Axel Óskar gekk í raðir lettneska liðsins fyrr á árinu en hann kom frá Viking í Noregi. Hann fékk algjöra draumabyrjun í dag.
Varnarmaðurinn öflugi var nefnilega búinn að skora eftir einungis sextán mínútna leik en lokatölur 3-0. Leikurinn var liður í fyrstu umferð deildarinnar.
16’ VĀĀĀRTI! Aksels Andresons! 1:0! 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/Li2XeN9xwM
— Riga FC (@RigaFC_Official) March 13, 2021
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn og Arnór Sigurðsson í hálftíma er CSKA Moskva tapaði 2-1 fyrir Arsenal Tula í rússneska boltanum.
Arsenal var 2-0 yfir í hállfeik en CSKA minnkaði muninn á 90. mínútu. Í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Arsenal að líta rauða spjaldið en CSKA tókst ekki að jafna. Þeir eru í 2. sæti deildarinnar.
Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn er Darmstadt vann 4-1 sigur á Erzgebirge Aue. Darmstadt er í tólfta sæti deildarinnar með 31 stig.
Íslendingaliðið Esbjerg tapaði 2-0 fyrir Viborg í toppslag í dönsku B-deildinni. Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg sem er nú í þriðja sætinu með 45 stig, Silkeborg er í öðru sætinu með 46 en Viborg á toppnum með 53 stig.
Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Esbjerg og Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Kjartan fékk fínt færi í fyrri hálfleik en náði þá ekki að koma Esbjerg yfir.
Startopstillingen er klar 🔵⚪️
— Esbjerg fB (@EsbjergfB) March 13, 2021
Se med på TV3 Sport kl. 13.00 🔥 pic.twitter.com/OHIRdeTHML