Lærði helling af pabbanum en er aðeins rólegri í skapinu en hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 11:00 Feðgarnir Patrik Sigurður og Gunnar Sigurðsson. vísir/getty/epa Um æðar Patriks Sigurðar Gunnarssonar rennur markvarðablóð en faðir hans stóð milli stanganna hjá liðum á borð við ÍBV, Fram og FH á árum áður. Patrik er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðs Íslands sem er á leið á EM síðar í þessum mánuði. Hann fékk gott markvarðaruppeldi hjá föður sínum, Gunnari Sigurðssyni, en fékk þó að ráða hvaða stöðu hann myndi spila. „Hann kenndi mér grunninn þegar ég var ungur, bara til að hafa hann, og svo mátti ég ráða hvað ég myndi gera,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. „En eftir Shell-mótið í 6. flokki tók ég þá ákvörðun að vera í markinu.“ Patrik hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en leikur í dag með Silkeborg í dönsku B-deildinni. Hann æfði oft með pabba sínum meðan hann bjó enn á Íslandi. „Þegar ég var í fríi eða svoleiðis fór ég oft með honum út á völl á aukaæfingar sem hjálpaði mjög mikið,“ sagði Patrik. „Ég tala við hann eftir hvern einasta leik sem ég spila. Hann horfir á alla leiki og það er bara gott.“ Stór karakter og topp markvörður Gunnar lék 131 leik í efstu deild með ÍBV, Fram og FH. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Þá var hann aðalmarkvörður Íslandsmeistaraliðs FH seinni hluta tímabilsins 2008. Patrik segist muna aðeins eftir pabba sínum sem leikmanni. „Já, líka það sem ég hef heyrt og tengt þannig við. Að hann hafi verið alveg snargeðveikur og stór karakter. Og topp markvörður á Íslandi.“ En er Patrik rólegri í skapinu en pabbi sinn? „Ég er orðinn rólegri. Ég var mjög strekktur þegar ég var yngri en hann kenndi mér fljótt að væri ekkert alltaf gott að vera svona. Að maður þyrfti að læra að nota skapið sem ég tel mig hafa gert,“ sagði Patrik. Undanfarin ár hefur Gunnar verið markvarðaþjálfari Fjölnis og hikar ekki við að láta í sér heyra á hliðarlínunni. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
Patrik er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðs Íslands sem er á leið á EM síðar í þessum mánuði. Hann fékk gott markvarðaruppeldi hjá föður sínum, Gunnari Sigurðssyni, en fékk þó að ráða hvaða stöðu hann myndi spila. „Hann kenndi mér grunninn þegar ég var ungur, bara til að hafa hann, og svo mátti ég ráða hvað ég myndi gera,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. „En eftir Shell-mótið í 6. flokki tók ég þá ákvörðun að vera í markinu.“ Patrik hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en leikur í dag með Silkeborg í dönsku B-deildinni. Hann æfði oft með pabba sínum meðan hann bjó enn á Íslandi. „Þegar ég var í fríi eða svoleiðis fór ég oft með honum út á völl á aukaæfingar sem hjálpaði mjög mikið,“ sagði Patrik. „Ég tala við hann eftir hvern einasta leik sem ég spila. Hann horfir á alla leiki og það er bara gott.“ Stór karakter og topp markvörður Gunnar lék 131 leik í efstu deild með ÍBV, Fram og FH. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Þá var hann aðalmarkvörður Íslandsmeistaraliðs FH seinni hluta tímabilsins 2008. Patrik segist muna aðeins eftir pabba sínum sem leikmanni. „Já, líka það sem ég hef heyrt og tengt þannig við. Að hann hafi verið alveg snargeðveikur og stór karakter. Og topp markvörður á Íslandi.“ En er Patrik rólegri í skapinu en pabbi sinn? „Ég er orðinn rólegri. Ég var mjög strekktur þegar ég var yngri en hann kenndi mér fljótt að væri ekkert alltaf gott að vera svona. Að maður þyrfti að læra að nota skapið sem ég tel mig hafa gert,“ sagði Patrik. Undanfarin ár hefur Gunnar verið markvarðaþjálfari Fjölnis og hikar ekki við að láta í sér heyra á hliðarlínunni.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira