Græn skynsemi og Framsókn Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 9. mars 2021 14:31 Velsæld allra byggðarlaga á Íslandi er háð því að hægt sé að nýta hugvit til að skapa verðmæti á sjálfbæran hátt í sátt við náttúru og samfélag. Verðmætasköpun er grundvöllur þeirrar samhjálpar og velferðar sem gerir öllum kleift að njóta lífsins í samræmi við sínar eigin óskir og þrár. Um þetta snúast stjórnmál. Hið hárrétta jafnvægi velmegunar og lífshamingju er línudans á miðjunni þar sem öfgum bæði til hægri og vinstri er haldið í skefjum með skynsemi og samvinnu. Þennan dans hefur Framsókn fullkomnað. Velmegun byggir á verðmætasköpun Velmegun Íslands byggir á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Við erum í grunninn matvælaframleiðsluþjóð sem byggir nútíma lífsskilyrði sín á skilvirkum landbúnaði og sjávarútvegi þar sem öflugir bændur og hugdjarfir sjómenn hafa hellulagt stíginn frá fátækt til bjargálna. Við eigum öll mikið undir því að framleiðslugreinum hér á landi verði búin sanngjörn og hvetjandi umgjörð. Um það snúast íslensk stjórnmál að stórum hluta. Þar þarf að láta verkin tala. Umgjörðin verður að virka Sú umgjörð þarf að vera skynsamleg með sjálfbærni í forgangi. Verðmætin verða til hjá fólki og fyrirtækjum þegar gjafir náttúrunnar til sjávar og sveita eru nýttar með dugnaði, frumkvöðlakrafti og hugviti. Hvorki Alþingi né stjórnsýslustofnanir í Reykjavík mega þvælast fyrir því að nýjar búgreinar eins og kolefnisjöfnun geti skotið rótum. Það er afar mikilvægt að allt regluverk og lagaumgjörð sé eins og best er á kosið. Stefnan þarf að vera skýr og við Íslendingar verðum að setja grænar áherslur á oddinn. Vegurinn áfram er grænn Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið rödd hinna dreifðu byggða á Alþingi. Hann talar fyrir velferð sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun um allt land. Flokkurinn hafnar öfgum til vinstri og hægri og er rödd skynseminnar á Alþingi. Þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt mun ýta undir fjölgun starfa um allt land. Beitarskógar og kolefnisjöfnun eru önnur græn verkefni sem fjölga möguleikum þeirrar kynslóðar sem er að vaxa úr grasi. Lífræn ræktun, handverksbrugghús, heimaslátrun og önnur vinnsla afurða bjóða upp á fjölmörg tækisfæri þar sem þörfin er mest. Fjölbreytni og samvinna Eigi íslenskur landbúnaður að blómstra verður að hlúa að fjölbreytninni en á sama tíma verður að hagræðis og búa til skynsamlegan ramma utan um stóru framleiðsluna sem þjónar fjöldanum. Lagabreyting sem auðveldar þeim samstarf eða sameiningu kjötafurðastöðva er nauðsynleg til þess að greinin blómstri í alþjóðlegri samkeppni. Slík undanþága getur leitt til mikillar hagræðingar sem skilar sér í hærra afurðaverði til bænda og öflugri rekstri fyrirtækjanna. Öflug stjórnsýsla þjóni þjóðinni Efling matvælaframleiðslu er mikilvægt hagsmunamál fyrir lífskjör okkar allra. Það eru landgræðslu og loftslagsmálin líka. Þetta þarf að fara saman svo sjávarplássin og sveitirnar blómstri. Við verðum að láta verkin tala í þessum efnum og breyta því sem við sjáum að virkar ekki sem skyldi. Sameining umhverfismála og landbúnaðar í eitt ráðuneyti gæti hjálpað okkur á þessari vegferð. Fáar aðrar breytingar á stjórnkerfinu myndu leiða til álíka aukningar í verðmætasköpun eða fjölgun starfa. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Velsæld allra byggðarlaga á Íslandi er háð því að hægt sé að nýta hugvit til að skapa verðmæti á sjálfbæran hátt í sátt við náttúru og samfélag. Verðmætasköpun er grundvöllur þeirrar samhjálpar og velferðar sem gerir öllum kleift að njóta lífsins í samræmi við sínar eigin óskir og þrár. Um þetta snúast stjórnmál. Hið hárrétta jafnvægi velmegunar og lífshamingju er línudans á miðjunni þar sem öfgum bæði til hægri og vinstri er haldið í skefjum með skynsemi og samvinnu. Þennan dans hefur Framsókn fullkomnað. Velmegun byggir á verðmætasköpun Velmegun Íslands byggir á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Við erum í grunninn matvælaframleiðsluþjóð sem byggir nútíma lífsskilyrði sín á skilvirkum landbúnaði og sjávarútvegi þar sem öflugir bændur og hugdjarfir sjómenn hafa hellulagt stíginn frá fátækt til bjargálna. Við eigum öll mikið undir því að framleiðslugreinum hér á landi verði búin sanngjörn og hvetjandi umgjörð. Um það snúast íslensk stjórnmál að stórum hluta. Þar þarf að láta verkin tala. Umgjörðin verður að virka Sú umgjörð þarf að vera skynsamleg með sjálfbærni í forgangi. Verðmætin verða til hjá fólki og fyrirtækjum þegar gjafir náttúrunnar til sjávar og sveita eru nýttar með dugnaði, frumkvöðlakrafti og hugviti. Hvorki Alþingi né stjórnsýslustofnanir í Reykjavík mega þvælast fyrir því að nýjar búgreinar eins og kolefnisjöfnun geti skotið rótum. Það er afar mikilvægt að allt regluverk og lagaumgjörð sé eins og best er á kosið. Stefnan þarf að vera skýr og við Íslendingar verðum að setja grænar áherslur á oddinn. Vegurinn áfram er grænn Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið rödd hinna dreifðu byggða á Alþingi. Hann talar fyrir velferð sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun um allt land. Flokkurinn hafnar öfgum til vinstri og hægri og er rödd skynseminnar á Alþingi. Þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt mun ýta undir fjölgun starfa um allt land. Beitarskógar og kolefnisjöfnun eru önnur græn verkefni sem fjölga möguleikum þeirrar kynslóðar sem er að vaxa úr grasi. Lífræn ræktun, handverksbrugghús, heimaslátrun og önnur vinnsla afurða bjóða upp á fjölmörg tækisfæri þar sem þörfin er mest. Fjölbreytni og samvinna Eigi íslenskur landbúnaður að blómstra verður að hlúa að fjölbreytninni en á sama tíma verður að hagræðis og búa til skynsamlegan ramma utan um stóru framleiðsluna sem þjónar fjöldanum. Lagabreyting sem auðveldar þeim samstarf eða sameiningu kjötafurðastöðva er nauðsynleg til þess að greinin blómstri í alþjóðlegri samkeppni. Slík undanþága getur leitt til mikillar hagræðingar sem skilar sér í hærra afurðaverði til bænda og öflugri rekstri fyrirtækjanna. Öflug stjórnsýsla þjóni þjóðinni Efling matvælaframleiðslu er mikilvægt hagsmunamál fyrir lífskjör okkar allra. Það eru landgræðslu og loftslagsmálin líka. Þetta þarf að fara saman svo sjávarplássin og sveitirnar blómstri. Við verðum að láta verkin tala í þessum efnum og breyta því sem við sjáum að virkar ekki sem skyldi. Sameining umhverfismála og landbúnaðar í eitt ráðuneyti gæti hjálpað okkur á þessari vegferð. Fáar aðrar breytingar á stjórnkerfinu myndu leiða til álíka aukningar í verðmætasköpun eða fjölgun starfa. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun