Ekki vísbendingar um gos á næstu klukkustundum Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 18:29 Keilir og svæðið í kring úr lofti Vísir/RAX Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Farið var yfir nýjustu mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn á fundi vísindaráðs almannavarna þar sem jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga var rædd í dag. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að mælar sýni að virknin sé enn mikil á svæðinu þó að dregið hafi úr henni eftir að svonefndur óróapúls mældist um miðjan dag í gær. Virknin hefur færst örlítið í suðvestur en meginvirknin er þó enn á sömu slóðum og að undanförnu. Nýjar InSAR-gervihnattarmyndir sem bárust í dag og spanna tímabilið frá 25. febrúar til 3. mars sýna ennþá merki um að kvikugangur sé að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. GPS-mælingar eru sagðar styðja það en þær sýna stöðuga hreyfingu sem virðist þó hafa hægt á sér miðað við síðustu daga. Saman sýna gögnin að ekki hafi orðið veruleg aukning í kvikuhreyfingum samfara jarðskjálftavirkninni í gær. Sérfræðingar ætla að túlka frekar gögn um aflögun jarðskorpunnar til að átta sig á hversu miklar breytingar hafa átt sér stað og hvað þær þýða um framvindu mála. „Niðurstaða vísindaráðs er sú að nýjustu mælingar og gögn sýni að þau merki sem komu fram í gær um að veruleg hætta væri á [að] gos gæti hafist á næstu klukkustundum hafi dofnað mjög,“ segir í tilkynningu almannavarna. Atburðarásin nú hafi ekki áhrif á þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið eftir. Gera þurfi ráð fyrir möguleikanum á gosi ásamt líklegustu staðsetningu þess og mögulegu umfangi eldgoss. Kaflaskipt næstu daga Framvindan á Reykjanesskaga er sögð verða kaflaskipt næstu daga og aftur gætu mælst skyndilegir púlsar með þéttum smáskjálftum líkt og þeim sem mældist í gær. Kaflaskipt virkni af þessu tagi hafi sést í Kröfueldum frá 1975 til 1984 þar sem kvika komst á hreyfingu og framkallaði púlsa með tíðum smáskjálftum. Þar einkenndist virknin af talsverðri skjálftavirkni og kvikuhreyfingum samfara púlsum með smáskjálftavirkni. Í sumum tilfellum hafi orðið gos en í öðrum ekki. „Það er mat vísindaráðs að nauðsynlegt sé að taka óróapúlsa, sambærilegum þeim sem varð í gær, alvarlega og reikna með þeim möguleika að gos kunni að vera yfirvofandi þegar þeir mælast,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vísindaráðið ætlar að funda aftur á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar. Í því sitja fulltrúar Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnunar, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir „Ég enda örugglega á að verða 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni“ Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Farið var yfir nýjustu mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn á fundi vísindaráðs almannavarna þar sem jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga var rædd í dag. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að mælar sýni að virknin sé enn mikil á svæðinu þó að dregið hafi úr henni eftir að svonefndur óróapúls mældist um miðjan dag í gær. Virknin hefur færst örlítið í suðvestur en meginvirknin er þó enn á sömu slóðum og að undanförnu. Nýjar InSAR-gervihnattarmyndir sem bárust í dag og spanna tímabilið frá 25. febrúar til 3. mars sýna ennþá merki um að kvikugangur sé að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. GPS-mælingar eru sagðar styðja það en þær sýna stöðuga hreyfingu sem virðist þó hafa hægt á sér miðað við síðustu daga. Saman sýna gögnin að ekki hafi orðið veruleg aukning í kvikuhreyfingum samfara jarðskjálftavirkninni í gær. Sérfræðingar ætla að túlka frekar gögn um aflögun jarðskorpunnar til að átta sig á hversu miklar breytingar hafa átt sér stað og hvað þær þýða um framvindu mála. „Niðurstaða vísindaráðs er sú að nýjustu mælingar og gögn sýni að þau merki sem komu fram í gær um að veruleg hætta væri á [að] gos gæti hafist á næstu klukkustundum hafi dofnað mjög,“ segir í tilkynningu almannavarna. Atburðarásin nú hafi ekki áhrif á þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið eftir. Gera þurfi ráð fyrir möguleikanum á gosi ásamt líklegustu staðsetningu þess og mögulegu umfangi eldgoss. Kaflaskipt næstu daga Framvindan á Reykjanesskaga er sögð verða kaflaskipt næstu daga og aftur gætu mælst skyndilegir púlsar með þéttum smáskjálftum líkt og þeim sem mældist í gær. Kaflaskipt virkni af þessu tagi hafi sést í Kröfueldum frá 1975 til 1984 þar sem kvika komst á hreyfingu og framkallaði púlsa með tíðum smáskjálftum. Þar einkenndist virknin af talsverðri skjálftavirkni og kvikuhreyfingum samfara púlsum með smáskjálftavirkni. Í sumum tilfellum hafi orðið gos en í öðrum ekki. „Það er mat vísindaráðs að nauðsynlegt sé að taka óróapúlsa, sambærilegum þeim sem varð í gær, alvarlega og reikna með þeim möguleika að gos kunni að vera yfirvofandi þegar þeir mælast,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vísindaráðið ætlar að funda aftur á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar. Í því sitja fulltrúar Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnunar, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir „Ég enda örugglega á að verða 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni“ Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30