Jarðskjálfti 8 að stærð á Nýja-Sjáland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 20:39 Upptök skjálftans voru úti fyrir ströndum Nýja-Sjálands. Getty/Matthew Williams-Ellis/Universal Images Group Jarðskjálfti sem mældist 8 að stærð reið yfir úti fyrir norðurströndum Nýja-Sjálands nú fyrir stundu, eða að morgni föstudags að staðartíma. Þetta er þriðji stóri skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í dag en sá fyrsti mældist 7,2 að stærð um klukkan hálf þrjú að nóttu að staðartíma. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftanna. Íbúar sem búa nærri strandlengjunni á Norður-Eyju Nýja-Sjálands eru hvattir til að forða sér hið snarasta hærra upp á land og rýming hefur verið fyrirskipuð á skilgreindum hættusvæðum vegna flóðbylgju. Enn sem komið er hafa ekki borist tilkynningar um tjón eða slys á fólki vegna jarðskjálftanna að því er fram kemur í frétt Guardian. Fyrsti skjálftinn vakti þúsundir íbúa Nýja-Sjálands upp af værum svefni og fannst mörgum sem skjálftinn hafi varað í um eina mínútu að því er fram kemur í umfjöllun nýsjálenska miðilsins New Zealand Herald. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. „Þetta er sá stærsti sem ég hef nokkurn tímann fundið. Hann hélt endalaust áfram. Ég bý gömlu steinhúsi og ég vissi ekki hvar ég ætti að standa vegna þess að það er allt úr grjóti,“ er haft eftir Helen Bint, íbúa á Chatham-eyju. TSUNAMI WARNING issued following Kermadecs earthquake. People near coast from the BAY OF ISLANDS to WHANGAREI, from MATATA to TOLAGA BAY, and GREAT BARRIER ISLAND must MOVE IMMEDIATELY to nearest high ground, out of all tsunami evacuation zones, or as far inland as possible— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) March 4, 2021 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tjáir sig um skjálftana á Instagram þar sem hún segist vona að allir séu heilir á húfi. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) Fréttin hefur verið uppfærð. Nýja-Sjáland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Íbúar sem búa nærri strandlengjunni á Norður-Eyju Nýja-Sjálands eru hvattir til að forða sér hið snarasta hærra upp á land og rýming hefur verið fyrirskipuð á skilgreindum hættusvæðum vegna flóðbylgju. Enn sem komið er hafa ekki borist tilkynningar um tjón eða slys á fólki vegna jarðskjálftanna að því er fram kemur í frétt Guardian. Fyrsti skjálftinn vakti þúsundir íbúa Nýja-Sjálands upp af værum svefni og fannst mörgum sem skjálftinn hafi varað í um eina mínútu að því er fram kemur í umfjöllun nýsjálenska miðilsins New Zealand Herald. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. „Þetta er sá stærsti sem ég hef nokkurn tímann fundið. Hann hélt endalaust áfram. Ég bý gömlu steinhúsi og ég vissi ekki hvar ég ætti að standa vegna þess að það er allt úr grjóti,“ er haft eftir Helen Bint, íbúa á Chatham-eyju. TSUNAMI WARNING issued following Kermadecs earthquake. People near coast from the BAY OF ISLANDS to WHANGAREI, from MATATA to TOLAGA BAY, and GREAT BARRIER ISLAND must MOVE IMMEDIATELY to nearest high ground, out of all tsunami evacuation zones, or as far inland as possible— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) March 4, 2021 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tjáir sig um skjálftana á Instagram þar sem hún segist vona að allir séu heilir á húfi. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) Fréttin hefur verið uppfærð.
Nýja-Sjáland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira