Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2021 14:34 Í liði Aþenu eru meðal annars stelpur sem barist hafa fyrir því að mega spila á mótum með strákum. @athenabasketballiceland Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag. Karfan.is greinir frá. Aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar, vildu fá sömu tillögu í gegn á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum. Stelpurnar kepptu þá á vegum ÍR sem sendi inn breytingatillöguna en á þinginu, þegar kom að því að móta tillöguna í laga- og leikreglunefnd, talaði enginn frá ÍR fyrir hugmyndinni. Málinu var því á endanum vísað frá. Tillagan kom að þessu sinni frá Ungmennafélagi Kjalnesinga en Aþena, félagið sem Brynjar Karl kom á fót eftir að hann var rekinn frá ÍR, leikur undir hatti UMFK. Brynjar Karl talaði sjálfur fyrir tillögunni á þinginu, sem eini fulltrúi UMFK á þinginu og einn af 145 þingfulltrúum. Í frétt Körfunnar segir að mikil umræða hafi skapast á þinginu og margir beðið um orðið. Einhverjir vildu lækka aldurinn í ellefu eða tólf ár, úr fjórtán árum frá upprunalegu tillögunni. Lagðar voru fram tvær breytingartillögur en þær voru báðar felldar sem og upprunalega tillaga UMFK. Í núgildandi reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót er körfuknattleiksmönnum skipt í flokka eftir aldri og kyni. Þó að ekkert sé sagt um það í reglugerðinni hefur það hins vegar tíðkast að lið geti verið skipuð bæði strákum og stelpum. Aftur á móti hefur það ekki verið leyft að lið sem alfarið er skipað stelpum spili á Íslandsmóti stráka, eða öfugt. Ársþing KKÍ stendur nú yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenski körfuboltinn Íþróttir barna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Sjá meira
Karfan.is greinir frá. Aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar, vildu fá sömu tillögu í gegn á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum. Stelpurnar kepptu þá á vegum ÍR sem sendi inn breytingatillöguna en á þinginu, þegar kom að því að móta tillöguna í laga- og leikreglunefnd, talaði enginn frá ÍR fyrir hugmyndinni. Málinu var því á endanum vísað frá. Tillagan kom að þessu sinni frá Ungmennafélagi Kjalnesinga en Aþena, félagið sem Brynjar Karl kom á fót eftir að hann var rekinn frá ÍR, leikur undir hatti UMFK. Brynjar Karl talaði sjálfur fyrir tillögunni á þinginu, sem eini fulltrúi UMFK á þinginu og einn af 145 þingfulltrúum. Í frétt Körfunnar segir að mikil umræða hafi skapast á þinginu og margir beðið um orðið. Einhverjir vildu lækka aldurinn í ellefu eða tólf ár, úr fjórtán árum frá upprunalegu tillögunni. Lagðar voru fram tvær breytingartillögur en þær voru báðar felldar sem og upprunalega tillaga UMFK. Í núgildandi reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót er körfuknattleiksmönnum skipt í flokka eftir aldri og kyni. Þó að ekkert sé sagt um það í reglugerðinni hefur það hins vegar tíðkast að lið geti verið skipuð bæði strákum og stelpum. Aftur á móti hefur það ekki verið leyft að lið sem alfarið er skipað stelpum spili á Íslandsmóti stráka, eða öfugt. Ársþing KKÍ stendur nú yfir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenski körfuboltinn Íþróttir barna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Sjá meira