Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2021 00:44 Keilir og svæðið í kring séð úr lofti. Ragnar Axelsson flaug yfir svæðið í vikunni og tók þessa mynd. RAX Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. Snarpir skjálftar fundust vel á suðvesturhorninu klukkan 00:42 og 01:40. Hús hristust vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var fyrri skjálftinn 3,8 að stærð en sá síðari 4,1 að stærð. Sá fyrri mældist um 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli en sá síðari 1,2 kílómetra suðvestur af fjallinu. Klukkan 02:00 varð skjálfti sem virtist nokkuð stærri en hinir tveir, varði nokkuð lengi, og sú reyndist raunin. Stærð hans var fimm en upptök hans voru 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Íbúar í Búðardal, Grundarfirði og Hvalfirði hafa tjáð fréttastofu að þeir hafi fundið vel fyrir honum. Sömuleiðis íbúi alla leið vestur á Bíldudal og austur í Vík í Mýrdal. Þá segja íbúar í Reykjanesbæ að bærinn hafi hreinlega nötrað. Íbúi á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi segist hafa verið hræddur. Þá má merkja á athugasemdakerfi Vísis að fjölmargir á suðvesturhorninu hafa vaknað upp við skjálftann. Tvö þúsund skjálftar síðasta sólarhring Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna var um stóra skjálfta á laugardag en þeir fóru þó stækkandi með kvöldinu, flestir um og yfir þrír að stærð. „Þetta er sama staða. Það er mikil virkni á svæðinu og ég held að það hafi verið hátt í 2000 skjálftar frá því um miðnætti,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi á laugardagskvöld. Full ástæða til að hafa gætur á Rúmlega tuttugu skjálftar yfir þremur mældust á laugardag, þar af tíu frá því klukkan 18 og hafa upptök þeirra allra verið við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að full ástæða væri til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna. Skjálftavirknin sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum og mögulega væri framundan virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ár. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:29. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira
Snarpir skjálftar fundust vel á suðvesturhorninu klukkan 00:42 og 01:40. Hús hristust vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var fyrri skjálftinn 3,8 að stærð en sá síðari 4,1 að stærð. Sá fyrri mældist um 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli en sá síðari 1,2 kílómetra suðvestur af fjallinu. Klukkan 02:00 varð skjálfti sem virtist nokkuð stærri en hinir tveir, varði nokkuð lengi, og sú reyndist raunin. Stærð hans var fimm en upptök hans voru 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Íbúar í Búðardal, Grundarfirði og Hvalfirði hafa tjáð fréttastofu að þeir hafi fundið vel fyrir honum. Sömuleiðis íbúi alla leið vestur á Bíldudal og austur í Vík í Mýrdal. Þá segja íbúar í Reykjanesbæ að bærinn hafi hreinlega nötrað. Íbúi á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi segist hafa verið hræddur. Þá má merkja á athugasemdakerfi Vísis að fjölmargir á suðvesturhorninu hafa vaknað upp við skjálftann. Tvö þúsund skjálftar síðasta sólarhring Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna var um stóra skjálfta á laugardag en þeir fóru þó stækkandi með kvöldinu, flestir um og yfir þrír að stærð. „Þetta er sama staða. Það er mikil virkni á svæðinu og ég held að það hafi verið hátt í 2000 skjálftar frá því um miðnætti,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi á laugardagskvöld. Full ástæða til að hafa gætur á Rúmlega tuttugu skjálftar yfir þremur mældust á laugardag, þar af tíu frá því klukkan 18 og hafa upptök þeirra allra verið við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að full ástæða væri til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna. Skjálftavirknin sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum og mögulega væri framundan virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ár. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:29.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira