Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2021 20:55 Hjónin Vigdís Sigurðardóttir og Eiríkur Kristjánsson eru bændur í Borgum í Kollavík. Arnar Halldórsson Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er farið um afskekktar slóðir við vestanverðan Þistilfjörð. Heilsað er upp á fólk í dagsins önnum en einnig rifjaðar upp minningar frá fyrri tíð. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll Árnason.Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík hittum við feðgana Árna Gunnarsson bónda og þrettán ára son hans, Heimi Sigurpál Árnason, sem er orðinn ágætlega fær í harmonikkuleik, þótt hann hafi aðeins stundað hljóðfæranámið í eitt ár. Í Krossavík heimsækjum við tvö eyðibýli þar sem fólk dvelur yfir sumartímann um lengri eða skemmri tíma. Þau Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir í Krossavík 2 rifja upp minningar frá síldarævintýrinu á Raufarhöfn.Arnar Halldórsson Í Krossavík tvö hittum við þau Birgi Sveinbjörnsson og Rósbjörgu Halldóru Jónasdóttur en þar var hennar æskuheimili. Hún ólst upp við tilveru án rafmagns og þangað kom fyrst vegur þegar hún fermdist. Í Krossavík eitt hittum við þau Felix Högnason og Báru Denný Ívarsdóttur og nítján ára dóttur þeirra, Þyrí Stellu Felixdóttur. Þar var nýting rekaviðar einn helsti þáttur búskaparins. Felix Högnason lektor sýnir minjar frá þeim tíma sem afi hans og amma voru bændur í Krossavík við Þistilfjörð.Arnar Halldórsson Á bænum Borgum í Kollavík segja þau Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir frá byggðinni og ákvörðun sinni um að hætta sauðfjárbúskap. Einnig hittum við tvö af börnum þeirra, þau Sigurð og Önnu Maríu, og tvö af barnabörnunum. Á hlaðinu í Borgum. Eiríkur og Vigdís með tveimur barna sinna, Sigurði til vinstri og Önnu Maríu til hægri, og tveimur barnabarna, Valgerði Ósk Kjaran Janusdóttur og Halldóri Kjaran Janussyni.Arnar Halldórsson Þá ræðum við um rómantíkina á Raufarhöfn og hjónaböndin sem þar urðu til, ekki bara í síldinni heldur einnig löngu eftir að hún var horfin. Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Svalbarðshreppur Norðurþing Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er farið um afskekktar slóðir við vestanverðan Þistilfjörð. Heilsað er upp á fólk í dagsins önnum en einnig rifjaðar upp minningar frá fyrri tíð. Feðgarnir í Sveinungsvík, þeir Árni Gunnarsson og Heimir Sigurpáll Árnason.Arnar Halldórsson Í Sveinungsvík hittum við feðgana Árna Gunnarsson bónda og þrettán ára son hans, Heimi Sigurpál Árnason, sem er orðinn ágætlega fær í harmonikkuleik, þótt hann hafi aðeins stundað hljóðfæranámið í eitt ár. Í Krossavík heimsækjum við tvö eyðibýli þar sem fólk dvelur yfir sumartímann um lengri eða skemmri tíma. Þau Birgir Sveinbjörnsson og Rósbjörg Halldóra Jónasdóttir í Krossavík 2 rifja upp minningar frá síldarævintýrinu á Raufarhöfn.Arnar Halldórsson Í Krossavík tvö hittum við þau Birgi Sveinbjörnsson og Rósbjörgu Halldóru Jónasdóttur en þar var hennar æskuheimili. Hún ólst upp við tilveru án rafmagns og þangað kom fyrst vegur þegar hún fermdist. Í Krossavík eitt hittum við þau Felix Högnason og Báru Denný Ívarsdóttur og nítján ára dóttur þeirra, Þyrí Stellu Felixdóttur. Þar var nýting rekaviðar einn helsti þáttur búskaparins. Felix Högnason lektor sýnir minjar frá þeim tíma sem afi hans og amma voru bændur í Krossavík við Þistilfjörð.Arnar Halldórsson Á bænum Borgum í Kollavík segja þau Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir frá byggðinni og ákvörðun sinni um að hætta sauðfjárbúskap. Einnig hittum við tvö af börnum þeirra, þau Sigurð og Önnu Maríu, og tvö af barnabörnunum. Á hlaðinu í Borgum. Eiríkur og Vigdís með tveimur barna sinna, Sigurði til vinstri og Önnu Maríu til hægri, og tveimur barnabarna, Valgerði Ósk Kjaran Janusdóttur og Halldóri Kjaran Janussyni.Arnar Halldórsson Þá ræðum við um rómantíkina á Raufarhöfn og hjónaböndin sem þar urðu til, ekki bara í síldinni heldur einnig löngu eftir að hún var horfin. Þátturinn um víkurnar við vestanverðan Þistilfjörð er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Svalbarðshreppur Norðurþing Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Hafa enn hlunnindi af rekavið þótt varla komi spýta að landi Þótt áratugir séu liðnir frá því rekaviður hætti að berast í stórum stíl að ströndum Íslands finnast enn bændur sem nýta þessi hlunnindi. Rætt var við bónda í fréttum Stöðvar 2 sem var að saga rekaviðardrumba niður í innanhússklæðningu. 17. september 2020 22:30
Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13