Krotuðu hatursorð til nágrannanna á lest Anton Ingi Leifsson skrifar 3. mars 2021 23:01 Frá lestinni. mynd/twitter Það verður seint sagt að það sé mikil vinátta á milli Kaupmannahafnarliðanna FCK og Bröndby en liðin mætast einmitt í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Mikið hatur er á milli liðanna; innan vallar og enn fremur fyrir utan völlinn. Regluleg eru slagsmál á milli stuðningsmannahópa liðanna og þau óhrædd við að senda hvor öðru tóninn á samskiptamiðlum. Eins og áður segir mætast liðin í annað sinn á þessari leiktíð og einhverjir stuðningsmenn FCK hafa hafið undirbúning fyrir leik helgarinnar. Í gær mátti nefnilega sjá eina lest, sem keyrir um götur Kaupmannahafnar, málaða í skilaboðum til vesturhluta Kaupmannahafnar. „Anti 1964,“ stóð á lestinni sem var öll máluð svört en Bröndby var stofnað 1964 og nota harðkjarna stuðningsmenn FCK reglulega þessa setningu til að lýsa hatri sínu á gulklædda liði borgarinnar. Það verða þó engir áhorfendur á leik sunnudagsins, sem fer fram í Bröndby, en ansi líklegt er að hörðustu stuðningsmannahópar liðanna muni vera með einhvern gjörning í kringum leikinn. FCK vann í kvöld sigur á Vejle en Bröndby spilar annað kvöld gegn Randers. Þeir gulklæddu eru í öðru sætinu á meðan FCK er í því þriðja. Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Bröndby. KÆMP FOR KBH! pic.twitter.com/MeOUDaTdQN— Frederik Hansen (@frediikk) March 2, 2021 Danski boltinn Danmörk Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Mikið hatur er á milli liðanna; innan vallar og enn fremur fyrir utan völlinn. Regluleg eru slagsmál á milli stuðningsmannahópa liðanna og þau óhrædd við að senda hvor öðru tóninn á samskiptamiðlum. Eins og áður segir mætast liðin í annað sinn á þessari leiktíð og einhverjir stuðningsmenn FCK hafa hafið undirbúning fyrir leik helgarinnar. Í gær mátti nefnilega sjá eina lest, sem keyrir um götur Kaupmannahafnar, málaða í skilaboðum til vesturhluta Kaupmannahafnar. „Anti 1964,“ stóð á lestinni sem var öll máluð svört en Bröndby var stofnað 1964 og nota harðkjarna stuðningsmenn FCK reglulega þessa setningu til að lýsa hatri sínu á gulklædda liði borgarinnar. Það verða þó engir áhorfendur á leik sunnudagsins, sem fer fram í Bröndby, en ansi líklegt er að hörðustu stuðningsmannahópar liðanna muni vera með einhvern gjörning í kringum leikinn. FCK vann í kvöld sigur á Vejle en Bröndby spilar annað kvöld gegn Randers. Þeir gulklæddu eru í öðru sætinu á meðan FCK er í því þriðja. Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Bröndby. KÆMP FOR KBH! pic.twitter.com/MeOUDaTdQN— Frederik Hansen (@frediikk) March 2, 2021
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki