Börn í Kópavogi slegin eftir uppákomu í vettvangsferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2021 13:50 Börnin voru í Strætó þegar karlmaðurinn í annarlegu ástandi sparkaði til þeirra. Vísir/Vilhelm Nemendur í fjórða bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu í strætisvagni á leiðinni heim úr vettvangsferð í dag. Karlmaður í annarlegu ástandi hrópaði ókvæðisorð yfir börnin og sparkaði til nokkurra nemenda. Deildarstjóri yngra stigs skólans segir að börnin hafi að vonum verið slegin eftir þessa uppákomu. Guðbjörg Oddsdóttir, deildarstjóri yngra stigs skólans, segir í tölvupósti til foreldra að par í annarlegu ástandi hafi beðið eftir strætó á sama stað og nemendurnir. Maðurinn hafi verið farinn að kalla ókvæðisorð að börnunum á stoppustöðinni og færst í aukana þegar komið var inn í strætóinn. „Hann hrópaði ókvæðisorð yfir strætóinn og sagði ljóta hluti við börnin og þá fullorðnu sem í strætó voru. Einnig sparkaði hann til nokkurra nemenda. Börnin voru að vonum slegin eftir þessa uppákomu,“ segir Guðbjörg í tölvupóstinum. Hún hafi farið inn í stofur og rætt við nemendur auk þess að hringja í foreldra þeirra barna sem urðu fyrir spörkum. Vakin er athygli á því að börnin hafi eflaust þörf til að ræða atvikið vel heima við. Hörðuvallaskóli í Kórahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir vinnureglur þó skýrar hjá Strætó ef viðskiptavinir sýni af sér ógnandi hegðun. Þá eigi að stoppa á næstu biðstöð, opna allar dyr á vagninum og vísa viðkomandi út. Ef viðkomandi hlýði ekki eigi að kalla til lögreglu. Hann ætlar að reyna að afla sér nánari upplýsingar um málið. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við fréttastofu og vísaði á samskiptastjóra Kópavogsbæjar. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir í samtali við Vísi að skólastjóri ætli að funda með kennurum og starfsfólki sem var í vettvangsferðinni á eftir til að fara betur yfir málsatvik. Hún hafði ekki upplýsingar um hver atburðarásin hefði verið í strætisvagninum varðandi fólkið og börnin, þ.e. hvernig málinu hefði lokið. Skóla - og menntamál Grunnskólar Strætó Kópavogur Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Deildarstjóri yngra stigs skólans segir að börnin hafi að vonum verið slegin eftir þessa uppákomu. Guðbjörg Oddsdóttir, deildarstjóri yngra stigs skólans, segir í tölvupósti til foreldra að par í annarlegu ástandi hafi beðið eftir strætó á sama stað og nemendurnir. Maðurinn hafi verið farinn að kalla ókvæðisorð að börnunum á stoppustöðinni og færst í aukana þegar komið var inn í strætóinn. „Hann hrópaði ókvæðisorð yfir strætóinn og sagði ljóta hluti við börnin og þá fullorðnu sem í strætó voru. Einnig sparkaði hann til nokkurra nemenda. Börnin voru að vonum slegin eftir þessa uppákomu,“ segir Guðbjörg í tölvupóstinum. Hún hafi farið inn í stofur og rætt við nemendur auk þess að hringja í foreldra þeirra barna sem urðu fyrir spörkum. Vakin er athygli á því að börnin hafi eflaust þörf til að ræða atvikið vel heima við. Hörðuvallaskóli í Kórahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir vinnureglur þó skýrar hjá Strætó ef viðskiptavinir sýni af sér ógnandi hegðun. Þá eigi að stoppa á næstu biðstöð, opna allar dyr á vagninum og vísa viðkomandi út. Ef viðkomandi hlýði ekki eigi að kalla til lögreglu. Hann ætlar að reyna að afla sér nánari upplýsingar um málið. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við fréttastofu og vísaði á samskiptastjóra Kópavogsbæjar. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir í samtali við Vísi að skólastjóri ætli að funda með kennurum og starfsfólki sem var í vettvangsferðinni á eftir til að fara betur yfir málsatvik. Hún hafði ekki upplýsingar um hver atburðarásin hefði verið í strætisvagninum varðandi fólkið og börnin, þ.e. hvernig málinu hefði lokið.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Strætó Kópavogur Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira