Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2021 00:44 Keilir og svæðið í kring séð úr lofti. Ragnar Axelsson flaug yfir svæðið í vikunni og tók þessa mynd. RAX Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. Snarpir skjálftar fundust vel á suðvesturhorninu klukkan 00:42 og 01:40. Hús hristust vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var fyrri skjálftinn 3,8 að stærð en sá síðari 4,1 að stærð. Sá fyrri mældist um 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli en sá síðari 1,2 kílómetra suðvestur af fjallinu. Klukkan 02:00 varð skjálfti sem virtist nokkuð stærri en hinir tveir, varði nokkuð lengi, og sú reyndist raunin. Stærð hans var fimm en upptök hans voru 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Íbúar í Búðardal, Grundarfirði og Hvalfirði hafa tjáð fréttastofu að þeir hafi fundið vel fyrir honum. Sömuleiðis íbúi alla leið vestur á Bíldudal og austur í Vík í Mýrdal. Þá segja íbúar í Reykjanesbæ að bærinn hafi hreinlega nötrað. Íbúi á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi segist hafa verið hræddur. Þá má merkja á athugasemdakerfi Vísis að fjölmargir á suðvesturhorninu hafa vaknað upp við skjálftann. Tvö þúsund skjálftar síðasta sólarhring Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna var um stóra skjálfta á laugardag en þeir fóru þó stækkandi með kvöldinu, flestir um og yfir þrír að stærð. „Þetta er sama staða. Það er mikil virkni á svæðinu og ég held að það hafi verið hátt í 2000 skjálftar frá því um miðnætti,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi á laugardagskvöld. Full ástæða til að hafa gætur á Rúmlega tuttugu skjálftar yfir þremur mældust á laugardag, þar af tíu frá því klukkan 18 og hafa upptök þeirra allra verið við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að full ástæða væri til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna. Skjálftavirknin sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum og mögulega væri framundan virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ár. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:29. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Snarpir skjálftar fundust vel á suðvesturhorninu klukkan 00:42 og 01:40. Hús hristust vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var fyrri skjálftinn 3,8 að stærð en sá síðari 4,1 að stærð. Sá fyrri mældist um 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli en sá síðari 1,2 kílómetra suðvestur af fjallinu. Klukkan 02:00 varð skjálfti sem virtist nokkuð stærri en hinir tveir, varði nokkuð lengi, og sú reyndist raunin. Stærð hans var fimm en upptök hans voru 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Íbúar í Búðardal, Grundarfirði og Hvalfirði hafa tjáð fréttastofu að þeir hafi fundið vel fyrir honum. Sömuleiðis íbúi alla leið vestur á Bíldudal og austur í Vík í Mýrdal. Þá segja íbúar í Reykjanesbæ að bærinn hafi hreinlega nötrað. Íbúi á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi segist hafa verið hræddur. Þá má merkja á athugasemdakerfi Vísis að fjölmargir á suðvesturhorninu hafa vaknað upp við skjálftann. Tvö þúsund skjálftar síðasta sólarhring Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna var um stóra skjálfta á laugardag en þeir fóru þó stækkandi með kvöldinu, flestir um og yfir þrír að stærð. „Þetta er sama staða. Það er mikil virkni á svæðinu og ég held að það hafi verið hátt í 2000 skjálftar frá því um miðnætti,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi á laugardagskvöld. Full ástæða til að hafa gætur á Rúmlega tuttugu skjálftar yfir þremur mældust á laugardag, þar af tíu frá því klukkan 18 og hafa upptök þeirra allra verið við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að full ástæða væri til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna. Skjálftavirknin sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum og mögulega væri framundan virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ár. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:29.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira