Dómur yfir kvenréttindabaráttukonu stendur óhaggaður Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 16:59 Stjórnvöld í Sádi-Arabíu létu mikið með það þegar þau leyfðu konum að keyra árið 2018. Um sama leyti handtóku þau konur sem höfðu barist fyrir réttindum til að keyra bíl. Þau eru sökuð um að hafa pyntað nokkrar kvennanna. Vísir/EPA Dómstóll í Sádi-Arabíu hafnaði áfrýjun Loujain al-Hathloul, baráttukonu fyrir réttindum kvenna, á dómi sem hún hlaut fyrir meint hryðjuverkabrot. Hathloul var ein þeirra jafnréttissinna sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu tóku höndum árið 2018. Íslensk stjórnvöld voru í hópi ríkja sem lýstu áhyggjum af því að baráttufólk fyrir mannréttindum og jafnrétti auka blaðamenn sem gagnrýndu stjórnvöld sættu ofsóknum í Sádi-Arabíu á vettvangi mannrétttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hathloul var handtekin í maí árið 2018, örfáum vikum áður en Sádi-Arabía felldi úr gildi bann við því að konu ækju bíl. Hún hafði verið framarlega í baráttunni fyrir því að konur fengju réttinn til að keyra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hathloul hafi verið á meðal um tólf annarra kvennréttindakvenna sem voru handteknar í aðgerðum Mohammeds bin Salman krónprins gegn andófsfólki í landinu. Sérstakur hryðjuverkadómstóll dæmdi Hathloul seka um að hafa „hvatt til breytinga á grundvallarstjórn ríkisins“ og að hafa „þjónað erlendri stefnu innan konungsdæmisins með aðstoð internetsins með það markmið að raska allsherjarreglu“. Dómari batt hluta fimm og hálfs árs fangelsisdóm hennar við skilorð. Hún á þó á hættu að vera stungið aftur í steininn fremji hún annan „glæp“ innan þriggja ára. Yfirvöld slepptu Hathloul úr fangelsi á reynslulausn í síðustu mánuði en hún hafði þá dúsað þrjú ár á bak við lás og skrá. Hún sætir enn fimm ára ferðabanni og öðrum takmörkunum á frelsi sínu. Hathloul heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi engan glæp framið. Hún hefur jafnframt heitið því að ná fram réttlæti gagnvart embættismönnum sem hún sakar um að hafa pyntað sig í fangelsi. Mannréttindasamtök telja að sádi-arabísk stjórnvöld hafi látið pynta að minnsta kosti þrjár aðrar konu sem þau höfðu í haldi á sama tíma, þar á meðal með rafstuði, hýðingum og kynferðislegri áreitni. Sádi-arabísk stjórnvöld neita því að konurnar hafi sætt illri meðferð. Sádi-Arabía Jafnréttismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru í hópi ríkja sem lýstu áhyggjum af því að baráttufólk fyrir mannréttindum og jafnrétti auka blaðamenn sem gagnrýndu stjórnvöld sættu ofsóknum í Sádi-Arabíu á vettvangi mannrétttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hathloul var handtekin í maí árið 2018, örfáum vikum áður en Sádi-Arabía felldi úr gildi bann við því að konu ækju bíl. Hún hafði verið framarlega í baráttunni fyrir því að konur fengju réttinn til að keyra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hathloul hafi verið á meðal um tólf annarra kvennréttindakvenna sem voru handteknar í aðgerðum Mohammeds bin Salman krónprins gegn andófsfólki í landinu. Sérstakur hryðjuverkadómstóll dæmdi Hathloul seka um að hafa „hvatt til breytinga á grundvallarstjórn ríkisins“ og að hafa „þjónað erlendri stefnu innan konungsdæmisins með aðstoð internetsins með það markmið að raska allsherjarreglu“. Dómari batt hluta fimm og hálfs árs fangelsisdóm hennar við skilorð. Hún á þó á hættu að vera stungið aftur í steininn fremji hún annan „glæp“ innan þriggja ára. Yfirvöld slepptu Hathloul úr fangelsi á reynslulausn í síðustu mánuði en hún hafði þá dúsað þrjú ár á bak við lás og skrá. Hún sætir enn fimm ára ferðabanni og öðrum takmörkunum á frelsi sínu. Hathloul heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi engan glæp framið. Hún hefur jafnframt heitið því að ná fram réttlæti gagnvart embættismönnum sem hún sakar um að hafa pyntað sig í fangelsi. Mannréttindasamtök telja að sádi-arabísk stjórnvöld hafi látið pynta að minnsta kosti þrjár aðrar konu sem þau höfðu í haldi á sama tíma, þar á meðal með rafstuði, hýðingum og kynferðislegri áreitni. Sádi-arabísk stjórnvöld neita því að konurnar hafi sætt illri meðferð.
Sádi-Arabía Jafnréttismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira