Boðar breytt fyrirkomulag samræmdra prófa á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2021 10:53 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með hvernig fór með samræmdu prófin í gær. Vísir/SigurjónÓ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni verði notuð til að kanna stöðu nemenda og bera saman frá og með næsta ári. Hún segir mjög mikilvægt að fram fari samræmt mat svo hver og einn nemandi viti hvar hann standi. Lilja var til viðtals um samræmd próf í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fjölmargir nemendur í 9. bekk lentu í vandræðum í gær þegar þreyta átti samræmt próf í íslensku. Áætlað er að um 3500 nemendur af 4200 nemendum hafi lokið prófinu en ljóst að hluti nemenda þreytti prófið við ófullnægjandi aðstæður. Skólarnir hafa tveggja vikna glugga frá og með mánudeginum 15. mars til að leggja prófin fyrir nemendur sína. Vinnuhópur eftir klúðrið 2018 Lilja minnir á að framkvæmd samræmdra prófa árið 2019 og 2020 hafi gengið vel eftir að vandamál komu upp við próftöku árið 2018. „Menntamálstofnun sem ber ábyrgð á framkvæmdinni var búin að prufukeyra og undirbúa allt vel fyrir þessa framkvæmd. Eitthvað fór úrskeiðis. Að mínu mati gengur það ekki upp, fyrst og síðast gagnvart nemendum.“ Lilja segir að eftir klúðrið 2018 hafi verið settur á laggirnar vinnuhópur um framtíðarstefnu varðandi samræmt námsmat. „Það sem við erum að gera núna er að kostnaðarmeta þessar tillögur þannig að á næsta ári verður komið nýtt fyrirkomulag.“ Umgjörðin þurfi að vera upp á tíu Lilja segir vilja til þess að hafa matsferil og að þróað verði heilstætt safn matsrækja í mörgum námsgreinum. Umgjörðin þurfi þó að vera upp á tíu. Hún hvetur alla til að kynna sér skýrslu starfshóps sem skipaður var og skilaði tillögum í febrúar í fyrra til ráðherra um markmið, hlutverk, framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Skýrsluna má nálgast í viðhengi við þessa frétt. Hér má sjá helstu niðurstöður hópsins. Í tillögunum felst umtalsverð stefnubreyting frá núverandi fyrirkomulagi samræmdra prófa í grunnskólum. Lagt er til að í stað þeirra verði þróuð ný matstæki í ýmsum námsgreinum með áherslu á fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni. Hópurinn leggur til að nýja fyrirkomulagið verði kallað matsferill. Áhersla verði lögð á leiðbeinandi námsmat sem komi til móts við fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám og leiðsagnarmat. Skólar og nemendur hafi valfrelsi um að nýta sér prófin með þeirri undantekningu að skólum beri að leggja fyrir ákveðin próf í íslensku og stærðfræði. Gefa eigi kost á sveigjanlegri fyrirlögn prófa í matsferlinum. Þá leggur starfshópurinn til að skilgreindur verði námsmatsrammi sem veiti ítarlegar upplýsingar um markmið og hlutverk alls skipulagðs námsmats á mismunandi skólastigum. Með slíkum ramma deili allir sömu sýn á tilgang námsmats og tímasetningar þess, birtingu niðurstaðna og í hvaða röð ólíkir námsþættir væru kannaðir. Góð reynsla er af notkun slíkra námsmatsramma í nágrannalöndunum. Milljarður árlega til Menntamálastofnunar Lilja segir alveg ljóst í sínum huga að hnökrar eins og urðu í gær megi ekki koma upp. Árið 2019 hafi þetta gengið eftir í kjölfar stuðnings við Menntamálastofnun sem Lilja minnir á að fái milljarð á hverju einasta ári. Sömuleiðis í fyrra. „En þarna gerist eitthvað hjá stofnuninni sem er auðvitað ekki gott. Við töldum að það væri búið að tryggja þessa varaleið. Mér var tilkynnt það í gær. Um leið og ég fékk upplýsingar um að framvkæmdin hefði farið úrskekðis vildi ég taka allan vafa um það að við myndum fresta þessum prófum og það þarf að fara alveg ofan í saumana á þessu. Vinnan er til, núna er kostnaðarmatið svo ég er eins og alltaf mjög bjartsýn á að þetta verði betra og við erum alltaf að læra,“ segir Lilja. Hún leggur áherslu á meiri sveigjanleika í skólunum. Hún tekur þó ekki undir með þeim sem vilja slaufa öllum samræmdum prófum. „Ég tel mjög mikilvægt að það sé samræmt mat svo hver og einn nemandi viti hvar hann stendur, í samanburði við aðra. En framkvæmdin og fyrirkomulagið, við erum að endurskoða það. Hvernig við getum veitt samræmt mat en að það sé meiri sveigjanleiki.“ Fólk velti mögulega fyrir sér hvort um samræmt próf sé að ræða ef nemendur þreyta það ekki á sama tíma. Lausnin á því sé að dýpka grunninn svo hægt sé að búa til samræmt próf með sveigjanleika í fyrirlögn. Tengd skjöl Samraemt_namsmatPDF1.4MBSækja skjal Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. 8. mars 2021 23:23 Ráðuneytið þurfi að tryggja fullnægjandi kerfi eða fella niður samræmd próf Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir óásættanlegt að samræmd próf séu ítrekað lögð fyrir í prófakerfi sem sé metið „algjörlega ófullnægjandi“ af skipuleggjendum þeirra. Menntamálaráðuneytið þurfi annað hvort að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella alfarið niður samræmd próf. 8. mars 2021 21:03 Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34 „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Lilja var til viðtals um samræmd próf í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fjölmargir nemendur í 9. bekk lentu í vandræðum í gær þegar þreyta átti samræmt próf í íslensku. Áætlað er að um 3500 nemendur af 4200 nemendum hafi lokið prófinu en ljóst að hluti nemenda þreytti prófið við ófullnægjandi aðstæður. Skólarnir hafa tveggja vikna glugga frá og með mánudeginum 15. mars til að leggja prófin fyrir nemendur sína. Vinnuhópur eftir klúðrið 2018 Lilja minnir á að framkvæmd samræmdra prófa árið 2019 og 2020 hafi gengið vel eftir að vandamál komu upp við próftöku árið 2018. „Menntamálstofnun sem ber ábyrgð á framkvæmdinni var búin að prufukeyra og undirbúa allt vel fyrir þessa framkvæmd. Eitthvað fór úrskeiðis. Að mínu mati gengur það ekki upp, fyrst og síðast gagnvart nemendum.“ Lilja segir að eftir klúðrið 2018 hafi verið settur á laggirnar vinnuhópur um framtíðarstefnu varðandi samræmt námsmat. „Það sem við erum að gera núna er að kostnaðarmeta þessar tillögur þannig að á næsta ári verður komið nýtt fyrirkomulag.“ Umgjörðin þurfi að vera upp á tíu Lilja segir vilja til þess að hafa matsferil og að þróað verði heilstætt safn matsrækja í mörgum námsgreinum. Umgjörðin þurfi þó að vera upp á tíu. Hún hvetur alla til að kynna sér skýrslu starfshóps sem skipaður var og skilaði tillögum í febrúar í fyrra til ráðherra um markmið, hlutverk, framkvæmd og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa. Skýrsluna má nálgast í viðhengi við þessa frétt. Hér má sjá helstu niðurstöður hópsins. Í tillögunum felst umtalsverð stefnubreyting frá núverandi fyrirkomulagi samræmdra prófa í grunnskólum. Lagt er til að í stað þeirra verði þróuð ný matstæki í ýmsum námsgreinum með áherslu á fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni. Hópurinn leggur til að nýja fyrirkomulagið verði kallað matsferill. Áhersla verði lögð á leiðbeinandi námsmat sem komi til móts við fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám og leiðsagnarmat. Skólar og nemendur hafi valfrelsi um að nýta sér prófin með þeirri undantekningu að skólum beri að leggja fyrir ákveðin próf í íslensku og stærðfræði. Gefa eigi kost á sveigjanlegri fyrirlögn prófa í matsferlinum. Þá leggur starfshópurinn til að skilgreindur verði námsmatsrammi sem veiti ítarlegar upplýsingar um markmið og hlutverk alls skipulagðs námsmats á mismunandi skólastigum. Með slíkum ramma deili allir sömu sýn á tilgang námsmats og tímasetningar þess, birtingu niðurstaðna og í hvaða röð ólíkir námsþættir væru kannaðir. Góð reynsla er af notkun slíkra námsmatsramma í nágrannalöndunum. Milljarður árlega til Menntamálastofnunar Lilja segir alveg ljóst í sínum huga að hnökrar eins og urðu í gær megi ekki koma upp. Árið 2019 hafi þetta gengið eftir í kjölfar stuðnings við Menntamálastofnun sem Lilja minnir á að fái milljarð á hverju einasta ári. Sömuleiðis í fyrra. „En þarna gerist eitthvað hjá stofnuninni sem er auðvitað ekki gott. Við töldum að það væri búið að tryggja þessa varaleið. Mér var tilkynnt það í gær. Um leið og ég fékk upplýsingar um að framvkæmdin hefði farið úrskekðis vildi ég taka allan vafa um það að við myndum fresta þessum prófum og það þarf að fara alveg ofan í saumana á þessu. Vinnan er til, núna er kostnaðarmatið svo ég er eins og alltaf mjög bjartsýn á að þetta verði betra og við erum alltaf að læra,“ segir Lilja. Hún leggur áherslu á meiri sveigjanleika í skólunum. Hún tekur þó ekki undir með þeim sem vilja slaufa öllum samræmdum prófum. „Ég tel mjög mikilvægt að það sé samræmt mat svo hver og einn nemandi viti hvar hann stendur, í samanburði við aðra. En framkvæmdin og fyrirkomulagið, við erum að endurskoða það. Hvernig við getum veitt samræmt mat en að það sé meiri sveigjanleiki.“ Fólk velti mögulega fyrir sér hvort um samræmt próf sé að ræða ef nemendur þreyta það ekki á sama tíma. Lausnin á því sé að dýpka grunninn svo hægt sé að búa til samræmt próf með sveigjanleika í fyrirlögn. Tengd skjöl Samraemt_namsmatPDF1.4MBSækja skjal
Í tillögunum felst umtalsverð stefnubreyting frá núverandi fyrirkomulagi samræmdra prófa í grunnskólum. Lagt er til að í stað þeirra verði þróuð ný matstæki í ýmsum námsgreinum með áherslu á fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni. Hópurinn leggur til að nýja fyrirkomulagið verði kallað matsferill. Áhersla verði lögð á leiðbeinandi námsmat sem komi til móts við fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám og leiðsagnarmat. Skólar og nemendur hafi valfrelsi um að nýta sér prófin með þeirri undantekningu að skólum beri að leggja fyrir ákveðin próf í íslensku og stærðfræði. Gefa eigi kost á sveigjanlegri fyrirlögn prófa í matsferlinum. Þá leggur starfshópurinn til að skilgreindur verði námsmatsrammi sem veiti ítarlegar upplýsingar um markmið og hlutverk alls skipulagðs námsmats á mismunandi skólastigum. Með slíkum ramma deili allir sömu sýn á tilgang námsmats og tímasetningar þess, birtingu niðurstaðna og í hvaða röð ólíkir námsþættir væru kannaðir. Góð reynsla er af notkun slíkra námsmatsramma í nágrannalöndunum.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. 8. mars 2021 23:23 Ráðuneytið þurfi að tryggja fullnægjandi kerfi eða fella niður samræmd próf Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir óásættanlegt að samræmd próf séu ítrekað lögð fyrir í prófakerfi sem sé metið „algjörlega ófullnægjandi“ af skipuleggjendum þeirra. Menntamálaráðuneytið þurfi annað hvort að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella alfarið niður samræmd próf. 8. mars 2021 21:03 Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34 „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. 8. mars 2021 23:23
Ráðuneytið þurfi að tryggja fullnægjandi kerfi eða fella niður samræmd próf Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir óásættanlegt að samræmd próf séu ítrekað lögð fyrir í prófakerfi sem sé metið „algjörlega ófullnægjandi“ af skipuleggjendum þeirra. Menntamálaráðuneytið þurfi annað hvort að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella alfarið niður samræmd próf. 8. mars 2021 21:03
Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34
„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39
Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27