Rússar hægja á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2021 23:29 Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt að Twitter í símum notenda. AP/Alexander Zemlianichenko Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. Aðgerðirnar ná til allra þeirra sem nota miðilinn í símum sínum og helming þeirra sem notast við fartölvur. Deilur Rússa við Twitter eru til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefur krafist þess að fyrirtækið fjarlægi um þrjú þúsund færslur sem sagðar eru snúa að barnaklámi, fíkniefnum og hvetja ungmenni til þess að svipta sig lífi en færslurnar ná aftur til ársins 2017, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórnin hefur varað við því að verði Twitter ekki við kröfu Rússa verði lokað á aðgang að samfélagsmiðlinum í Rússlandi. Ríkisstjórn Pútíns hefur átt í frekari deilum við samfélagsmiðlafyrirtæki og efnisveitur á undanförnum árum. Rússar hafa sakað fyrirtækin um að ritskoða ríkismiðla Rússlands. Þá hafa fregnir borist af því að Pútín hafi orðið reiður yfir því að vestrænir samfélagsmiðlar hafi verið notaðir til að hvetja til mótmæla vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í janúar. Mótmælin voru þau stærstu í Rússlandi um margra ára skeið og var mótmælt í minnst 150 borgum og bæjum í landinu. Dómsmál gegn Twitter, Facebook, Google, TikTok og Telegram, fyrir að efni sem snýr að mótmælunum hafi ekki verið eytt, verða tekin fyrir í rússneskum dómstólum á næstunni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SPUTNIK/Forsetaembætti Rússlands Hefur sagt samfélagsmiðla tól CIA Eins og fram kemur í frétt Guardian þá hefur Pútín einnig haldið því fram að vestræn samfélagsmiðlafyrirtæki hafi verið sköpuð af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Viðmælendur Moscow Times segja aðgerðir yfirvalda gegn Twitter vera fordæmalausar. Hins vegar séu þær skiljanlegar frá sjónarmiði ráðamanna í Rússlandi. Twitter sé frekar lítið notaður samfélagsmiðill í Rússlandi en notendur hans mjög pólitískir. Þá eru þeir sannfærðir um að í rauninni séu Rússar að senda stærri fyrirtækjum eins og Facebook og Google skilaboð. Ráðamenn muni beina sjónum sínum að þeim næst og aðgerðir gegn Twitter séu bara fyrsta skrefið. Á undanförnum árum hafa Rússar hert lög og reglur varðandi internetið í landinu. Pútín hækkaði í síðasta mánuði sektir sem yfirvöld geta beitt gegn samfélagsmiðlum sem sagðir eru hafa mismunað rússneskum ríkismiðlum og gaf ríkinu jafnvel heimild til að loka á samfélagmiðla. Einn sérfræðingur sagði þó óljóst hvort þessar aðgerðir gætu yfir höfuð heppnast. Ríkisstjórn Rússlands hafi til að mynda reynt að loka á skilaboðaþjónustuna Telegram áður en það hefi ekki gengið eftir. Rússland Twitter Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Aðgerðirnar ná til allra þeirra sem nota miðilinn í símum sínum og helming þeirra sem notast við fartölvur. Deilur Rússa við Twitter eru til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefur krafist þess að fyrirtækið fjarlægi um þrjú þúsund færslur sem sagðar eru snúa að barnaklámi, fíkniefnum og hvetja ungmenni til þess að svipta sig lífi en færslurnar ná aftur til ársins 2017, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórnin hefur varað við því að verði Twitter ekki við kröfu Rússa verði lokað á aðgang að samfélagsmiðlinum í Rússlandi. Ríkisstjórn Pútíns hefur átt í frekari deilum við samfélagsmiðlafyrirtæki og efnisveitur á undanförnum árum. Rússar hafa sakað fyrirtækin um að ritskoða ríkismiðla Rússlands. Þá hafa fregnir borist af því að Pútín hafi orðið reiður yfir því að vestrænir samfélagsmiðlar hafi verið notaðir til að hvetja til mótmæla vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í janúar. Mótmælin voru þau stærstu í Rússlandi um margra ára skeið og var mótmælt í minnst 150 borgum og bæjum í landinu. Dómsmál gegn Twitter, Facebook, Google, TikTok og Telegram, fyrir að efni sem snýr að mótmælunum hafi ekki verið eytt, verða tekin fyrir í rússneskum dómstólum á næstunni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SPUTNIK/Forsetaembætti Rússlands Hefur sagt samfélagsmiðla tól CIA Eins og fram kemur í frétt Guardian þá hefur Pútín einnig haldið því fram að vestræn samfélagsmiðlafyrirtæki hafi verið sköpuð af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Viðmælendur Moscow Times segja aðgerðir yfirvalda gegn Twitter vera fordæmalausar. Hins vegar séu þær skiljanlegar frá sjónarmiði ráðamanna í Rússlandi. Twitter sé frekar lítið notaður samfélagsmiðill í Rússlandi en notendur hans mjög pólitískir. Þá eru þeir sannfærðir um að í rauninni séu Rússar að senda stærri fyrirtækjum eins og Facebook og Google skilaboð. Ráðamenn muni beina sjónum sínum að þeim næst og aðgerðir gegn Twitter séu bara fyrsta skrefið. Á undanförnum árum hafa Rússar hert lög og reglur varðandi internetið í landinu. Pútín hækkaði í síðasta mánuði sektir sem yfirvöld geta beitt gegn samfélagsmiðlum sem sagðir eru hafa mismunað rússneskum ríkismiðlum og gaf ríkinu jafnvel heimild til að loka á samfélagmiðla. Einn sérfræðingur sagði þó óljóst hvort þessar aðgerðir gætu yfir höfuð heppnast. Ríkisstjórn Rússlands hafi til að mynda reynt að loka á skilaboðaþjónustuna Telegram áður en það hefi ekki gengið eftir.
Rússland Twitter Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira