Dómur yfir kvenréttindabaráttukonu stendur óhaggaður Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 16:59 Stjórnvöld í Sádi-Arabíu létu mikið með það þegar þau leyfðu konum að keyra árið 2018. Um sama leyti handtóku þau konur sem höfðu barist fyrir réttindum til að keyra bíl. Þau eru sökuð um að hafa pyntað nokkrar kvennanna. Vísir/EPA Dómstóll í Sádi-Arabíu hafnaði áfrýjun Loujain al-Hathloul, baráttukonu fyrir réttindum kvenna, á dómi sem hún hlaut fyrir meint hryðjuverkabrot. Hathloul var ein þeirra jafnréttissinna sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu tóku höndum árið 2018. Íslensk stjórnvöld voru í hópi ríkja sem lýstu áhyggjum af því að baráttufólk fyrir mannréttindum og jafnrétti auka blaðamenn sem gagnrýndu stjórnvöld sættu ofsóknum í Sádi-Arabíu á vettvangi mannrétttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hathloul var handtekin í maí árið 2018, örfáum vikum áður en Sádi-Arabía felldi úr gildi bann við því að konu ækju bíl. Hún hafði verið framarlega í baráttunni fyrir því að konur fengju réttinn til að keyra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hathloul hafi verið á meðal um tólf annarra kvennréttindakvenna sem voru handteknar í aðgerðum Mohammeds bin Salman krónprins gegn andófsfólki í landinu. Sérstakur hryðjuverkadómstóll dæmdi Hathloul seka um að hafa „hvatt til breytinga á grundvallarstjórn ríkisins“ og að hafa „þjónað erlendri stefnu innan konungsdæmisins með aðstoð internetsins með það markmið að raska allsherjarreglu“. Dómari batt hluta fimm og hálfs árs fangelsisdóm hennar við skilorð. Hún á þó á hættu að vera stungið aftur í steininn fremji hún annan „glæp“ innan þriggja ára. Yfirvöld slepptu Hathloul úr fangelsi á reynslulausn í síðustu mánuði en hún hafði þá dúsað þrjú ár á bak við lás og skrá. Hún sætir enn fimm ára ferðabanni og öðrum takmörkunum á frelsi sínu. Hathloul heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi engan glæp framið. Hún hefur jafnframt heitið því að ná fram réttlæti gagnvart embættismönnum sem hún sakar um að hafa pyntað sig í fangelsi. Mannréttindasamtök telja að sádi-arabísk stjórnvöld hafi látið pynta að minnsta kosti þrjár aðrar konu sem þau höfðu í haldi á sama tíma, þar á meðal með rafstuði, hýðingum og kynferðislegri áreitni. Sádi-arabísk stjórnvöld neita því að konurnar hafi sætt illri meðferð. Sádi-Arabía Jafnréttismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru í hópi ríkja sem lýstu áhyggjum af því að baráttufólk fyrir mannréttindum og jafnrétti auka blaðamenn sem gagnrýndu stjórnvöld sættu ofsóknum í Sádi-Arabíu á vettvangi mannrétttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hathloul var handtekin í maí árið 2018, örfáum vikum áður en Sádi-Arabía felldi úr gildi bann við því að konu ækju bíl. Hún hafði verið framarlega í baráttunni fyrir því að konur fengju réttinn til að keyra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hathloul hafi verið á meðal um tólf annarra kvennréttindakvenna sem voru handteknar í aðgerðum Mohammeds bin Salman krónprins gegn andófsfólki í landinu. Sérstakur hryðjuverkadómstóll dæmdi Hathloul seka um að hafa „hvatt til breytinga á grundvallarstjórn ríkisins“ og að hafa „þjónað erlendri stefnu innan konungsdæmisins með aðstoð internetsins með það markmið að raska allsherjarreglu“. Dómari batt hluta fimm og hálfs árs fangelsisdóm hennar við skilorð. Hún á þó á hættu að vera stungið aftur í steininn fremji hún annan „glæp“ innan þriggja ára. Yfirvöld slepptu Hathloul úr fangelsi á reynslulausn í síðustu mánuði en hún hafði þá dúsað þrjú ár á bak við lás og skrá. Hún sætir enn fimm ára ferðabanni og öðrum takmörkunum á frelsi sínu. Hathloul heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi engan glæp framið. Hún hefur jafnframt heitið því að ná fram réttlæti gagnvart embættismönnum sem hún sakar um að hafa pyntað sig í fangelsi. Mannréttindasamtök telja að sádi-arabísk stjórnvöld hafi látið pynta að minnsta kosti þrjár aðrar konu sem þau höfðu í haldi á sama tíma, þar á meðal með rafstuði, hýðingum og kynferðislegri áreitni. Sádi-arabísk stjórnvöld neita því að konurnar hafi sætt illri meðferð.
Sádi-Arabía Jafnréttismál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira