Kýs eldgos fram yfir þessa stöðugu skjálfta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2021 16:03 „Þetta venst aldeilis ekki,“ segir Bergur, sem saknar þess að ná heilum nætursvefni. Hann hefur þó aldrei íhugað að flýja bæinn. „Þetta var nú bara töluverður hávaði og högg eins og það væri keyrt á húsið,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd. Vogamenn hafa ekki farið varhluta af skjálftahrinunni síðustu vikur en Bergur segir skjálftann í dag þann öflugasta sem hann hefur fundið hingað til. Skjálftinn mældist 5,4 að stærð. „Mér fannst hann líka vara lengur heldur en flestir sem ég hef fundið hingað til, en dagurinn í dag er svo sem búinn að vera líflegur frá því um hádegisbil. En þessi síðasti, fimm plús, hann var svæsinn. Hér sveifluðust ljósakrónur og það voru mikil læti og hávaði,“ segir Bergur. Hann segist hafa heyrt frá nágrönnum sínum að hlutir hafi hrunið úr hillum en ekki af neinum teljanlegum skemmdum. „Í mínu húsi er allt á sínum stað þó einhverjar myndir hafi kannski skekkst, en ekkert tjón sem ég hef heyrt af.“ Saknar þess að ná heilum nætursvefni Aðspurður segir hann skjálftana aldrei venjast. „Þetta venst aldeilis ekki. Og það sem ég sakna mest undanfarnar vikur er bara að fá heilan nætursvefn. Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu. Stundum af því að maður finnur skjálftann og stundum vaknar maður og veit eftir á að það var skjálfti,“ segir Bergur. „Þetta er bara orðið gott. Það er kannski bara að það fari að gjósa svo maður losni við þessa skjálfta. Ég væri alveg til í það bítti eins og sakir standa í dag.“ Skjálftinn varð klukkan 14.15 um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar. Annar skjálfti fylgdi í kjölfarið, klukkan 14.38 og var samkvæmt fyrsta mati 4 að stærð. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Vogar Tengdar fréttir „Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. 14. mars 2021 15:32 „Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. 14. mars 2021 15:05 „Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. 14. mars 2021 14:36 Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. 14. mars 2021 14:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
„Mér fannst hann líka vara lengur heldur en flestir sem ég hef fundið hingað til, en dagurinn í dag er svo sem búinn að vera líflegur frá því um hádegisbil. En þessi síðasti, fimm plús, hann var svæsinn. Hér sveifluðust ljósakrónur og það voru mikil læti og hávaði,“ segir Bergur. Hann segist hafa heyrt frá nágrönnum sínum að hlutir hafi hrunið úr hillum en ekki af neinum teljanlegum skemmdum. „Í mínu húsi er allt á sínum stað þó einhverjar myndir hafi kannski skekkst, en ekkert tjón sem ég hef heyrt af.“ Saknar þess að ná heilum nætursvefni Aðspurður segir hann skjálftana aldrei venjast. „Þetta venst aldeilis ekki. Og það sem ég sakna mest undanfarnar vikur er bara að fá heilan nætursvefn. Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu. Stundum af því að maður finnur skjálftann og stundum vaknar maður og veit eftir á að það var skjálfti,“ segir Bergur. „Þetta er bara orðið gott. Það er kannski bara að það fari að gjósa svo maður losni við þessa skjálfta. Ég væri alveg til í það bítti eins og sakir standa í dag.“ Skjálftinn varð klukkan 14.15 um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Hann fannst vel á suðvesturhorninu, norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar. Annar skjálfti fylgdi í kjölfarið, klukkan 14.38 og var samkvæmt fyrsta mati 4 að stærð. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Vogar Tengdar fréttir „Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. 14. mars 2021 15:32 „Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. 14. mars 2021 15:05 „Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. 14. mars 2021 14:36 Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. 14. mars 2021 14:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Neita öll sök í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Sjá meira
„Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. 14. mars 2021 15:32
„Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. 14. mars 2021 15:05
„Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. 14. mars 2021 14:36
Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. 14. mars 2021 14:16