaflokkurinn Más País lagði fram tillöguna fyrr á þessu ári en viðræður hafa staðið yfir um hana í nokkrar vikur. Íñigo Errejón, þingmaður Más País og formaður flokksins, sagði að með verkefninu um þrjátíu og tveggja stunda vinnuviku væri verið að hefja, með þýðingarmiklum hætti, eina mikilvægustu umræðu samtímans. Hugmyndin sé löngu tímabær. Þau rök sem færð hafa verið með hugmyndinni um styttri vinnuviku eru aukin framleiðni, betri geðheilsa starfsfólks og minna kolefnisfótspor. Hugmynd Más País lýtur að því að fjármagn frá hinu opinbera verði sett í verkefnið til að tryggja minni áhættu fyrir fyrirtækin sem taka þátt í tilrauninni sem mun standa yfir í þrjú ár. Þannig verði fyrirtækjum greitt að fullu það tap sem hugsanlega gæti hlotist af tilrauninni fyrsta heila árið, til helminga seinna árið og því sem nemur þrjátíu og þremur prósentum tapsins þriðja og síðasta árið. Flokknum reiknast til að um tvö hundruð fyrirtæki með á bilinu þrjú til sex þúsund manns í vinnu geti tekið þátt. Ófrávíkjanleg krafa til fyrirtækja verður að vinnuvikan verði stytt í umrædda fjóra daga, að laun starfsfólks muni ekki skerðast við breytinguna og að fólki verði ekki sagt upp. Tillagan hefur einnig hlotið gagnrýni en Ricardo Mur, sem er í fyrirsvari fyrir fjölmennustu samtök atvinnulífsins á Spáni lýsir hugmyndinni sem „brjálæði“. Leiðin úr úr kórónukreppunni sé meiri vinna, ekki minni.
Stytting vinnuvikunnar Spánn Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira