„Furðulega góður tími“ eftir krabbameinsmeðferð Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 08:00 Jóhann Björn Sigurbjörnsson á spretti fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi sumarið 2019. mynd/ÍSÍ „Ég ætla að ná toppstandi aftur en það tekur tíma,“ segir Skagfirðingurinn Jóhann Björn Sigurbjörnsson, einn fremsti spretthlaupari þjóðarinnar, í viðtali við RÚV. Hann sneri aftur til keppni um helgina eftir lyfjameðferð vegna eitlakrabbameins. Jóhann Björn, sem er 26 ára gamall, var á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll. Landsliðsmaðurinn hljóp á 7,07 sekúndum í undanrásum 60 metra hlaups og var í boðhlaupssveit UMSS í 4x400 metra boðhlaupi, eftir vel heppnaða lyfjameðferð í fyrra. „Ég greindist sem sagt með krabbamein fyrir ári síðan og byrjaði í lyfjameðferð fyrir sirka ári síðan. Síðan gekk það allt upp og ég náði að byrja að æfa aðeins síðasta haust, rólega. Svo er ég að koma mér aftur í gang núna, og ákvað að keppa um helgina því það er svo gaman að keppa,“ sagði Jóhann Björn við RÚV eftir mótið. „Ég hljóp bara undanrásirnar í 60 metrunum. Þetta var furðulega góður tími hjá mér, 7,07 sekúndur, en ég ákvað að sleppa úrslitunum bara til að passa mig því ég er ekki alveg í besta keppnisforminu núna,“ sagði Jóhann Björn sem á enn piltamet í 100 og 200 metra hlaupi. Hann hefur best hlaupið 60 metra hlaup innanhúss á 6,93 sekúndum. Jóhann Björn keppti fyrir íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum og í Evrópubikarnum sumarið 2019 og eins og fyrr segir stefnir hann á að komast smám saman í landsliðsform á nýjan leik. „Næsta haust er ég að stefna á að byrja að æfa alveg eins og ég æfði áður. Núna er stefnan að æfa þrisvar í viku og bara koma sér í gang.“ Frjálsar íþróttir Skagafjörður Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Jóhann Björn, sem er 26 ára gamall, var á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll. Landsliðsmaðurinn hljóp á 7,07 sekúndum í undanrásum 60 metra hlaups og var í boðhlaupssveit UMSS í 4x400 metra boðhlaupi, eftir vel heppnaða lyfjameðferð í fyrra. „Ég greindist sem sagt með krabbamein fyrir ári síðan og byrjaði í lyfjameðferð fyrir sirka ári síðan. Síðan gekk það allt upp og ég náði að byrja að æfa aðeins síðasta haust, rólega. Svo er ég að koma mér aftur í gang núna, og ákvað að keppa um helgina því það er svo gaman að keppa,“ sagði Jóhann Björn við RÚV eftir mótið. „Ég hljóp bara undanrásirnar í 60 metrunum. Þetta var furðulega góður tími hjá mér, 7,07 sekúndur, en ég ákvað að sleppa úrslitunum bara til að passa mig því ég er ekki alveg í besta keppnisforminu núna,“ sagði Jóhann Björn sem á enn piltamet í 100 og 200 metra hlaupi. Hann hefur best hlaupið 60 metra hlaup innanhúss á 6,93 sekúndum. Jóhann Björn keppti fyrir íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum og í Evrópubikarnum sumarið 2019 og eins og fyrr segir stefnir hann á að komast smám saman í landsliðsform á nýjan leik. „Næsta haust er ég að stefna á að byrja að æfa alveg eins og ég æfði áður. Núna er stefnan að æfa þrisvar í viku og bara koma sér í gang.“
Frjálsar íþróttir Skagafjörður Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira