Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 14:47 Steinbergur segir að úrskurður Landsréttar, um heimild lögreglu til að taka skýrslu af honum, valdi því að hann geti ekki verið verjandi í málinu. Vísir/Samsett Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. Fréttablaðið greindi fyrst frá en í samtali við Vísi segir Steinbergur Finnbogason, umræddur verjandi, að áhugavert verði að sjá hverjar spurningar lögreglu verði, ef einhverjar verði. Hann kveðst ekki mega, lögum samkvæmt, bera vitni í máli umbjóðanda síns. „Ég hef ekki séð neinar spurningar, en ef ég verð boðaður í skýrslutöku þá er ferlið með þeim hætti að ég svara því að ég hafi ekki heimild til að svara,“ segir Steinbergur. Hann segir að málið gæti því farið í þann farveg að dómstólar þurfi að úrskurða um hvort Steinbergi sé heimilt að svara spurningum lögreglu. Hann gerir ráð fyrir að það færi fyrir Landsrétt, eftir að héraðsdómur hefði úrskurðað um það. Steinbergur segir að úrskurður Landsréttar, um heimild lögreglu til að taka skýrslu af honum, valdi því að hann geti ekki verið verjandi í málinu. „Ekki að svo stöddu. Úrskurðurinn gekk út á það að skipun mín sem verjandi yrði afturkölluð.“ Þegar úrskurður héraðsdóms í málinu var ljós sagðist Steinbergur í samtali við Vísi ekki búa yfir neinum upplýsingum sem máli geti skipt fyrir rannsókn málsins, sem undanskildar væru trúnaðarskyldu hans við skjólstæðing sinn. Hann gæti þó gefið sér að lögregla leitaðist eftir upplýsingum um samskipti frá öðrum sem leituðu til hans um málsvörn, sem ekki var hægt að verða við þar sem hann var þegar verjandi annars manns í málinu. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fréttablaðið greindi fyrst frá en í samtali við Vísi segir Steinbergur Finnbogason, umræddur verjandi, að áhugavert verði að sjá hverjar spurningar lögreglu verði, ef einhverjar verði. Hann kveðst ekki mega, lögum samkvæmt, bera vitni í máli umbjóðanda síns. „Ég hef ekki séð neinar spurningar, en ef ég verð boðaður í skýrslutöku þá er ferlið með þeim hætti að ég svara því að ég hafi ekki heimild til að svara,“ segir Steinbergur. Hann segir að málið gæti því farið í þann farveg að dómstólar þurfi að úrskurða um hvort Steinbergi sé heimilt að svara spurningum lögreglu. Hann gerir ráð fyrir að það færi fyrir Landsrétt, eftir að héraðsdómur hefði úrskurðað um það. Steinbergur segir að úrskurður Landsréttar, um heimild lögreglu til að taka skýrslu af honum, valdi því að hann geti ekki verið verjandi í málinu. „Ekki að svo stöddu. Úrskurðurinn gekk út á það að skipun mín sem verjandi yrði afturkölluð.“ Þegar úrskurður héraðsdóms í málinu var ljós sagðist Steinbergur í samtali við Vísi ekki búa yfir neinum upplýsingum sem máli geti skipt fyrir rannsókn málsins, sem undanskildar væru trúnaðarskyldu hans við skjólstæðing sinn. Hann gæti þó gefið sér að lögregla leitaðist eftir upplýsingum um samskipti frá öðrum sem leituðu til hans um málsvörn, sem ekki var hægt að verða við þar sem hann var þegar verjandi annars manns í málinu.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira