Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2021 12:35 Frá fundi þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag. Vísir/Sigurjón Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Níu konur hafa ákveðið að kæra Íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kynferðisbrotamál sem þær höfðu kært hér á landi voru annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Með kærunni er krafist réttlátrar málsmeðferðar og krafa til einkalífs virt. Konurnar sem kært hafa mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn sem var staðfest af ríkissaksóknara. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Lögmaður kvennanna níu segir að ríkið hafa brugðist skyldum sínum á kerfisbundin hátt, svipt konur rétti til réttlátrar málsmeðferðar og brotið gegn rétti kvenna til einkalífs.Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir kærurnar hafa verið lagðar fram í Mannréttindadómstólnum hver í sínu lagi. „Nú er búið að senda níu mál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau eru öll send sem einstök mál vegna þess að MDE tekur ekki á móti hópmálsóknum en við erum að vísa í sömu greinar Mannréttindasáttmálans í þessum málum og erum að fara yfir sömu brotalamirnar þannig að vonandi verða þau tekin fyrir saman ef það er hægt. Þau eru núna hjá dómstólnum og bíða eftir því að komast að,“ segir Steinunn.Í tilkynningu segir að einungis um 17% nauðgunarmála fari fyrir dómstól og að 13% endi með sakfellingu. „Miðað við þær tölur sem að við höfum þá sjáum við að um 70-85% af þeim málum sem eru tilkynnt til lögreglu um ofbeldisbrot gegn konum eru felld niður einhversstaðar í ferlinu. Þetta geta verið þá nokkrir tugir eða hátt í nokkur hundruð mál á ári,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hægt sé að gera úrbætur strax. „Við höfum auðvitað ýtt við ríkisvaldinu í fjöldamörg ár um réttakerfið og að það ferli sem þar viðgengst henti ekki sérstaklega vel fyrir ofbeldismál gegn konum. Við höfum ekki fengið viðbrögð við þessu enn sem komið er en við köllum nú eftir viðbrögðum frá ríkinu og lögðum fram kröfur þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag og við viljum endilega fá viðbrögð ríkisins við því. Það er margt hægt að gera til þess að bæta málsmeðferðina í þessum málaflokki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Tengdar fréttir Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Níu konur hafa ákveðið að kæra Íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kynferðisbrotamál sem þær höfðu kært hér á landi voru annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Með kærunni er krafist réttlátrar málsmeðferðar og krafa til einkalífs virt. Konurnar sem kært hafa mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn sem var staðfest af ríkissaksóknara. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Lögmaður kvennanna níu segir að ríkið hafa brugðist skyldum sínum á kerfisbundin hátt, svipt konur rétti til réttlátrar málsmeðferðar og brotið gegn rétti kvenna til einkalífs.Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir kærurnar hafa verið lagðar fram í Mannréttindadómstólnum hver í sínu lagi. „Nú er búið að senda níu mál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau eru öll send sem einstök mál vegna þess að MDE tekur ekki á móti hópmálsóknum en við erum að vísa í sömu greinar Mannréttindasáttmálans í þessum málum og erum að fara yfir sömu brotalamirnar þannig að vonandi verða þau tekin fyrir saman ef það er hægt. Þau eru núna hjá dómstólnum og bíða eftir því að komast að,“ segir Steinunn.Í tilkynningu segir að einungis um 17% nauðgunarmála fari fyrir dómstól og að 13% endi með sakfellingu. „Miðað við þær tölur sem að við höfum þá sjáum við að um 70-85% af þeim málum sem eru tilkynnt til lögreglu um ofbeldisbrot gegn konum eru felld niður einhversstaðar í ferlinu. Þetta geta verið þá nokkrir tugir eða hátt í nokkur hundruð mál á ári,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hægt sé að gera úrbætur strax. „Við höfum auðvitað ýtt við ríkisvaldinu í fjöldamörg ár um réttakerfið og að það ferli sem þar viðgengst henti ekki sérstaklega vel fyrir ofbeldismál gegn konum. Við höfum ekki fengið viðbrögð við þessu enn sem komið er en við köllum nú eftir viðbrögðum frá ríkinu og lögðum fram kröfur þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag og við viljum endilega fá viðbrögð ríkisins við því. Það er margt hægt að gera til þess að bæta málsmeðferðina í þessum málaflokki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Tengdar fréttir Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30