Keyptu hús á 2.500 krónur og gerðu upp Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2021 21:31 Janne líður vel í húsinu á Þingeyri. Hin danska Janne og hinn belgíski Wouter kynntust í Reykjavík árið 2005. Þau fluttu til Þingeyrar sama ár og keyptu hús þar í bænum á 2.500 krónur. Janne og Wouter gerðu húsið upp frá grunni og útkoman er mjög flott eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir með fréttinni. Húsið er kallað Simbahöllin og þau reka þar heimilislegt kaffihús sem þau opnuðu 2009. „Ég fékk tækifæri að koma til Íslands og fara í Háskólann sem skiptinemi árið 2005. Ég kynntist Wouter í Reykjavík en hann var búinn að vera á Þingeyri. Við fluttum þangað og keyptum húsið. Mér fannst þingeyri fallegasti bær sem ég hafði séð á Íslandi,“ segir Janne. Þarf ekki að læsa húsinu „Ég kom til Íslands sem ferðamaður að leita að ævintýrum. Þingeyri er mjög kósí bær. Allir þekkja alla. Það þarf ekkert að læsa húsinu," segir Wouter. Húsið sem þau keyptu og gerðu upp er á Fjarðargötu 5 og var byggt árið 1908. Það hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Á þessu notalega kaffihúsi er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum. „Við fórum strax af stað með að gera húsið upp. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Wouter. Janne bætir við að þegar vinnan við að gera húsið upp byrjaði hafi komið í ljós gamlar og fallegar innréttingar. Draumahúsið „Þá fannst okkur við þurfa að gera eitthvað meira fyrir húsið. Ég held að við eigum heima hérna á Þingeyri núna. Þetta er eiginlega draumahúsið mitt og mér finnst best að vera hér og eiga heima hér,“ segir Janne enn fremur. Wouter segir að sér finnist veturinn besti hlutinn af árinu núna þótt það hafi tekið tíma að venjast veðráttunni til að byrja með. Jannes tekur undir þetta með Wouter. „Við gerum svo mikið á sumrin þegar kaffihúsið er í gangi og fullt af gestum. Veturinn er meira chill og kósí tími þar sem við getum notið umhverfisins og náttúrunnar og það sem við viljum gera. Stundum erum við bara föst út af veðrinu og það er bara fínt,“ segir hún. Janne og Wouter sögðu sögu sína í spjalli við 66°Norður en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið. Ísafjarðarbær Hús og heimili Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Húsið er kallað Simbahöllin og þau reka þar heimilislegt kaffihús sem þau opnuðu 2009. „Ég fékk tækifæri að koma til Íslands og fara í Háskólann sem skiptinemi árið 2005. Ég kynntist Wouter í Reykjavík en hann var búinn að vera á Þingeyri. Við fluttum þangað og keyptum húsið. Mér fannst þingeyri fallegasti bær sem ég hafði séð á Íslandi,“ segir Janne. Þarf ekki að læsa húsinu „Ég kom til Íslands sem ferðamaður að leita að ævintýrum. Þingeyri er mjög kósí bær. Allir þekkja alla. Það þarf ekkert að læsa húsinu," segir Wouter. Húsið sem þau keyptu og gerðu upp er á Fjarðargötu 5 og var byggt árið 1908. Það hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Á þessu notalega kaffihúsi er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum. „Við fórum strax af stað með að gera húsið upp. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Wouter. Janne bætir við að þegar vinnan við að gera húsið upp byrjaði hafi komið í ljós gamlar og fallegar innréttingar. Draumahúsið „Þá fannst okkur við þurfa að gera eitthvað meira fyrir húsið. Ég held að við eigum heima hérna á Þingeyri núna. Þetta er eiginlega draumahúsið mitt og mér finnst best að vera hér og eiga heima hér,“ segir Janne enn fremur. Wouter segir að sér finnist veturinn besti hlutinn af árinu núna þótt það hafi tekið tíma að venjast veðráttunni til að byrja með. Jannes tekur undir þetta með Wouter. „Við gerum svo mikið á sumrin þegar kaffihúsið er í gangi og fullt af gestum. Veturinn er meira chill og kósí tími þar sem við getum notið umhverfisins og náttúrunnar og það sem við viljum gera. Stundum erum við bara föst út af veðrinu og það er bara fínt,“ segir hún. Janne og Wouter sögðu sögu sína í spjalli við 66°Norður en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið.
Ísafjarðarbær Hús og heimili Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira