Lærði helling af pabbanum en er aðeins rólegri í skapinu en hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 11:00 Feðgarnir Patrik Sigurður og Gunnar Sigurðsson. vísir/getty/epa Um æðar Patriks Sigurðar Gunnarssonar rennur markvarðablóð en faðir hans stóð milli stanganna hjá liðum á borð við ÍBV, Fram og FH á árum áður. Patrik er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðs Íslands sem er á leið á EM síðar í þessum mánuði. Hann fékk gott markvarðaruppeldi hjá föður sínum, Gunnari Sigurðssyni, en fékk þó að ráða hvaða stöðu hann myndi spila. „Hann kenndi mér grunninn þegar ég var ungur, bara til að hafa hann, og svo mátti ég ráða hvað ég myndi gera,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. „En eftir Shell-mótið í 6. flokki tók ég þá ákvörðun að vera í markinu.“ Patrik hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en leikur í dag með Silkeborg í dönsku B-deildinni. Hann æfði oft með pabba sínum meðan hann bjó enn á Íslandi. „Þegar ég var í fríi eða svoleiðis fór ég oft með honum út á völl á aukaæfingar sem hjálpaði mjög mikið,“ sagði Patrik. „Ég tala við hann eftir hvern einasta leik sem ég spila. Hann horfir á alla leiki og það er bara gott.“ Stór karakter og topp markvörður Gunnar lék 131 leik í efstu deild með ÍBV, Fram og FH. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Þá var hann aðalmarkvörður Íslandsmeistaraliðs FH seinni hluta tímabilsins 2008. Patrik segist muna aðeins eftir pabba sínum sem leikmanni. „Já, líka það sem ég hef heyrt og tengt þannig við. Að hann hafi verið alveg snargeðveikur og stór karakter. Og topp markvörður á Íslandi.“ En er Patrik rólegri í skapinu en pabbi sinn? „Ég er orðinn rólegri. Ég var mjög strekktur þegar ég var yngri en hann kenndi mér fljótt að væri ekkert alltaf gott að vera svona. Að maður þyrfti að læra að nota skapið sem ég tel mig hafa gert,“ sagði Patrik. Undanfarin ár hefur Gunnar verið markvarðaþjálfari Fjölnis og hikar ekki við að láta í sér heyra á hliðarlínunni. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Patrik er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðs Íslands sem er á leið á EM síðar í þessum mánuði. Hann fékk gott markvarðaruppeldi hjá föður sínum, Gunnari Sigurðssyni, en fékk þó að ráða hvaða stöðu hann myndi spila. „Hann kenndi mér grunninn þegar ég var ungur, bara til að hafa hann, og svo mátti ég ráða hvað ég myndi gera,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. „En eftir Shell-mótið í 6. flokki tók ég þá ákvörðun að vera í markinu.“ Patrik hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en leikur í dag með Silkeborg í dönsku B-deildinni. Hann æfði oft með pabba sínum meðan hann bjó enn á Íslandi. „Þegar ég var í fríi eða svoleiðis fór ég oft með honum út á völl á aukaæfingar sem hjálpaði mjög mikið,“ sagði Patrik. „Ég tala við hann eftir hvern einasta leik sem ég spila. Hann horfir á alla leiki og það er bara gott.“ Stór karakter og topp markvörður Gunnar lék 131 leik í efstu deild með ÍBV, Fram og FH. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Þá var hann aðalmarkvörður Íslandsmeistaraliðs FH seinni hluta tímabilsins 2008. Patrik segist muna aðeins eftir pabba sínum sem leikmanni. „Já, líka það sem ég hef heyrt og tengt þannig við. Að hann hafi verið alveg snargeðveikur og stór karakter. Og topp markvörður á Íslandi.“ En er Patrik rólegri í skapinu en pabbi sinn? „Ég er orðinn rólegri. Ég var mjög strekktur þegar ég var yngri en hann kenndi mér fljótt að væri ekkert alltaf gott að vera svona. Að maður þyrfti að læra að nota skapið sem ég tel mig hafa gert,“ sagði Patrik. Undanfarin ár hefur Gunnar verið markvarðaþjálfari Fjölnis og hikar ekki við að láta í sér heyra á hliðarlínunni.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira